Efast ekki um 48 daga til strandveiða

Kjartan Páll Sveinsson kveðst ekki í vafa um fyrirheit ríkisstjórnar.
Kjartan Páll Sveinsson kveðst ekki í vafa um fyrirheit ríkisstjórnar. Morgunblaðið/Eggert

Það styttist óðum í að strandveiðar hefjist, en upphafsdagur verður líklega 5. maí. Ríkisstjórnin hefur heitið því að tryggja öllum strandveiðibátum 48 veiðidaga, það er að segja 12 veiðidaga í hverjum mánuði maí til og með ágúst. Til þess er þörf á meiri veiðiheimildum en veiðunum hefur verið ráðstafað undanfarin ár og hefur hingað til ekki verið sýnt fram á hvernig staðið verður við þessi fyrirheit, en Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur greint frá því að lagafrumvarp um strandveiðar verði ekki afgreitt í tæka tíð til að breyta tilhögun veiða sumarsins.

„Þau hafa sagt að það verði 48 dagar í sumar. Ég hef ekki séð nákvæmlega hvernig það verður gert, en ég hef enga ástæðu til annars en að trúa að þau standi við það,“ segir Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, inntur álits á því hvernig hann sjái fyrir sér að ríkisstjórnin geti staðið við loforðið.

„Það er líka klókt að hafa umsóknarfrest svo þau geti haft vaðið fyrir neðan sig,“ segir hann og vísar til þess að reglugerðardrög sem birt voru fyrr í mánuðinum kveða á um að frestur til að sækja um strandveiðileyfi verði 15. apríl ár hvert.

„Við stungum upp á því við ráðuneytið að skella september inn í strandveiðivertíðina. Það mun hafa þau áhrif að jafna hlut C-svæðisins – það hefur hallað mest á þetta svæði á Norðausturlandi og Austurlandi. Það myndi hafa þau áhrif að hluti aflans kæmi inn á nýju fiskveiðiári og þannig væri hægt að kaupa sér ákveðinn tíma til að fara ekki fram úr heimildum og ég held að fólk fyrir austan væri miklu frekar til í að veiða í september en í maí,“ segir Kjartan.

Nánar má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »