Stefnumótun í sjávarútvegi flókin

Kristján Reykjalín Vigfússon stundar rannsóknir á þróun sjávarútvegsfyrirtækja.
Kristján Reykjalín Vigfússon stundar rannsóknir á þróun sjávarútvegsfyrirtækja. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Eins og les­end­ur vita hafa orðið hreint ótrú­leg­ar breyt­ing­ar á ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi á und­an­förn­um fjór­um ára­tug­um. Mik­il samþjöpp­un hef­ur átt sér stað og búið er að tækni­væða veiðar og vinnslu svo að rekst­ur út­gerðarfé­lag­anna er orðinn mun hag­kvæm­ari en áður, verðmæta­sköp­un­in langt­um meiri og hagnaður grein­ar­inn­ar ágæt­ur.

Rætt var við Kristján Reykjalín Vig­fús­son í síðasta blaði 200 mílna, en hann hef­ur skoðað þessa þróun og freistað þess að greina stefnu­mót­un og sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, og koma þannig auga á hvað hef­ur reynst best og líka hvaða hindr­an­ir grein­in þarf að glíma við.

For­vitni­legt er að skilja bet­ur hvernig sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in komust þangað sem þau eru kom­in og hvert þau stefna í framtíðinni. Rann­sókn­ir Kristjáns hafa leitt í ljós að margt kem­ur þar við sögu en í viðtöl­um hans við stjórn­end­ur hef­ur m.a. verið nefnt að vönt­un á starfs­fólki með rétta mennt­un og sérþekk­ingu, sem og tækni­leg­ar áskor­an­ir, tor­veldi stefnu­mót­un og inn­leiðingu breyt­inga: „Ytri hindr­an­ir koma líka við sögu og snúa t.d. að þætti stjórn­valda, breyt­ing­um á skött­um, gjöld­um og afla­heim­ild­um. Aðstæður á mörkuðum eru líka óvissu háðar og loks eru marg­ir hags­munaaðilar sem láta sig sjáv­ar­út­veg­inn miklu varða sem hafa áhrif á grein­ina.“

Viðtöl við stjórnendur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hafa m.a. leitt í ljós …
Viðtöl við stjórn­end­ur ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hafa m.a. leitt í ljós að þeir leggja núna vax­andi áherslu á að fjölga tekju­straum­um í rekstr­in­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þegar vinnu­brögð ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja eru skoðuð seg­ir Kristján að öll stærstu fé­lög­in eigi það sam­eig­in­legt að stefnu­mót­un­in er ekki niðurnjörvuð held­ur sveigj­an­leg. „Fyr­ir­tæk­in marka ekki ein­fald­lega stefnu og halda öllu óbreyttu næstu árin þar á eft­ir held­ur á sér stað sí­felld aðlög­un. Ef nefna ætti eina grunn­reglu er hún að stefn­an fær að mót­ast í takt við aðstæður hverju sinni. Þegar vel árar eru tæki­fær­in grip­in, stoðirn­ar styrkt­ar, fjár­fest í nýj­um skip­um og fé­lög­in stækka við sig en þegar harðnar í ári hægja þau ferðina.“

Það er líka ein­kenn­andi fyr­ir öfl­ug­ustu fyr­ir­tæk­in í grein­inni að þau leggja ríka áherslu á að búa til nýja tekju­strauma og þá oft með það fyr­ir aug­um að skapa ný verðmæti en geta líka mildað áhrif­in af sveifl­um í gengi, kvóta og veiðum.

„Þetta birt­ist t.d. í auk­inni áherslu á fisk­eldi sem hjálpað get­ur þess­um fé­lög­um að tryggja jafn­ara fram­boð, og til­raun­um til að þróa vör­ur sem eru til­bún­ar fyr­ir smá­sölu. Hef­ur þetta ein­mitt vantað í grein­ina og rekst­ur­inn hjá stönd­ug­ustu ís­lensku sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­un­um verið mun eins­leit­ari en hjá stærstu keppi­naut­un­um í lönd­um eins og Jap­an, Nor­egi, Kan­ada og Banda­ríkj­un­um, sem eru ekki bara miklu stærri held­ur með mun fjöl­breytt­ari starf­semi og fleiri tekju­strauma.“

Ítar­legt viðtal við Kristján má lesa í síðasta blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.3.25 530,00 kr/kg
Þorskur, slægður 24.3.25 529,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.3.25 294,15 kr/kg
Ýsa, slægð 24.3.25 219,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.3.25 194,61 kr/kg
Ufsi, slægður 24.3.25 225,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 24.3.25 247,89 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 1.980 kg
Rauðmagi 408 kg
Þorskur 126 kg
Samtals 2.514 kg
24.3.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 4.629 kg
Steinbítur 556 kg
Ýsa 61 kg
Samtals 5.246 kg
24.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 735 kg
Skarkoli 33 kg
Samtals 768 kg
24.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 6.448 kg
Skarkoli 713 kg
Þykkvalúra 222 kg
Samtals 7.383 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.3.25 530,00 kr/kg
Þorskur, slægður 24.3.25 529,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.3.25 294,15 kr/kg
Ýsa, slægð 24.3.25 219,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.3.25 194,61 kr/kg
Ufsi, slægður 24.3.25 225,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 24.3.25 247,89 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 1.980 kg
Rauðmagi 408 kg
Þorskur 126 kg
Samtals 2.514 kg
24.3.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 4.629 kg
Steinbítur 556 kg
Ýsa 61 kg
Samtals 5.246 kg
24.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 735 kg
Skarkoli 33 kg
Samtals 768 kg
24.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 6.448 kg
Skarkoli 713 kg
Þykkvalúra 222 kg
Samtals 7.383 kg

Skoða allar landanir »