Vestlendinga uggir vegna veiðigjalda

Þrjú fjölmennustu sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru verulega háð sjávarútvegi.
Þrjú fjölmennustu sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru verulega háð sjávarútvegi. mbl.is/Þorgeir

Samkvæmt samantekt Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi er líklegt að breyttir útreikningar vegna veiðigjalda muni hafa töluverð áhrif á stærstu sveitarfélögin innan vébanda þeirra.

Þrjú fjölmennustu sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru verulega háð sjávarútvegi, en miðað við liðið ár byggist helmingur af útsvarsgrunni Snæfellsbæjar á þeirri atvinnugrein, nær 40% í Grundarfjarðarbæ og 15% í Stykkishólmi. Vægið er svipað þegar horft er til lengra tímabils.

Vegna fyrirhugaðra breytinga, sem geta haft þau áhrif að vinnsla verði óhagkvæmari, er athyglisvert að Grundarfjörður er háðari vinnslu en Snæfellsbær, á meðan veiðarnar vigta þyngra í Snæfellsbæ. Sjávarútvegur reyndist hafa mest vægi í Kaldrananeshreppi og Snæfellsbæ á öllu landinu þegar vægi veiða og vinnslu var lagt saman.

Samtökin fengu Vífil Karlsson hagfræðiprófessor til þess að taka þetta saman úr gögnum Hagstofu, en horft var til sjávarbyggða á landinu öllu. Hlutfall útsvarstekna frá fiskveiðum og fiskvinnslu er mjög mismunandi eftir byggðarlögum, eins og sjá má hér til hliðar og á vart að koma á óvart.

Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, vakti athygli á þessum tölum í gær og sérstaklega því að í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu væri hlutfallið aðeins 1-2%.

„En auðvitað fráleitt að kalla gjaldið landsbyggðarskatt!“

Þröstur hvatti til þess að menn tækju sér tíma í umræðu um þetta veigamikla hagsmunamál, en eins að hún yrði fremur byggð á gögnum en pólitískri æsingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.672 kg
Þorskur 448 kg
Samtals 3.120 kg
1.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.340 kg
Ýsa 420 kg
Þorskur 343 kg
Skarkoli 165 kg
Grásleppa 71 kg
Sandkoli 67 kg
Samtals 6.406 kg
1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.672 kg
Þorskur 448 kg
Samtals 3.120 kg
1.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.340 kg
Ýsa 420 kg
Þorskur 343 kg
Skarkoli 165 kg
Grásleppa 71 kg
Sandkoli 67 kg
Samtals 6.406 kg
1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg

Skoða allar landanir »

Loka