Fái að landa síld erlendis

Breyting á lögum um veiðigjald kallar á hagræðingu innan sjávarútvegsins, segir Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar.

„Sjávarútvegurinn þarf auðvitað að mæta þessu svo að við séum samkeppnishæf í kostnaði þegar við erum að flytja fiskinn út á markaði erlendis.“

Hann segir ljóst að vinnslum muni fækka.

„Ég trúi því að fyrirtækin beri gæfu til þess að búa til vinnslufélög og vinna saman. Kannski er það bara jákvætt. Það er að segja, við nýtum fjárfestinguna betur og svo framvegis. En það er óhjákvæmilegt skref að laga sig að þessu.“

Verði þetta niðurstaðan kallar Gunnþór eftir því að opnað verði á löndun síldar erlendis til vinnslu.

„Í dag megum við ekki landa íslenskri síld erlendis. Ef þeir ætla að fara að miða við eitthvað andlag af mörkuðum erlendis fyrir íslenska síld sem verð, þá hljóta þeir að leyfa okkur að landa henni líka erlendis til vinnslu.“

Sugur á virðiskeðjunni

„Við erum að veiða fisk og við erum með afnotarétt á auðlindinni okkar. Við höfum þær skyldur að veiða hann með sjálfbærum hætti, koma honum í verðmæti og koma honum á erlenda markaði, og skila gjaldeyri heim sem nýtist þjóðinni. Þetta er svona mjög einfölduð mynd.

Það verður bara að segjast alveg eins og er, þetta er ákveðin virðiskeðja og mér finnst alltaf vera að bætast fleiri og fleiri sugur utan á þessa virðiskeðju og verðmætasköpun. Öll þessi skýrslugerð, allur þessi eftirlitsiðnaður og núna í þessum sjálfbærniskýrslum. Þetta er gríðarlegt, og nú á að fara að taka upp ESG staðla og annað frá Evrópusambandinu og auka enn á upplýsingagjöf og kröfur. Þetta kostar tíma og mikið af peningum. Er þessum peningum ekki betur varið í að auka verðmætin í virðiskeðjunni heldur en að vera að sjúga út úr henni?“

Gunnþór segir umhverfi sjávarútvegs hlaðið gullhúðun og gagnrýnir enn fremur að sumir reyni að gera sjávarútveginn tortryggilegan.

„Kannski er maður svona gegnsósa, ég náttúrulega lifi og hrærist í þessu allan sólarhringinn og er búinn að gera það allan minn starfsferil. Þannig að ég veit alveg hversu gegnsætt þetta er og hvar öll gögnin eru og hvernig þetta liggur allt á opinberum vettvangi. En það er eins og sumt fólk, það vilji bara ekki skilja hlutina eins og þeir eru. Það hentar þeirra málstað betur að vera með einhverja dulúð og mála þetta einhverjum skrítnum litum.“

Hann segir stöðuna ekki aðeins bundna við sjávarútveg.

„Ég held að atvinnulífið í heild sinni kalli dálítið eftir því að við tökum skref til baka í einfaldleika og minnkum aðeins farganið í kringum okkur.“

Brot úr viðtalinu þar sem ofangreint kemur fram má sjá í spilaranum hér efst en áskrifendur Morgunblaðsins geta hroft á viðtalið í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.4.25 603,80 kr/kg
Þorskur, slægður 3.4.25 700,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.4.25 471,45 kr/kg
Ýsa, slægð 3.4.25 431,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.4.25 192,55 kr/kg
Ufsi, slægður 3.4.25 234,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 3.4.25 271,36 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.4.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 33.766 kg
Samtals 33.766 kg
4.4.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 764 kg
Þorskur 502 kg
Skarkoli 144 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 1.433 kg
4.4.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 7.322 kg
Steinbítur 890 kg
Ýsa 231 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 8.447 kg
4.4.25 Emil NS 5 Landbeitt lína
Þorskur 2.986 kg
Ýsa 478 kg
Steinbítur 203 kg
Hlýri 25 kg
Keila 20 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 3.721 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.4.25 603,80 kr/kg
Þorskur, slægður 3.4.25 700,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.4.25 471,45 kr/kg
Ýsa, slægð 3.4.25 431,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.4.25 192,55 kr/kg
Ufsi, slægður 3.4.25 234,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 3.4.25 271,36 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.4.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 33.766 kg
Samtals 33.766 kg
4.4.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 764 kg
Þorskur 502 kg
Skarkoli 144 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 1.433 kg
4.4.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 7.322 kg
Steinbítur 890 kg
Ýsa 231 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 8.447 kg
4.4.25 Emil NS 5 Landbeitt lína
Þorskur 2.986 kg
Ýsa 478 kg
Steinbítur 203 kg
Hlýri 25 kg
Keila 20 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 3.721 kg

Skoða allar landanir »