Arctic Fish setti út á breytt leyfi ÍS47

ÍS 47 ehf. hefur rekið eldi í Önundarfirði um árabil. …
ÍS 47 ehf. hefur rekið eldi í Önundarfirði um árabil. Félagið hefur fengið að breyta leyfinu úr þúsund tonnum af þorski í þúsund tonn af frjóum laxi.

Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á breyttu leyfi Ís 47 ehf. til sjókvíaeldis í Önundarfirði sem felur í sér heimild til eldis á þúsund tonnum af frjóum laxi, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Matvælastofnunar.

Arctic Fish lagðist gegn breytingunni og sagði hana hvorki í samræmi við lög eða vilja löggjafans, auk þess sem það stangist á við strandsvæðiskipulag Vestfjarða.

Áður hafði ÍS 47 ehf. haft leyfi til eldis á þúsund tonnum af þorski og regnbogasilungi í Önundarfirði en sóttist var eftir því að breyta tegundinni sem leyfið nær til. Einnig var óskað eftir því að færa eitt af tveimur eldissvæðum frá Ingjaldssandi yfir á Hundsá, áfram yrðu þá tvö eldissvæði í leyfinu.

Fjölmargar athugasemdir

Arctic Fish gerði fleiri athugasemdir vegna tillögu Matvælastofnunar að breyttu leyfi og sagði meðal annars breytinguna ekki í samræmi við vilja löggjafans að ekki kæmi til frekari úthlutunar á frjóum laxi nema að undangengnu útboði. Taldi Arctic Fish slíka heimild skapa fordæmisgildi fyrir aðra rekstrarleyfishafa í öðrum tegundum en í laxi til að breyta um tegund yfir í lax og komast þannig hjá fyrirhuguðu útboði.

Jafnframt taldi Arctic Fish að tillaga að breyttu rekstrarleyfi ÍS 47 væri í ósamræmi við gildandi leyfi sín til eldis í Önundarfirði. Var vísað til þess að ekki liggi fyrir kærumál í tengslum við neitun Matvælastofnunar um endurnýjun á leyfi Arctic Fish í firðinum.

Einnig voru gerðar athugasemdir við staðsetningu eldissvæða ÍS 47 og vísað til nálægðar við svæði Arctic Fish, auk þess sem eldissvæðið að Hundsá sé að einhverju leiti utan tilgreinds reits í strandsvæðiskipulagi.

Brugðist við athugasemdum

Matvælastofnun segir í greinargerð sinni að í ákvæðum laga sem Arctic Fish vísaði til sé átt við lífmassa en ekki tegundir. „Með breytingu á leyfi ÍS 47 ehf. felst ekki aukning á lífmassa heldur eingöngu tegundabreyting. Einnig er um að ræða tilfærslu svæðis en ekki fjölgun svæða.“

Með vísun til þess máls er snýr að neitun um endurnýjun á leyfi Arctic Fish bendir stofnunin á að leyfi félagsins náði til svæðis sem er ekki skilgreint í strandsvæðisskipulagi Vestfjarða.

„Stofnuninni ber að fara eftir gildandi strandsvæðiskipulagi við útgáfu rekstrarleyfa og því ekki hægt að horfa til athugasemda ASF (Arctic Fish) þar sem ekki liggur fyrir hvort strandsvæðaskipulagi breytist og hvenær það yrði komi til þess. Jafnframt bendir Matvælastofnun á að umrætt svæði er ekki inn á strandsvæðisskipulagi Vestfjarða en staðsetning þess er líklega inn á reit LV10 þar sem fjarskiptastrengur liggur. Matvælastofnun bendir á að stofnuninni ber að fara eftir málshraðareglu stjórnsýslulaga og því er stofnunni ekki stætt á að bíða með leyfisveitingu þar til kærufrestir og niðurstöður í máli ASF liggur fyrir.“

Þá kveðst Matvælastofnun hafa „í samráði við rekstraraðila breytt umræddum hnitum þannig að þau falli innan strandsvæðisskipulags fyrir reitinn SN22 fyrir svæðið að Hundsá. Hvað varðar hnit svæðisins að Valþjófsdal þá var einungis um smá hnikun á einum punkt frá eldra leyfi. Hnit úr eldra leyfi fyrir eldissvæðið Valþjófsdal eru látinn gilda þar fyrir reitinn SN21. Eitt hnit á því eldissvæði hafði breyst frá eldra leyfi og fór þannig í auglýsingu tillögu, en hefur nú verið lagfært til samræmis við eldra leyfi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »