Fjórðungur af hlutafé í stærstu útgerðarfélögum landsins er í eigu lífeyrissjóða og er samanlagt markaðsvirði þessara bréfa um 97 milljarðar króna. Stærsti hlutur lífeyrissjóða er í Brimi hf. þar sem átta lífeyrissjóðir fara samanlagt með 37,43% af hlutafé félagsins.
Ríkisstjórnin sagði í vikunni við kynningu á frumvarpi er snerist um tvöföldun veiðigjalda að markmiðið væri fyrst og fremst að innheimta aukninguna af stærri og fjársterkum útgerðum. Sex samstæður greiddu um helming innheimtra veiðigjalda á síðasta ári og má því ætla að þunginn af fyrirhugaðri hækkun leggist á þessar sömu samstæður.
„Mér finnst þetta óskynsamleg ákvörðun hjá ríkisstjórninni. Það vantar samtal við greinina og greiningu á afleiðingunum fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og landsbyggðina,“ segir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims í samtali við Morgunblaðið.
Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að miða veiðigjald uppsjávartegunda við verð á uppboðsmörkuðum í Noregi sæta sérstakri gagnrýni. Þar í landi er stór hluti afla fluttur óunninn úr landi, þar sem landvinnsla er ekki samkeppnishæf vegna launakostnaðar, en hráefniskostnaður hár.
Í Noregi nýtur sjávarútvegur verulegra ríkisstyrkja, en skilið er á milli veiða og vinnslu, sem aftur hefur mikil áhrif á markaðsverð hráefnis. Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum mun sá norski veruleiki hafa bein áhrif á veiðigjöld á Íslandi.
Þegar auðlindagjöld á fiskeldi voru til umræðu í Noregi var því velt upp hvort innleiða ætti auðlindagjald á fiskveiðar. Mat norska ríkisstjórnin það svo að heildarauðlindarenta í norskum sjávarútvegi væri sex milljarðar norskra króna, jafnvirði um 75 milljarða íslenskra króna.
„Að loknu heildarmati hefur ríkisstjórnin ákveðið að skattleggja ekki auðlindarentu í sjávarútvegi sérstaklega. Ástæða þess er að auðlindarentan skilar sér til sjávarbyggða með umsvifum reksturs og atvinnu,“ sagði í hvítbók norskra stjórnvalda 2023.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 30.3.25 | 536,76 kr/kg |
Þorskur, slægður | 30.3.25 | 621,48 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 30.3.25 | 341,11 kr/kg |
Ýsa, slægð | 30.3.25 | 265,50 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 30.3.25 | 170,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 30.3.25 | 234,10 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 30.3.25 | 254,95 kr/kg |
29.3.25 Huld SH 76 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 1.026 kg |
Samtals | 1.026 kg |
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.277 kg |
Langa | 1.098 kg |
Keila | 252 kg |
Karfi | 214 kg |
Ufsi | 155 kg |
Þorskur | 16 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Hlýri | 10 kg |
Samtals | 5.037 kg |
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.957 kg |
Ýsa | 2.035 kg |
Langa | 362 kg |
Steinbítur | 24 kg |
Keila | 24 kg |
Ufsi | 15 kg |
Karfi | 8 kg |
Samtals | 7.425 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 30.3.25 | 536,76 kr/kg |
Þorskur, slægður | 30.3.25 | 621,48 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 30.3.25 | 341,11 kr/kg |
Ýsa, slægð | 30.3.25 | 265,50 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 30.3.25 | 170,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 30.3.25 | 234,10 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 30.3.25 | 254,95 kr/kg |
29.3.25 Huld SH 76 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 1.026 kg |
Samtals | 1.026 kg |
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.277 kg |
Langa | 1.098 kg |
Keila | 252 kg |
Karfi | 214 kg |
Ufsi | 155 kg |
Þorskur | 16 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Hlýri | 10 kg |
Samtals | 5.037 kg |
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.957 kg |
Ýsa | 2.035 kg |
Langa | 362 kg |
Steinbítur | 24 kg |
Keila | 24 kg |
Ufsi | 15 kg |
Karfi | 8 kg |
Samtals | 7.425 kg |