„Ég verð nú að viðurkenna það að það eru engir jákvæðir punktar þarna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Hann málar upp dökka mynd af afleiðingum breytinga á veiðigjöldum fari svo að þær verði samþykktar.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kynntu breytingarnar í dag en í þeim felst breyting á skráðu aflaverðmæti fyrir bæði botnfisk og uppsjávarfisk.
Í samtali við mbl.is segist Sigurður hafa haft áhyggjur af því að ríkisstjórnin skilji ekki orðið „verðmætasköpun“ og að það hafi kristallast í dag.
Nefnir hann einnig loforð fyrir kosningar um að skoða ætti tvöföldun veiðigjalda á tíu árum, en nú sé það að raungerast á nokkrum vikum.
Þá séu afleiðingarnar fyrirséðar:
„Fjárfestingum í fiskvinnslu á Íslandi er lokið, fiskvinnsla mun flytjast úr landi, óunninn fiskur mun flytjast úr landi, verðmætasköpun flyst úr landi, útflutningstekjurnar lækka, krónan gefur eftir, verðbólgan heldur áfram, atvinnuleysi eykst og landsbyggðin blæðir,“ segir formaðurinn og nefnir að ofan á tvöföldun veiðigjalda standi einnig til að hækka kolefnisgjald um nokkra milljarða á sömu atvinnugrein í þokkabót.
Segir Sigurður að stærri fyrirtækin muni hugsanlega geta staðið undir breytingunum en að minni fyrirtækin muni gefast upp og flytja út.
„Ég vænti þess að þessar tillögur fari í almenna umræðu og ég vona að þau sjái hreinlega að sér.“
„Þessi mynd sem ég var að teikna upp, hún er upphafið að þessu og hún gerist auðvitað ekki í einni hendingu en þetta gerist á næstu árum.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 25.3.25 | 573,75 kr/kg |
Þorskur, slægður | 25.3.25 | 690,32 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 25.3.25 | 323,88 kr/kg |
Ýsa, slægð | 25.3.25 | 225,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 25.3.25 | 214,59 kr/kg |
Ufsi, slægður | 25.3.25 | 245,78 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 25.3.25 | 299,26 kr/kg |
26.3.25 Dagur ÞH 110 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 7.514 kg |
Steinbítur | 373 kg |
Ýsa | 55 kg |
Ufsi | 27 kg |
Samtals | 7.969 kg |
26.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt | |
---|---|
Steinbítur | 4.658 kg |
Þorskur | 3.266 kg |
Skarkoli | 3 kg |
Samtals | 7.927 kg |
26.3.25 Elfa HU 191 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 528 kg |
Þorskur | 36 kg |
Rauðmagi | 12 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 579 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 25.3.25 | 573,75 kr/kg |
Þorskur, slægður | 25.3.25 | 690,32 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 25.3.25 | 323,88 kr/kg |
Ýsa, slægð | 25.3.25 | 225,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 25.3.25 | 214,59 kr/kg |
Ufsi, slægður | 25.3.25 | 245,78 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 25.3.25 | 299,26 kr/kg |
26.3.25 Dagur ÞH 110 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 7.514 kg |
Steinbítur | 373 kg |
Ýsa | 55 kg |
Ufsi | 27 kg |
Samtals | 7.969 kg |
26.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt | |
---|---|
Steinbítur | 4.658 kg |
Þorskur | 3.266 kg |
Skarkoli | 3 kg |
Samtals | 7.927 kg |
26.3.25 Elfa HU 191 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 528 kg |
Þorskur | 36 kg |
Rauðmagi | 12 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 579 kg |