Koma helmingi meira í hvern gám

Bragi Smith sölustjóri iTub og Hilmir Svavarsson framkvæmdastjóri þess. Bundnar …
Bragi Smith sölustjóri iTub og Hilmir Svavarsson framkvæmdastjóri þess. Bundnar eru vonir við að keraleiguformið í flutningi á ferskum laxi til Bandaríkjanna slái í gegn. mbl.is/Gunnlaugur

Sæplast stefnir á stórfellda sókn inn á Bandaríkjamarkað í gegnum dótturfélag sitt iTub sem rekur keraleigu. Tekist hefur að sýna fram á að með kerum þeirra sé hægt að flytja um helming meira af ferskum laxi í hverjum gámi og minnka kolefnisspor til muna vegna endurnýtingar flutningsumbúðanna.

Blaðamaður hittir Hilmi Svavarsson framkvæmdastjóra iTub og Braga Smith sölustjóra félagsins á stórum bás félagsins á sjávarútvegssýningunni í Boston síðastliðinn þriðjudag. Það er létt yfir þeim enda hefur verið töluverð umferð um básinn á sýningunni.

„Við erum að vinna með aðilum á Íslandi og í Færeyjum um flutning á laxi í margnota umbúðum í formi kera sem framleidd eru hjá Sæplasti. Fiskurinn fer þá bara í gáma í kerum og er afhentur hér á austurströnd Bandaríkjanna og svo tekur Sæplast aftur við kerinu og sendir til baka og þetta er þá orðin hringrás,“ útskýrir Hilmar.

Búið er að sýna fram á fýsileika þessarar aðferðarfræði í Evrópu en nú er markmiðið sett á að koma þessari flutningsaðferð inn á markaðinn í Bandaríkjunum. „Það er tilgangurinn með þessari ferð,“ segir Hilmir.

Pökkun á ferskum laxi í kerin gengur mun hraðar en …
Pökkun á ferskum laxi í kerin gengur mun hraðar en í frauðplastkassana. Ljósmynd/iTub

Langt ferli að baki

Á síðasta ári hóf iTub að bjóða í leigu nýja tegund kerja til að flytja ferskan fisk í skipaflutningum. Það var hins vegar afrakstur mikillar vinnu að sögn Braga. „Við tókum okkur heilt ár þar sem við vorum að rannsaka hvort hægt væri að flytja lax í margnotaumbúðum, en það hefur hingað til bara verið að nota einnota umbúðir,“ segir hann og vísar til hefðbundinna frauðplastkassa sem ef til vill flestir lesendur kannast við.

„Þetta byrjaði á því að finna framleiðanda, Arctic Fish á Íslandi, og kaupanda, Adri & Zoon í Hollandi. Næst hófst viðamikið ferli þar sem grannt var skoðað hvort gæðin á laxinum héldust nægilega góð í kerum í samanburði við flutninga í frauðplastkössum. Svo kom bara í ljós að þetta séu bara nákvæmlega sömu gæði hvor leiðin sem er farin.“

Nýju kerin hafa sýnt að þau skila gríðarlegri hagræðingu í …
Nýju kerin hafa sýnt að þau skila gríðarlegri hagræðingu í flutningi á fersum laxi. Mynd/iTub

Gæðin voru hins vegar ekki það eina sem var mælt og gátu starfsmenn iTub og samstarfsaðila þeirra sýnt fram á 80% minna kolefnisspor við flutning á fiski í keri en í frauðplastkössunum. Það má meðal annars rekja til þess að ekki er hægt að endurvinna eða endurnota frauðplastið og þarf því að farga því, oftast er það einfaldlega brennt á sorpstöðvum í Evrópu.

„Ofan á það fæst um 20 til 25% sparnaður að flytja fiskinn á þennan veg. Núna erum við að sjá kaupendur í Evrópu sem vilja bara fá fisk afhentan með þessum hætti jafnvel frá öðrum löndum því þeir þurfa að skila kolefnisbókhaldi sín megin,“ segir Bragi.

50% meira í hverjum gámi

„Það er bæði sparnaður í umbúðunum sjálfum. Við höfum sýnt fram á að það er ódýrari að nota þessar stærri einingar en einnota. Svo erum við líka að koma meiri fiski í gámana með þessum hætti en í hefðbundnum frauðplastkössum. Umhverfisþátturinn skiptir miklu máli en þessi mikli fjárhagslegi hvati styður við þróun í átt að umhverfisvænni flutningum á sjávarfangi,“ bætir Hilmir við.

Bragi útskýrir að unnið hafi verið í samstarfi við Eimskip um flutning á fiski til Bandaríkjanna í fjörutíu feta gámum.

„Það er hægt að flytja í þeim um þrettán tonn í frauðplastkössum en tuttugu tonn í kerunum. Þannig að það kemst því um 50% meira í gáminn. Ef litið er til þess hvað kostar að senda hvern gám er augljóst að þessu fylgir sparnaður.“

Mætti nú halda að það væri búið að sýna fram á alla fjárhagslegu kosti þess að nýta endurnýtanleg ker til flutninga, en Hilmir segir sparnaðarlistann ekki tæmdan.

„Menn geta pakkað hraðar í gegnum pökkunarlínurnar í kerin heldur en í einnota. Við erum búin að hitta á lausn sem við vonum að nái flugi. Það er virkilega gaman að sjá að við getum boðið bæði eitthvað sem er umhverfisvænna og hagkvæmara.“

Leigurformið reynst vel

„Greinin hefur verið þannig að framleiðandi sendir frá sér afurðina í umbúðum sem hann sendir frá sér og verður á ábyrgð viðtakenda að farga með tilheyrandi kostnaði og umhverfissóun,“ útskýrir Hilmir.

Hann segir hins vegar að með leigufyrirkomulaginu sé tryggt að umbúðirnar, í þessu tilfelli kerin, séu á ábyrgð iTub. Þannig sér einn aðili um að tryggja að umbúðirnar skili sér aftur, annast þvott og sótthreinsun og að kerin séu í lagi og uppfylli alla flutnings- og gæðastaðla.

Leiguker frá iTub má finna í fjölmörgum íslenskum höfnum.
Leiguker frá iTub má finna í fjölmörgum íslenskum höfnum. Ljósmynd/iTub

„Áður hafa fyrirtæki leitast eftir því að kaupa þessi ker en eftir að öll viðskipti urðu flóknari – með dýpkun markaðarins – hafa nánast öll hvítfiskfélög á Íslandi tekið í notkun leiguker. Núna þegar við erum að færa okkur yfir í laxinn þá bendum við á að það sé betra að við sjáum um þessa hluti, alla umsýsluna, í gegnum leiguformið.“

Hilmir virðukennir að ekki sé sjálfgefið að þessi aðferð slái í gegn á einni nóttu. „Við erum að reyna að breyta starfsháttum sem hafa ríkt mjög lengi og það er ekkert einfalt. Þetta á eftir að gerast í einhverjum skrefum og erum alveg raunsæir hvað það varðar. Það eru einhverjir sem byrja í þessu með okkur en svo sjá fleiri hagræðið í þessu og þá vonanadi bætast fleiri við.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.25 550,48 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.25 544,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.25 246,50 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.25 213,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.25 181,06 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.25 218,25 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.25 229,60 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 2.894 kg
Þorskur 2.884 kg
Langa 657 kg
Steinbítur 196 kg
Karfi 31 kg
Ufsi 28 kg
Keila 7 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 6.704 kg
20.3.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 394 kg
Steinbítur 184 kg
Þorskur 162 kg
Langa 137 kg
Karfi 20 kg
Keila 18 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.25 550,48 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.25 544,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.25 246,50 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.25 213,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.25 181,06 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.25 218,25 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.25 229,60 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 2.894 kg
Þorskur 2.884 kg
Langa 657 kg
Steinbítur 196 kg
Karfi 31 kg
Ufsi 28 kg
Keila 7 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 6.704 kg
20.3.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 394 kg
Steinbítur 184 kg
Þorskur 162 kg
Langa 137 kg
Karfi 20 kg
Keila 18 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 922 kg

Skoða allar landanir »