Þyngir róður fjölskylduútgerða

Mikil hækkun veiðigjalda mun hafa áhrif á afkomu rótgróinna fjölskylduútgerða …
Mikil hækkun veiðigjalda mun hafa áhrif á afkomu rótgróinna fjölskylduútgerða víða um landið. mbl.is/Gunnlaugur

„Það er alltaf verið að horfa á þessi sex stóru félög en við erum bara alls ekki í sömu aðstæðum og þau,“ segir Halldór Kristinsson, framkvæmdastjóri Kristins J. Friðþjófssonar ehf., um þau áform ríkisstjórnarinnar að hækka veiðigjöld til muna.

Hann segir ljóst að fólk átti sig ekki á því hvaða hlutverki allar smærri útgerðir gegna í nærsamfélagi sínu og bendir á að útgerðir hafi stutt við fjármögnun nýs björgunarskips, æskulýðs- og íþróttastarf og fleira. „Það eru ákveðin samfélagsverkefni sem við þurfum að standa á bak við og það verður mjög erfitt, ég hef áhyggjur af því að þetta hverfi. Þetta er bara landsbyggðarskattur.“

Í greinargerð frumvarps ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda kemur fram að með fyrirhuguðum breytingum yrði veiðigjald yfirstandandi árs 45,59 krónur á kíló fyrir þorsk sem er 59% hærra gjald en tilkynnt var um síðastliðin áramót. Í tilfelli ýsu yrði gjaldið 24,9 krónur á kíló og er það tæplega 24% aukning frá því sem nú er.

„Það virðist ekkert vera sem megi lifa nema einhverjir krókabátar og stórútgerð, leynt og ljóst er verið að þurrka út þessa millistærðarbáta og dragnótabáta. Þetta er ekki flóknara en það,“ segir Guðlaugur Óli Þorláksson sem gerir út dragnótabátinn Hafborgu EA frá Grímsey.

„Það er ekki nóg að það sé stanslaus niðurskurður á aflaheimildum heldur er líka aukning í allskonar álögum hvert sem er litið hvort sem það er aðkeypt þjónusta, sala á fiskmörkuðum, hafnargjöld, kolefnisgjald eða hvað sem þetta allt heitir,“ segir hann.

Rætt var um áform ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær.

Arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði eru mun minni í sjávarútvegi en í öðrum atvinnugreinum, að sögn Birtu Karenar Tryggvadóttur, hagfræðings Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún segir að greinin hafi nýtt góð ár til að niðurgreiða skuldir og fjárfesta í bættum tækjabúnaði, nýjum og hagkvæmari skipum o.fl.

„Rekstri í sjávarútvegi fylgir töluverð óvissa og því þurfa fyrirtækin að hafa svigrúm til að bregðast við,“ segir Birta.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 6.787 kg
Ýsa 1.300 kg
Langa 554 kg
Keila 85 kg
Steinbítur 24 kg
Skötuselur 18 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 8.784 kg
30.3.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 6.886 kg
Ýsa 2.198 kg
Langa 138 kg
Steinbítur 38 kg
Keila 16 kg
Samtals 9.276 kg
30.3.25 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 9.975 kg
Ufsi 9.945 kg
Ýsa 1.000 kg
Samtals 20.920 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 6.787 kg
Ýsa 1.300 kg
Langa 554 kg
Keila 85 kg
Steinbítur 24 kg
Skötuselur 18 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 8.784 kg
30.3.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 6.886 kg
Ýsa 2.198 kg
Langa 138 kg
Steinbítur 38 kg
Keila 16 kg
Samtals 9.276 kg
30.3.25 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 9.975 kg
Ufsi 9.945 kg
Ýsa 1.000 kg
Samtals 20.920 kg

Skoða allar landanir »