Setja nýtt vinnsludekk í Hildi

Hildur SH við bryggju hjá Slippnum DNG á Akureyri.
Hildur SH við bryggju hjá Slippnum DNG á Akureyri. Ljósmynd/SlipurinnDNG

Slippurinn Akureyri vinnur nú að smíði nýs vinnsludekks fyrir fiskiskipið Hildi SH 777, sem er í eigu Hraðfrystihúss Hellissands hf. Fram kemur í færslu á vef Slippsins að smíði búnaðarins er á lokametrunum og fljótlega verði hafist handa við uppsetningu búnaðarins um borð í skipinu.

„Smíðin á vinnslubúnaðinum hefur gengið vel og við stefnum á að skipið verði klárt fyrir páska,“ segir Magnús Blöndal, sviðsstjóri DNG Vinnslubúnaðar hjá Slippnum Akureyri. „Starfsfólk Hraðfrystihússins hafa lagt fram mikið af gagnlegum ábendingum í hönnunarferlinu sem skipta sköpum fyrir lokaútfærsluna.“

Magnús Blöndal og Örvar Ólafsson.
Magnús Blöndal og Örvar Ólafsson. Ljósmynd/Slippurinn DNG

Hildur SH 777, sem var smíðuð í Danmörku árið 2019, er 33,25 metra löng og 9,4 metra breið. Skipið er sérhannað fyrir bæði tog- og dragnótaveiðar og gegnir lykilhlutverki í bolfiskveiðum útgerðarinnar.

Örvar Ólafsson, útgerðarstjóri Hraðfrystihúss Hellissands, segir miklar vonir bundnar við nýja vinnsludekkið. „Við búumst við góðri aukningu í afköstum og betri nýtingu aflans. Samstarfið við Slippinn Akureyri hefur gengið afar vel og við hlökkum til að hefja veiðar með nýjum vinnslubúnaði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 506,17 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 523,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 247,76 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 58,02 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 225,07 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.3.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 2.585 kg
Langa 978 kg
Keila 158 kg
Karfi 71 kg
Ufsi 54 kg
Steinbítur 24 kg
Samtals 3.870 kg
21.3.25 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 3.553 kg
Þorskur 194 kg
Samtals 3.747 kg
21.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Grásleppa 875 kg
Þorskur 567 kg
Skarkoli 52 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.498 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 506,17 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 523,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 247,76 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 58,02 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 225,07 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.3.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 2.585 kg
Langa 978 kg
Keila 158 kg
Karfi 71 kg
Ufsi 54 kg
Steinbítur 24 kg
Samtals 3.870 kg
21.3.25 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 3.553 kg
Þorskur 194 kg
Samtals 3.747 kg
21.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Grásleppa 875 kg
Þorskur 567 kg
Skarkoli 52 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.498 kg

Skoða allar landanir »