Skortir fjármagn til uppbyggingar eldis

Jens Þórðarson framkvæmdastjóri GeoSalmo segir enn nokkuð í land með …
Jens Þórðarson framkvæmdastjóri GeoSalmo segir enn nokkuð í land með fjármörgnun byggingu eldisstöð félagsins vestur af Þorlákshöfn. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ekki hefur gengið jafn vel að tryggja fjármögnun uppbyggingar eldisstöðvar GeoSalmo vestur af Þorlákshöfn eins og vonir voru bundnar við og hefur því hægst á framkvæmdum. Þetta upplýsir Jens Þórðarson framkvæmdastjóri félagsins í samtali við Morgunblaðið.

„Við erum að byggja seiðastöðina okkar á Laugum í Landsveit en höfum hægt á framkvæmdum í Þorlákshöfn. Við erum í fjármögnunarferli sem tekur lengri tíma en við höfðum upphaflega áætlað. Allt annað er klárt – öll hönnun, öll leyfi og meira eða minna öll aðföng. Nú leitum við bara samstarfsaðila sem er tilbúinn að koma til liðs við okkur með það sem vantar upp á,“ segir hann.

Spurður hversu mikið fjármagn vanti upp á til að geta hafið framkvæmdir á ný svarar Jens að það sé stór hluti þess sem þarf til að geta lokið við smíði stöðvarinnar.

„Óvissa á alþjóðamörkuðum hefur áhrif þetta ferli að minnsta kosti til skemmri tíma, en verkefnið hefur fengið góðar undirtektir. Samtölin eru góð og þéttur hópur er að myndast. Þetta er ekki spurning um hvort þetta gerist heldur hvernig og hvenær.“

Leyfi í höfn

Matvælastofnun tilkynnti í byrjun vikunnar að stofnunin hefði lokið við útgáfu rekstrarleyfis til fiskeldis á landi. Leyfið veitir heimild til 12.160 tonna lífmassa vegna seiða- og matfiskseldis á laxi vestur af Þorlákshöfn.

„Þetta er nokkuð sem við höfum unnið að í þrjú ár og síðasta púslið sem vantaði til þess að allar forsendur væru komnar. Það er frábært að ná þessum áfanga,“ segir Jens.

Íslenska fyrirtækið GeoSalmo áformar að reisa allt að 24.000 tonna …
Íslenska fyrirtækið GeoSalmo áformar að reisa allt að 24.000 tonna laxeldisstöð vestan við Þorlákshöfn. Landsskipulag
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.4.25 595,84 kr/kg
Þorskur, slægður 3.4.25 721,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.4.25 470,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.4.25 429,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.4.25 192,85 kr/kg
Ufsi, slægður 3.4.25 234,34 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 3.4.25 273,71 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.4.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 2.261 kg
Þorskur 1.976 kg
Langa 877 kg
Keila 99 kg
Karfi 77 kg
Ufsi 58 kg
Steinbítur 34 kg
Samtals 5.382 kg
3.4.25 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 584 kg
Ýsa 370 kg
Keila 186 kg
Þorskur 132 kg
Hlýri 30 kg
Langa 10 kg
Grálúða 6 kg
Samtals 1.318 kg
3.4.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.355 kg
Steinbítur 126 kg
Ýsa 15 kg
Samtals 2.496 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.4.25 595,84 kr/kg
Þorskur, slægður 3.4.25 721,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.4.25 470,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.4.25 429,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.4.25 192,85 kr/kg
Ufsi, slægður 3.4.25 234,34 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 3.4.25 273,71 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.4.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 2.261 kg
Þorskur 1.976 kg
Langa 877 kg
Keila 99 kg
Karfi 77 kg
Ufsi 58 kg
Steinbítur 34 kg
Samtals 5.382 kg
3.4.25 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 584 kg
Ýsa 370 kg
Keila 186 kg
Þorskur 132 kg
Hlýri 30 kg
Langa 10 kg
Grálúða 6 kg
Samtals 1.318 kg
3.4.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.355 kg
Steinbítur 126 kg
Ýsa 15 kg
Samtals 2.496 kg

Skoða allar landanir »