Fyrsta marsralli Þórunnar lokið

Rannsóknafólk Hafrannsóknastofnunar um borð í Þórunni Þórðardóttur en alls tóku …
Rannsóknafólk Hafrannsóknastofnunar um borð í Þórunni Þórðardóttur en alls tóku 32 rannsóknamenn og um 70 áhafnarmeðlimir á fjórum skipum þátt í marsralli ársins. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Þórunn Þórðardóttir HF 300, nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, lauk síðun fyrsta rannsóknarleiðangri síðastliðinn sunnudag er hún kom til hafnar í Hafnarfirði. Með því lauk svokölluðu marsralli sem er stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum.

Auk Þórunni tóku þátt rnnaóknarskipið Árni Friðriksson og togararnir Breki og Þórunn Sveinsdóttir. Í skipunum fjórum voru 32 rannsóknarmenn og um 70 áhafnarmeðlimir. Togað var á 580 stöðvum umhverfis landið á 20 til 500 metra dýpi, að því er fram kemur í færslu á vef Hafrannsóknastofnunar.

Fram kemur að Þórunn Þórðardóttir tók stöðvar út af Vestfjörðum og fyrir norðan land. „Það fór vel um alla í leiðangrinum en aðstaða um borð er góð. Rými til mælinga, bæði á millidekkinu og í rannsóknastofu, er gott og hentaði mjög vel fyrir mælingarnar sem fóru fram.“

Þá segir að verkefnið sé „mjög viðfangsmikið og eitt af stærstu verkefnum Hafrannsóknastofnunar. Gögnum sem safnað er gegna lykilhlutverki í stofnmati og veiðiráðgjöf fyrir flestar íslenskar botnfisktegundir. Gögnin eru einnig mikilvæg fyrir ýmiskonar vistfræðirannsóknir. Í verkefninu er gögnum safnað um fiska sem flokkast ekki sem nytjategundir og eru þau notuð til að skoða breytingar í tegundafjölbreytileika, m.a. með tilliti til breytinga í hitastigi sjávar,“ segir í færslunni.

Þórunn Þórðardóttir HF er sögð hafa reyns vel í fyrsta …
Þórunn Þórðardóttir HF er sögð hafa reyns vel í fyrsta leiðangri sínum. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Greint er frá því að rýnt hefur verið í innihald maga þorsks í fjöldamörg ár til að leggja mat á breytileika í fæðu eftir svæðum og árum og var það einnig gert að þessu sinni.

„Í leiðangrinum er einnig safnað sýnum vegna ýmissa annara rannsókna, t.d. á mengunarefnum í sjávarfangi og mat lagt á magn rusls á sjávarbotni. Auk þess var botndýrum sem fást sem meðafli safnað á nokkrum stöðvum um borð í Þórunni Þórðardóttur til að fylgjast með lífmassa, fjölbreytileika og útbreiðslu botndýra við Ísland.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 5.361 kg
Ýsa 688 kg
Langa 178 kg
Ufsi 26 kg
Keila 22 kg
Samtals 6.275 kg
29.3.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 672 kg
Samtals 672 kg
29.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 2.523 kg
Ýsa 138 kg
Skarkoli 122 kg
Þorskur 21 kg
Samtals 2.804 kg
28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 5.361 kg
Ýsa 688 kg
Langa 178 kg
Ufsi 26 kg
Keila 22 kg
Samtals 6.275 kg
29.3.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 672 kg
Samtals 672 kg
29.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 2.523 kg
Ýsa 138 kg
Skarkoli 122 kg
Þorskur 21 kg
Samtals 2.804 kg
28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg

Skoða allar landanir »

Loka