„Aðför að undirstöðuatvinnugrein“

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verði frumvarp Hönnu Katrínar Friðrikssonar atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalds að lögum mun virkur tekjuskattur fyrirtækja sem stunda fiskveiðar verða 76%. Virkur tekjuskattur þeirra í dag er 58% en annarra fyrirtækja er 38%.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vekur athygli á þessu í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

„Það er augljóst að slík ofurskattlagning er ekki til þess fallin að hvetja framtakssama einstaklinga til þess að fjárfesta í atvinnugreininni en það sem er verra er að slík ofurskattlagning hefur fælingarmátt þegar kemur að fjárfestingu í atvinnulífinu í heild sinni. Ríkisstjórnin hefur búið til nýtt óvissuálag þegar kemur að verðmætasköpun, sem mun fylgja henni út kjörtímabilið,“ skrifar hún.

Þá sakar Sigríður Margrét ríkisstjórnina um að aðför að undirstöðuatvinnugrein landsins sem búi við þrengri rekstrarskilyrði en aðrar greinar. Húns egir það gerast „á tímum þegar aðstæður kalla á að leiðtogar á öllum sviðum blási framtakssömu fólki baráttuanda í brjóst með sýn um aukna hagsæld og tækifæri fyrir Ísland á alþjóðavettvangi.“

Mála greinina sem óvin þjóðar

Sigríður Margrét segir ríkisstjórnina hafa rætt um sjávarútveginn með slíkum hætti að það gefi til kynna að greinin sé óvinur þjóðarinnar.

„Atvinnuvegaráðherra hefur sagt að greinin „mali gull“ og skrifað grein um sjávarútveg með tilvísun í leikna sjónvarpsseríu, auk þess sem látið hefur verið að því liggja að arður úr greininni sé notaður til þess að kaupa upp Ísland. Slíkar yfirlýsingar eru til þess fallnar að skapa þau hughrif, ranglega, að íslenskur sjávarútvegur sé óvinur þjóðarinnar og réttlæta aðför að rekstrarskilyrðum greinarinnar.“

Hún bendir á að um átta þúsund starfa í íslenskum sjávarútvegi og að atvinnugreinin sé sú sem greiði hæstu launin á landinu, auk þess sem hún beri mesta launakostnað allra greina.

„Þannig hefur það verið eins langt aftur og tölur Hagstofu ná, þó svo að aðrar greinar standi fyrir fleiri störfum. Launakostnaður sjávarútvegsfyrirtækja stendur undir ráðstöfunartekjum fólks, velferðarkerfum í gegnum skatta, ævisparnaði þeirra sem starfa í greininni í gegnum lífeyrissjóðina og tryggingum sem grípa fólk þegar á þarf að halda hvort sem er í veikindum, atvinnuleysi eða fæðingarorlofi,“ segir í grein Sigríðar Margrétar.

Greinina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 558,37 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 717,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 439,43 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 228,36 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 266,24 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 226,72 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.733 kg
Steinbítur 25 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 2.778 kg
2.4.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.870 kg
Þorskur 110 kg
Rauðmagi 8 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.996 kg
2.4.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.371 kg
Þorskur 218 kg
Skarkoli 24 kg
Rauðmagi 6 kg
Ýsa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.623 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 558,37 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 717,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 439,43 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 228,36 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 266,24 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 226,72 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.733 kg
Steinbítur 25 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 2.778 kg
2.4.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.870 kg
Þorskur 110 kg
Rauðmagi 8 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.996 kg
2.4.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.371 kg
Þorskur 218 kg
Skarkoli 24 kg
Rauðmagi 6 kg
Ýsa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.623 kg

Skoða allar landanir »