Ríkisstjórnin sökuð um brot á lögum

Ísafjarðarbær telur umfangsmikla hækkun veiðigjalda geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir …
Ísafjarðarbær telur umfangsmikla hækkun veiðigjalda geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir byggðir landsins sem háðar eru sjávarútvegi. mbl.is/Árni Sæberg

Ísafjarðarbær lítur svo á að tillaga stjórnvalda um stórlega aukið veiðigjald ógni stöðugleika byggðar í sveitarfélaginu og segir ríkisstjórnina vanrækja skyldur sínar sem útlistaðar eru í sveitarstjórnarlögum.

Þá gerir sveitarfélagið kröfu um að gefinn verði lengri frestur til að greina hugsanleg áhrif áforma ríkisstjórnarinnar og tími til að skila umsögn í samráðsgátt verði lengdur.

Þetta kemur fram í umsögn sveitarfélagsins um drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda.

Í umsögninni, sem undirrituð er af Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur bæjarstjóra, er vísað til bókunnar bæjarráðs frá 31. mars síðastliðnum þar sem segir: „Ísafjarðarbær er ekki ósammála því að útgerðir greiði sanngjarnt afgjald fyrir notkun á auðlindum sjávar. Þá eru fyrirheit um stóraukna innviðauppbyggingu jákvæð. Bærinn setur þó stórt spurningarmerki við þetta frumvarp.“

Engin gögn

Telja kjörnir fulltrúar íbúa sveitarfélagsins að fyrirhuguð breyting geti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir sjávarútvegssveitarfélög sem reiða sig á greinina til atvinnu og tekjuöflunar.

„Þrátt fyrir þessa óvissu fyrir sveitarfélög hafa engin gögn verið lögð fram um áhrif tillögunnar á landsbyggðina né einstök sveitarfélög sem er með öllu óásættanlegt. Er þetta einnig í andstöðu við 129. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að fara eigi fram sérstakt mat á áhrifum lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga.

Sagan hefur sýnt að róttækar breytingar á atvinnuveginum geta haft slæm áhrif á byggðarlög á landsbyggðinni. Ísafjarðarbær telur tillöguna bera vott um skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegs fyrir byggðafestu og stöðugleika í íslensku efnahagslífi,“ segir í bókuninni.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag og í nýja Mogga-appinu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 559,37 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 713,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 447,81 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 228,36 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 266,24 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 226,72 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 25.065 kg
Ýsa 8.379 kg
Ufsi 1.652 kg
Karfi 1.145 kg
Samtals 36.241 kg
2.4.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.733 kg
Steinbítur 25 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 2.778 kg
2.4.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.870 kg
Þorskur 110 kg
Rauðmagi 8 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.996 kg
2.4.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.371 kg
Þorskur 218 kg
Skarkoli 24 kg
Rauðmagi 6 kg
Ýsa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.623 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 559,37 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 713,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 447,81 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 228,36 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 266,24 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 226,72 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 25.065 kg
Ýsa 8.379 kg
Ufsi 1.652 kg
Karfi 1.145 kg
Samtals 36.241 kg
2.4.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.733 kg
Steinbítur 25 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 2.778 kg
2.4.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.870 kg
Þorskur 110 kg
Rauðmagi 8 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.996 kg
2.4.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.371 kg
Þorskur 218 kg
Skarkoli 24 kg
Rauðmagi 6 kg
Ýsa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.623 kg

Skoða allar landanir »