Horfa verður til stærða útgerða

Í svari sínu sagði Daði fyrirspurn Þórarins ágæta og málefnalega. …
Í svari sínu sagði Daði fyrirspurn Þórarins ágæta og málefnalega. Þá sagði hann gert ráð fyrir breytingum á svokölluðu frítekjumarki í frumvarpinu, sem sé til þess að hlífa nákvæmlega þeim fyrirtækjum sem Þórarinn vék að í sínu máli, þ.e. litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór

Það gengur ekki að horfa bara á stærstu útgerðir landsins þegar verið er að tala um arðinn af sjávarauðlindinni. Mögulega má ná fram fjármunum í ríkiskassann úr sjávarútvegi en það verður að gerast á grundvelli traustra greininga og ábyrgra ákvarðana. Sveitarfélög sem byggja allt sitt á afkomu sjávarútvegs hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðunni.

Þetta sagði Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og beindi fyrirspurn sinni að Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra.

„Hvaða áhrif munu þessar breytingar hafa, ekki aðeins á rekstur útgerða heldur einnig á byggðir landsins, verðmætasköpun í greininni, tekjur þjóðarbúsins og rekstur sveitarfélaga?“ sagði Þórarinn.

„Hefur þessi greining farið fram? Hvaða áhrif hefur þetta á sveitarfélögin? Hvaða áhrif hefur þetta á byggðarlög landsins o.s.frv.? Hvaða áhrif hefur þetta á smærri útgerðir? Formaður smærri útgerða hefur lýst áhyggjum sínum af þessu. Það þýðir ekki bara að horfa á stærstu útgerðir landsins þegar verið er að tala um arðinn af sjávarauðlindinni. Við verðum að horfa á þetta í heild sinni og smærri útgerðir hafa lýst yfir miklum áhyggjum þar sem allt er undir. Það er vinnsla í landi og það eru sveitarfélögin sem byggja sína afkomu á því að fiskur sé dreginn upp og að það sé arður af því sem verið er að gera.“

Áhrif á þessa aðila séu dempuð

Í svari sínu sagði Daði fyrirspurn Þórarins ágæta og málefnalega. Þá sagði hann gert ráð fyrir breytingum á svokölluðu frítekjumarki í frumvarpinu, sem sé til þess að hlífa nákvæmlega þeim fyrirtækjum sem Þórarinn vék að í sínu máli, þ.e. litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

„Þetta er gert bæði með hækkun og þrepaskiptingu frítekjumarksins sem hefur það að markmiði að áhrif á þessa aðila séu dempuð.“

Í seinni fyrirspurn sinni tók Þórarinn undir að í drögum að frumvarpinu kæmi fram að allt að 20 milljónum sé þessi afsláttur veittur.

„En það er nú einu sinni þannig að þær útgerðir sem við erum að tala um í þessu samhengi eru á gríðarlega breiðu bili, þegar við tölum um smærri útgerðir. Fjöldinn allur af smáum útgerðum er ekki innan þessa ramma sem verið er að tala um. Þannig að það þarf að fara fram enn frekari greining á því hvaða áhrif þetta hefur á þessi byggðarlög.

Það hefur verið í umræðunni varðandi það sem er að gerast í Noregi og miðað við verð á norskum markaði, þá vil ég beina því til hæstv. ráðherra að norskar útgerðir búa bara við allt annan veruleika heldur en íslensku útgerðirnar. Norskar útgerðir eru styrktar af norska ríkinu á margvíslegan hátt. Þannig að það þýðir ekki að miða bara hér eingöngu við norskt uppsjávarverð,“ sagði Þórarinn.

Markmiðið er að taka tillit til smærri útgerða

Í seinna svari sínu við fyrirspurn Þórarins sagðist Daði ekki vera viss til hvers Þórarinn væri að vísa varðandi verðmyndun á fiski í Noregi og á Íslandi, þær sýni að þar sem markaðir eru á báðum stöðum er verðið hið sama.

„Frítekjumörk virka þannig að afslátturinn teygir sig eitthvað ákveðið upp eftir stærð fyrirtækjanna en hefur auðvitað áhrif á greiðslur fyrirtækjanna miklu mun hærra upp eftir dreifingunni, raunar alla leið, af því að þetta er réttur sem allir njóta. Þannig að markmiðið er einmitt að taka tillit til nákvæmlega þeirra fyrirtækja sem hv. þingmaður vék að.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »