Atvinnuvegaráðuneytið hafnar því alfarið að ráðuneytið hafi farið á svig við reglur um samráð í tengslum við fyrirhugaða hækkun veiðigjalda og hafnar því einnig að ráðuneytið hafi ekki afhent Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) þau gögn sem samtökin hafi óskað eftir í tengslum við málið.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem ráðuneytið hefur sent frá sér.
Tilefnið er yfirlýsing sem SFS sendi frá sér í gær. Þar fullyrtu samtökin að ráðuneytið hefði ekki svarað ítrekaðri beiðni um að fá afhent grunngögn og útreikninga til grundvallar frumvarpsdrögunum.
„Gagnabeiðnum frá samtökunum í tengslum við frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um veiðigjald hefur verið svarað innan tilskilinna tímamarka og þær afgreiddar í samræmi við upplýsingalög og stjórnsýslulög,“ segir í yfirlýsingu atvinnuvegaráðuneytisins.
Þá segir að SFS hafi „verið afhent öll þau gögn sem óskað hefur verið eftir og falla undir afhendingarskyldu fyrrgreindra laga. Vinnugögn og gögn sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila eru undanskilin afhendingarskyldu.“
Greinir ráðuneytið frá því að það hafi átt þrjá fundi með fulltrúum SFS frá febrúar síðastliðnum vegna fyrirhugaðra breytinga á veiðigjaldi. Auk þess hafi átt sér stað óformleg samskipti um málið.
SFS eru sögð ekki hafa svarað boði um fund 1. apríl „þar sem til stóð að fara yfir útreikninga sem liggja að baki ákvörðunar veiðigjaldsins“.
Gagnrýnt hefur verið hve stuttur tími hefur verið gefinn til umsagnar um veiðigjaldafrumvarpið í samráðsgátt. Hafa m.a. sveitarfélög sakað ráðuneytið um lögbrot.
„Ákveðið var að veita viku umsagnarfrest í samráðsgátt enda brýnt að koma málinu sem fyrst til Alþingis og er það í samræmi við fyrirmæli í samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa. Aftur gefst kostur á að koma á framfæri athugasemdum við frumvarpið við þinglega meðferð þess,“ segir í yfirlýsingu atvinnuvegaráðuneytisins.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 4.4.25 | 527,02 kr/kg |
Þorskur, slægður | 4.4.25 | 635,59 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 4.4.25 | 357,47 kr/kg |
Ýsa, slægð | 4.4.25 | 324,29 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 4.4.25 | 130,71 kr/kg |
Ufsi, slægður | 4.4.25 | 244,03 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 4.4.25 | 243,21 kr/kg |
4.4.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Keila | 1.206 kg |
Hlýri | 248 kg |
Þorskur | 113 kg |
Karfi | 68 kg |
Ýsa | 27 kg |
Steinbítur | 21 kg |
Samtals | 1.683 kg |
4.4.25 Jökla ST 200 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 2.376 kg |
Þorskur | 239 kg |
Skarkoli | 15 kg |
Samtals | 2.630 kg |
4.4.25 Hafbjörg ST 77 Grásleppunet | |
---|---|
Þorskur | 1.222 kg |
Grásleppa | 943 kg |
Rauðmagi | 18 kg |
Skarkoli | 18 kg |
Samtals | 2.201 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 4.4.25 | 527,02 kr/kg |
Þorskur, slægður | 4.4.25 | 635,59 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 4.4.25 | 357,47 kr/kg |
Ýsa, slægð | 4.4.25 | 324,29 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 4.4.25 | 130,71 kr/kg |
Ufsi, slægður | 4.4.25 | 244,03 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 4.4.25 | 243,21 kr/kg |
4.4.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Keila | 1.206 kg |
Hlýri | 248 kg |
Þorskur | 113 kg |
Karfi | 68 kg |
Ýsa | 27 kg |
Steinbítur | 21 kg |
Samtals | 1.683 kg |
4.4.25 Jökla ST 200 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 2.376 kg |
Þorskur | 239 kg |
Skarkoli | 15 kg |
Samtals | 2.630 kg |
4.4.25 Hafbjörg ST 77 Grásleppunet | |
---|---|
Þorskur | 1.222 kg |
Grásleppa | 943 kg |
Rauðmagi | 18 kg |
Skarkoli | 18 kg |
Samtals | 2.201 kg |