Báðu lögreglu um að hýsa slasaða sjómenn

Tveir sjómenn á Sólborgu sem leituðu aðhlynningu á sjúkrahúsinu á …
Tveir sjómenn á Sólborgu sem leituðu aðhlynningu á sjúkrahúsinu á Ísafirði var vísað til lögreglu, því ekki væri hægt að skrá þá inn fyrr en átta að morgni. mbl.is/Unnur Karen

Þegar tveir slasaðir sjómenn þurftu aðhlynningu heilbrigðisstarfsfólks eina septembernótt í fyrra eftir slys um borð togaranum Sólborgu RE-27 var viðbragðsaðilum tjáð að sjúkrahúsið á Ísafirði gæti ekki tekið við slösuðum fyrr en klukkan átta þann morgun. Lagði starfsmaður sjúkrahússins til að lögregla hýsti mennina til morguns uns væri hægt að skrá þá inn.

Lögregla hafnaði því að taka við mönnunum og var þeim komið fyrir í herbergi á sjúkrahúsinu með tveimur rúmum. Um morguninn kom hins vegar enginn að vitja þeirra. Fór sá þeirra tveggja sem var minna slasaður úr herberginu í leit að starfsfólki og kom þá í ljós að enginn vissi af þeim á sjúkrahúsinu.

Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Þar beinir nefndin því til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða að komið sé á verklagi sem tryggir að sjómenn sem þangað þurfa að leita á öllum tímum sólarhrings fái tilskylda umönnun.

Sjúkrahúsið á Ísafirði.
Sjúkrahúsið á Ísafirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Unnu að veiðarfæri

Skipverjarnir tveir sem slösuðust voru að vinnu um borð Sólborgu 5. september er togarinn var á veiðum á Hornbanka norður af Vestfjörðum. Fram kemur í atvikalýsingu að það hafi verið suðvestanátt upp að 25 metrum á sekúndu í hviðum. Ekki var mikill sjór, aðeins þriggja metra ölduhæð og hreyfðist skipið lítið.

Þrír skipverjar voru við vinnu við veiðarfærið meðan skipið var á togi þegar hnútur kom á bakborðshlið skipsins með þeim afleiðingum að það kastaðist yfir á stjórnborðshliðina. Bobbingalengja, sem hafði verið dregin aftur að skuthliði, lá óbundin á miðju þilfarinu og voru sjómennirnir að gera við veiðarfærið þegar lengjan kastaðist yfir á stjórnborðshlið rennunnar þar sem tveir urðu á milli, að því er segir í skýrslu nefndarinnar.

Þriðji skipverjinn sem hafði verið að vinna með hinum tveimur sem urðu á milli tókst að setja gils í lengjuna, hífa í hana og losa mennina.

„Ekkert samband var milli skipstjórnarmanna og þeirra sem voru að vinnu á efra þilfarinu. Það var ekki fyrr en menn sem voru á vinnsluþilfari komu upp í brú 5-10 mínútum eftir atburðinn að skipstjórinn frétti hvað hafði gerst. Annar mannanna fékk mikið högg á hægra hnéð og var talið að hann væri mikið slasaður. Hinn maðurinn sem festist slasaðist mun minna og kom í ljós eftir skoðun á sjúkrahúsi að hann hafði tognað á fæti. Var farið með hinn meira slasaða í sjúkraherbergi skipsins þar sem honum var gefið verkjalyf.“

Kom enginn til að vitja þeirra

Var þá haft samband við Landhelgisgæsluna og vaktahafandi lækni hjá þeirri stofnun. Var lækninum sendar myndir af áverkum hins slasaða og framhaldinu ákveðið að sigla með hann til Ísafjarðar.

„Haft var samband við Sjúkrahúsið á Ísafirði og sá sem varð fyrir svörum þar taldi ekki hægt að taka á móti hinum slösuðu fyrr en klukkan átta um morguninn. Þó var sendur sjúkrabíll við komu skipsins til Ísafjarðar um kl. 03:00. Hinn meira slasaði var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði með sjúkrabílnum en sá sem var minna slasaður var keyrður af lögreglu á sjúkrahúsið.“

Þegar mætt var á sjúkrahúsið taldi sá er þar var á vakt ekki getað skráð mennina inn og lagði til að lögregla hýsti þá til morguns. Því hafnaði lögregla og var mönnunum komið fyrir í herbergi með tveimur rúmum þar sem þeir fengu að vera til morguns.

Því hefur evrið beint til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða að koma á …
Því hefur evrið beint til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða að koma á verklagi til að tryggja slösuðum sjómönnum aðhlynningu allan sólarhringinn. mbl.is/Sigurður Bogi

„Um morguninn kom enginn að vitja þeirra og að lokum fór sá sem var minna slasaður fram og kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim.“

„Í ljós kom að hinn meira slasaði hlaut ekki varanlegan miska að því að best er vitað en er ekki kominn til vinnu þegar þetta er ritað. Sá er minna slasaðist tognaði á fæti og var orðinn vinnufær skömmu síðar,“ segir í skýrslu nefndarinnar.

Engar verkreglur um móttöku sjómanna

Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir slysið mega rekja til þess að verið var að vinna við botnvörpu og ekki tryggt að hún væri fest öruggum hætti. „Telja má mestu mildi að ekki skyldi fara verr“ segir í skýrslunni og er haft eftir skipstjóra að áhöfnin hafi verið meðvituð um að það ætti að festa veiðarfæri sem unnið er að þegar veður krefst þess.

Vekur nefndin jafnframt athygli á því að engar staðfestar verklagsreglur varðandi móttöku á slösuðum sjómönnum sem koma á sjúkrahúsið á Ísafirði voru til staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 558,37 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 717,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 442,41 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 229,08 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 263,79 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 227,75 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.371 kg
Þorskur 218 kg
Skarkoli 24 kg
Rauðmagi 6 kg
Ýsa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.623 kg
2.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 3.830 kg
Ýsa 627 kg
Þorskur 566 kg
Sandkoli 77 kg
Skarkoli 56 kg
Grásleppa 24 kg
Samtals 5.180 kg
2.4.25 Jökla ST 200 Grásleppunet
Grásleppa 2.566 kg
Þorskur 364 kg
Steinbítur 19 kg
Skarkoli 19 kg
Samtals 2.968 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 558,37 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 717,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 442,41 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 229,08 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 263,79 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 227,75 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.371 kg
Þorskur 218 kg
Skarkoli 24 kg
Rauðmagi 6 kg
Ýsa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.623 kg
2.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 3.830 kg
Ýsa 627 kg
Þorskur 566 kg
Sandkoli 77 kg
Skarkoli 56 kg
Grásleppa 24 kg
Samtals 5.180 kg
2.4.25 Jökla ST 200 Grásleppunet
Grásleppa 2.566 kg
Þorskur 364 kg
Steinbítur 19 kg
Skarkoli 19 kg
Samtals 2.968 kg

Skoða allar landanir »