Stórfellt gáleysi leiddi til sviptingar

Rækjuvinnslan Kampi ehf. hefur verið svipt endurvigtunarleyfi.
Rækjuvinnslan Kampi ehf. hefur verið svipt endurvigtunarleyfi. Ljósmynd/Kampi

Kampi ehf. á Ísafirði hefur verið svipt endurvigtunarleyfi frá og með 30. apríl næstkomandi vegna þess sem Fiskistofa segir stórfellt gáleysi. Snýst málið um að ekki hafi verið löggiltur vigtunarmaður viðstaddur vigtun afla 28. Ágúst 2024.

Fyrirtækinu verður ekki heimilt að öðlast endurvigtunarleyfi á ný fyrr en átta vikum eftir sviptingu.

Fiskistofa segir í ákvörðun sinni um sviptinguna að athæfið varði bæðireglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla og lögum um umgengni um nytjastofna sjávar.

Vigtunarmaðurinn erlendis

Í málsgögnum kemur fram að 28. ágúst 2024 hafi staðið til að endurvigta rækjuafla Vestra BA-63 hjá Kampa ehf. En fiskiskipið hafði landað rækjunni daginn áður. Var eftirlitsmaður á vegum Fiskistofu viðstaddur í tengslum við hefðbundið eftirlit með vigtun.

Eftirlitsmaður stofnunarinnar mætti korter fyrir átta að morgni og var vigtun rækjunnar þegar hafin og búið að afísa sex kör af níu.

Fram kemur að einn löggiltur vigtarmaður sé skráður á endurvigtunarleyfi Kampa ehf. en er eftirlitsmaður Fiskistofu hafi verið við eftirlit hafi annar framkvæmt vigtunina. Óskaði þá eftirlitsmaður upplýsinga um hvar væri að finna löggilta vigtunarmanninn og var greint frá því að hann væri staddur erlendis.

Enginn löggiltur vigtarmaður var því á staðnum og hafi því vigtun verið umsvifalaust stöðvuð. Löggiltur vigtarmaður hjá höfninni var síðan fenginn til að framkvæma vigtunina.

Vestri BA-63 er 40 metra togari.
Vestri BA-63 er 40 metra togari.

Óumdeilt að skorti löggildingu

Kampi greinir frá því í athugasemdum sínum við málið að vinnuferlar fyrirtækisins vegna fjarveru hafi ekki virkað sem skyldi. Þeim hafi frá atvikinu verið breytt þannig að sambærilegt atvik komi ekki fyrir á ný. Jafnframt hafi vigtarmaðurinn sem ekki var með tilskilin leyfi verið sendur á námskeið til löggildingar.

„Óumdeilt er að vigtun á afla úr fiskiskipinu Vestri BA-63 þann 28. ágúst 2024, var framkvæmd af starfsmanni Kampa ehf. sem ekki var löggiltur vigtarmaður. Þá hefur einnig komið fram að aðeins einn löggiltur vigtarmaður starfaði hjá Kampa efh. og sá aðili hafi verið erlendis þann dag sem vigtunin fór fram,“ segir í rökstuðningi Fiskistofu.

Fiskistofa segir einnig óljóst hverjir verkferlarnir hafi verið sem Kampi vísar til í athugasemdum sínu, en „þó svo að verkferlar hafi brugðist hefði átt að vera skýrt fyrir vigtunarleyfishafa að vigta aldrei afla án löggilds vigtarmanns. Það er eitt af megin skilyrðum þess að aðilar fái endurvigtunarleyfi.“

Þá segir að þar sem brotið sé staðfest er stofnuninni skylt samkvæmt lögum að afturkalla vigtunarleyfið. Þá sé einnig kveðið á um í lögum að slíkt leyfi geti ekki fengist á ný fyrr en eftir átta vikur frá leyfissviptingu.

„Fiskistofa telur að málsaðili hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi með því að tryggja ekki að löggiltur vigtarmaður væri til staðar þegar afli fiskiskipinu Vestri BA-63 var færður í hús til endurvigtunar og vinnslu,“ segir í ákvörðun Fiskistofu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 6.787 kg
Ýsa 1.300 kg
Langa 554 kg
Keila 85 kg
Steinbítur 24 kg
Skötuselur 18 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 8.784 kg
30.3.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 6.886 kg
Ýsa 2.198 kg
Langa 138 kg
Steinbítur 38 kg
Keila 16 kg
Samtals 9.276 kg
30.3.25 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 9.975 kg
Ufsi 9.945 kg
Ýsa 1.000 kg
Samtals 20.920 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 6.787 kg
Ýsa 1.300 kg
Langa 554 kg
Keila 85 kg
Steinbítur 24 kg
Skötuselur 18 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 8.784 kg
30.3.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 6.886 kg
Ýsa 2.198 kg
Langa 138 kg
Steinbítur 38 kg
Keila 16 kg
Samtals 9.276 kg
30.3.25 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 9.975 kg
Ufsi 9.945 kg
Ýsa 1.000 kg
Samtals 20.920 kg

Skoða allar landanir »