„Þetta hefur ekkert með 48 daga að gera“

​Magnús Þór Hafsteinsson fullyrðir að drög að breytingum á reglugerð …
​Magnús Þór Hafsteinsson fullyrðir að drög að breytingum á reglugerð um strandveiðar hafi ekkert með að tryggja strandveiðibátum 48 veiðidaga að gera. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sitt sýn­ist hverj­um um drög Hönnu Katrín­ar Friðriks­son­ar at­vinnu­vegaráðherra að breyt­ing­um á reglu­gerð um strand­veiðar sem kynnt voru ný­verið í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Hljóta drög­in meðal ann­ars gagn­rýni fyr­ir að taka fyr­ir að mak­ar, systkini, vin­ir eða börn og for­eldr­ar geta stundað strand­veiðar með jafn­an eign­ar­hlut í bátn­um sem nýtt­ur er.

Í síðustu viku sagði Hanna Katrín að ekki mun tak­ast að af­greiða frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um sem myndi tryggja öll­um strand­veiðibát­um 48 veiðidaga nægi­lega snemma til að það myndi gilda um veiðar sum­ars­ins líkt og rík­is­stjórn­in boðaði í stefnu­yf­ir­lýs­ingu sinni. Þess í stað boðaði hún reglu­gerðarbreyt­ing­ar sem ættu að miða að því að tryggja bát­un­um þenn­an fjölda veiðidaga.

„Þetta hef­ur ekk­ert með 48 daga að gera,“ seg­ir Magnús Þór Haf­steins­son í um­sögn sinni en hann er fyrr­ver­andi starfsmaður þing­flokks Flokks fólks­ins og ger­ir út Orm­inn Langa AK-64.

Hann vís­ar til orða ráðherra um að boðaðar reglu­gerðarbreyt­ing­ar myndu styðja við mark­mið um að tryggja strand­veiðisjó­mönn­um 48 veiðidaga í sum­ar.

Breyt­ing­arn­ar sem lagðar eru til taka til þriggja þátta. Í fyrsta lagi að sett verði um­sókn­ar­frest­ur fyr­ir strand­veiðileyfi 15. apríl ár hvert, í öðru lagi að sá sem er lög­skráður á bát fyr­ir strand­veiðar þurfi að eiga að minnsta kosti 51% hlut í bátn­um og í þriðja lagi ít­rekuð skylda til að skila af­la­upp­lýs­ing­um sta­f­rænt til Fiski­stofu áður en bát­ur kem­ur að bryggju.

„Fyrsti liður er allt í lagi til að gefa svig­rúm til að fara í saum­ana á eign­ar­haldi áður en leyfi eru gef­in út. Ann­ar liður er skref í rétta átt en ég hefði viljað ganga enn lengra. Þriðji liður er hreinn óþarfi og ætti að fella al­farið burt úr regl­um um strand­veiðar. Hvergi er sjá­an­legt í þess­ari reglu­gerð að hún sé til þess fall­in að tryggja 48 daga á strand­veiðum eins og ráðherr­ann boðaði,“ seg­ir Magnús Þór í sinni um­sögn.

Hann viður­kenn­ir þó að tak­mark­an­ir í tengsl­um við eign­ar­hald geta dregið úr þeim fjölda sem stunda strand­veiðar og því verði mögu­lega meira til skipt­anna í strand­veiðipott­in­um svo­kallaða.

Vert er að geta þess að Hanna Katrín hef­ur einnig boðað breyt­ing­ar á reglu­gerð um veiða rí at­vinnu­skyni fisk­veiðiárið 2024/​2025, en sú reglu­gerð fel­ur í sér ráðstöf­un afla­heim­ilda.

Taka fyr­ir sam­starf

Alls hafa borist 64 um­sagn­ir hingað til og snýst fjöldi um­sagna um eign­ar­hald og seg­ir Kar­en Elísa­bet Stephen­sen Hall­dórs­dótt­ir í um­sögn sinni að skil­yrðin sem lagt er upp með búi til ákveðið ójafn­rétti í til­felli báts sem er í eigu fé­lags maka eða fé­laga.

„Ann­ar þeirra get­ur þó bara verið skráður sem skip­stjóri í einu. Þetta skap­ar ójafn­ræði og er í raun ósann­gjarnt fyr­ir þann sem ekki get­ur skráð sig á leyfið en er til jafns skuld­bund­inn fyr­ir skuld­um og öðrum ábyrgðum. Til þess að þetta sé ger­legt þarf viðkom­andi að gefa eft­ir jafn­an hlut sinn í fé­lagi og skapa þannig ójafn­vægi. Í raun er miklu betra og sann­gjarn­ara að kraf­an sé að lág­marki 50% eign­ar­hlut­ur þannig má stuðla að eðli­leg­um sam­skipt­um og valda­hlut­falli inn­an fé­lags,“ seg­ir Kar­en.

Karen Elísabet Stephensen Halldórsdóttir segir tillögurnar sem lagðar eru fram …
Kar­en Elísa­bet Stephen­sen Hall­dórs­dótt­ir seg­ir til­lög­urn­ar sem lagðar eru fram til þess falln­ar að stuðla að ójafn­vægi í út­gerð sem fólk á sam­an. Ljós­mynd/​Aðsend

Svipaða sögu seg­ir Fann­ar Eyfjörð Skjald­ar­son. „Nú eig­um við hjón­in fyr­ir­tækið sam­an 50% hvort, ég ræ en kon­an sér um bók­hald og ofl. í landi, er það rétt­læti að skerða eign­ar­hlut ann­ars hjóna til að ég geti róið? Þetta er sami lögaðili, sama skip, sami skip­stjóri og sama eign­ar­hald og síðustu ár á strand­veiðum, hvað er unnið með því að breyta eign­ar­haldi um 1%?“

„Hef­ur það þá verið litið horn­auga í þessu kerfi hingað til að feðgar, mæðgin, bræður, syst­ur eða vin­ir eiga sam­an bát 50% hvor og annað hvort skipst á að róa eða ekki?“ spyr Magnús Kristján Guðjóns­son. „Þetta myndi henta mér og mín­um syni illa þar sem ég þarf þá að selja hon­um 1% eða hann mér 1%,“ seg­ir hann.

Vilja herða skil­yrðin

Þó nokk­ur dæmi eru um að um­sagn­ir séu á þann veg að skil­yrði um eign­ar­hald ættu að evra mun meiri en lagt er til.

„Menn eru þegar farn­ir að breyta eign­ar­haldi á bát­um, ský­laus krafa ætti að vera 100 pró­sent eign­ar­hald í bátn­um nema ef um hjón sé að ræða sem eiga þá bát, út­gerð sam­an til helm­inga. Ann­ars finna menn alltaf leiðir fram hjá þessu,“ seg­ir Sig­urður Hauk­ur Eiðsson.

„Ef tveir eða jafn­vel fleiri aðilar eiga bát sam­an eru þeir ör­ugg­lega í ann­arri vinnu og eng­in glóra að taka kvóta af at­vinnu­sjó­mönn­um til að láta menn í fullri vinnu ann­arsstaðar hafa hann, sér­stak­lega þar sem strand­veiðifisk­ur gef­ur fast af helm­ingi minna af sér held­ur en ef t.d. frysti­tog­ari veiddi hann á öðrum árs­tíma. Fisk­ur­inn er að koma úr hrygn­ingu og er ná­lægt þrem­ur mánuðum að ná fyrri styrk,sem sagt maí, júní og júlí,“ seg­ir hann.

Ekki eru allir á einu máli um hver skilyrði um …
Ekki eru all­ir á einu máli um hver skil­yrði um eign­ar­hald strand­veiðibáta skulu vera. mbl.is/Þ​or­geir

Kristján Rafn Guðmunds­son tel­ur einnig að herða mætti skil­yrði til að róa.

„Líst vel á þess­ar til­lög­ur varðandi 51% eign­ar­haldið mætti þess vegna vera 80%. Það mætti bæta við að sami aðili yrði að vera prókúru­hafi ef um lögaðila sé að ræða. Reyna þarf með öll­um til­tæk­um ráðum að koma þessu þannig fyr­ir að eig­end­ur rói sjálf­ir sín­um bát,“ seg­ir hann í um­sögn sinni.

Aðrir fagna

Ekki eru þó all­ir ósátt­ir við drög­in og fagn­ar Ró­bert Grét­ar Gunn­ars­son að lögð sé áhersla „á ein­föld atriði til að gera kerfið skil­virkt, sann­gjarnt og fyr­ir­sjá­an­legt. Allt atriði sem skipta raun­veru­legu máli og er góð byrj­un á betr­um­bættu framtíðar­skipu­lagi strand­veiða.“

„Vel gert!“ skrif­ar Ró­bert Grét­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.25 380,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.25 574,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.25 487,89 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.25 98,01 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.25 143,74 kr/kg
Ufsi, slægður 8.5.25 169,79 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.25 266,30 kr/kg
Litli karfi 9.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.25 Sævaldur SI 38 Handfæri
Þorskur 673 kg
Ýsa 7 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 682 kg
9.5.25 Ósk EA 12 Handfæri
Þorskur 633 kg
Ufsi 88 kg
Samtals 721 kg
9.5.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 2.394 kg
Þorskur 94 kg
Samtals 2.488 kg
9.5.25 Tryggvi Sveins EA 49 Handfæri
Þorskur 494 kg
Karfi 5 kg
Samtals 499 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.25 380,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.25 574,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.25 487,89 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.25 98,01 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.25 143,74 kr/kg
Ufsi, slægður 8.5.25 169,79 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.25 266,30 kr/kg
Litli karfi 9.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.25 Sævaldur SI 38 Handfæri
Þorskur 673 kg
Ýsa 7 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 682 kg
9.5.25 Ósk EA 12 Handfæri
Þorskur 633 kg
Ufsi 88 kg
Samtals 721 kg
9.5.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 2.394 kg
Þorskur 94 kg
Samtals 2.488 kg
9.5.25 Tryggvi Sveins EA 49 Handfæri
Þorskur 494 kg
Karfi 5 kg
Samtals 499 kg

Skoða allar landanir »