„Gæti orðið gríðarlegt högg fyrir okkur“

Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, óttast afleiðingar hækkun veiðigjalds á …
Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, óttast afleiðingar hækkun veiðigjalds á atvinnutækifærin í sveitarfélaginu.

„Þetta var í rauninni það sem maður óttaðist miðað við það sem búið var að boða,“ segir Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps í samtali við 200 mílur inntur álits á boðuðum breytingum á veiðigjaldi.

Ríkisstjórnin kynnti í gær frumvarpsdrög sem gera ráð fyrir að veiðigjald á þorsk og ýsu miðist aðeins við aflaverðmæti á fiskmörkuðum og að veiðigjald á norsk-íslenska síld, kolmunna og makríl – svokallaðar uppsjávartegundir – taki mið af verði á mörkuðum í Noregi. Þannig verði gjaldið reiknað á grundvelli mun hærra verðs en gerist í innri viðskiptum útgerða sem einnig reka vinnslu.

Gagnrýnendur hafa bent á að hærri kostnaður við hráefnið leiði fyrst og fremst til þess að vinnsla verði ekki samkeppnishæf.

 „Við erum mjög háð uppsjávarveiðum hér á Vopnafirði, þetta er um 90% uppsjávarafli,“ útskýrir Valdimar og lýsir verulegum áhyggjum af málinu. „Ef það er minnkandi kvóti og auknar álögur þá er voðinn vís og þá þýðir það aukin hagræðing og þar af leiðandi færri störf.“

Íbúafjöldi Vopnafjarðar var 650 manns 1. janúar 2024. Sveitarfélagið var hins vegar þriðja stærsta löndunarhöfn landsins árið 2023 en lönduðum afla hefur minnkað í takti við loðnubrest síðustu ára. Á síðasta ári var landað tæplega 89 þúsund tonnum, þar af voru tæp 18 þúsund tonn síld, 54 þúsund tonn kolmunni og rúm 15 þúsund tonn makríll.

Mikilvæg tekjulind

Valdimar segir sjávarútveginn ótvírætt stærsta vinnuveitandan á svæðinu og að loðnubresturinn á síðasta ári hafi leitt til þess að sveitarfélagið varð af um hundrað milljónum króna í tekjur, sveitarfélaginu er samt sem áður gert að tryggja íbúum þjónustu.

„Þetta eru tekjur bæði í formi hafnargjalda og útsvar þeirra sem í greininni starfa. Við á Vopnafirði erum kannski sérstaklega háð þessu því hér er engin bolfiskvinnsla, þó það sé veitt hér er sá afli unninn annar staðar. Þetta gæti orðið gríðarlegt högg fyrir okkur,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 5.361 kg
Ýsa 688 kg
Langa 178 kg
Ufsi 26 kg
Keila 22 kg
Samtals 6.275 kg
29.3.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 672 kg
Samtals 672 kg
29.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 2.523 kg
Ýsa 138 kg
Skarkoli 122 kg
Þorskur 21 kg
Samtals 2.804 kg
28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 5.361 kg
Ýsa 688 kg
Langa 178 kg
Ufsi 26 kg
Keila 22 kg
Samtals 6.275 kg
29.3.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 672 kg
Samtals 672 kg
29.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 2.523 kg
Ýsa 138 kg
Skarkoli 122 kg
Þorskur 21 kg
Samtals 2.804 kg
28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg

Skoða allar landanir »

Loka