„Þetta blasir bókstaflega hræðilega við okkur“

Örvar segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt við samtökin áður …
Örvar segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt við samtökin áður en áformin voru kynnt. Samsett mynd/Alfons/Anton

Hækkun veiðigjalda mun hafa slæm áhrif á smærri útgerðir í landinu og verða til þess að fólk á landsbyggðinni missi vinnuna. Þar að auki mun þetta stuðla að frekari samþjöppun í sjávarútveginum.

Þetta segir Örvar Marteinsson, formaður Samtaka smærri útgerða, í samtali við mbl.is.

„Þetta blasir bókstaflega hræðilega við okkur,“ segir Örvar

Rík­is­stjórn­in kynnti á þriðju­dag hug­mynd­ir um tvö­föld­un auðlinda­gjalds í sjáv­ar­út­vegi.

Samþjöppun og atvinnumissir sjómanna

Útgerðir í Samtökum smærri útgerða eru fyrst og fremst í krókaaflamarkinu og eru línubátar. Að mestu er veidd ýsa og þorskur.

Auðlindagjald á ýsu á að hækka um 25% og yfir 60% á þorski.

„Ég held að þetta komi til með að leggjast mjög þungt á þær útgerðir sem eru innan okkar samtaka, sérstaklega af því að svigrúm til hagræðingar er ekkert hjá okkur,“ segir hann.

Í krókaaflamarkinu má einungis róa með línu og handfæri, en samtökin hafa barist fyrir meira frelsi í þessum efnum til þess að geta hagrætt í rekstri. Örvar segir að línuútgerð sé afskaplega dýr í rekstri.

„Miðað við það að við getum ekki hagrætt á nokkurn hátt þá held ég að afleiðingarnar hljóti að verða fækkun útgerða, sem þýðir náttúrulega bara aukin samþjöppun og atvinnumissir sjómanna á bátunum,“ segir hann.

Ekkert samráð

Örvar segir að útgerðirnar í samtökunum séu aðeins á landsbyggðinni og því megi segja að hækkunin muni bitna verst á landsbyggðinni.

Var eitthvað samráð við ykkur áður en þessi áform voru kynnt?

„Nei. Það er ósköp. Það var ekkert samráð,“ segir hann.

Hann segir að smærri útgerðir hefðu verið til í að kynna fyrir stjórnvöldum áhrifin af breytingunum fyrir útgerðir í krókaaflamarkinu.

„Ef við ætlum að halda okkur við þá stefnu að það eigi að vera störf við útgerð í landinu og að of mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé neikvæð, þá hefðum við viljað segja þeim að þetta getur bara endað á þann veg að það verður aukin samþjöppun. Ekki síst hjá okkur af því að bátarnir geta ekki hagrætt. Þetta geti ekki farið á önnur veiðarfæri þar sem það er ódýrara og þvíumlíkt.“

Örvar segir að hækkunin muni valda samþjöppun í sjávarútvegi.
Örvar segir að hækkunin muni valda samþjöppun í sjávarútvegi. mbl.is/Alfons

„Það á ekki að vera neitt leyndarmál“

Örvar segir að þessar breytingar muni hafa áhrif hjá öllum sjávarútvegsfyrirtækjum en að áhrifin muni fyrst sjást hjá þeim sem eru í krókaaflamarkinu. Segir hann að þetta muni þó einnig hafa áhrif hjá útgerðum sem eru í aflamarkinu. 

„Þetta hlýtur að flýta fyrir því að menn leggi upp laupana,“ segir hann og bætir við:

„Daði Már á nú að vita þetta og það stendur meira að segja í skýrslunni frá Auðlindinni okkar, þar er skýrt tekið fram að allar rannsóknir sýni fram á það að aukin gjaldtaka í sjávarútvegi flýti fyrir samþjöppun. Það á ekki að vera neitt leyndarmál og það á að vera gjörsamlega augljóst,“ segir Örvar.

Spurður hvort að það sé slæmt að það verði samþjöppun í sjávarútvegi segir hann að það muni leiða til þess að menn missi vinnuna og að það muni bitna á sjávarþorpum út á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »