Óviðunandi aðstæður fyrir útgerð í Höfn

Bátur siglir inn Hornafjarðarós. Grynnslin eru fyrir framan.
Bátur siglir inn Hornafjarðarós. Grynnslin eru fyrir framan. Morgunblaðið/Eyþór

Vinna er haf­in við um­hverf­is­mat vegna lang­tíma­áætl­un­ar um dýpk­un svo­nefndra Grynnsla, grynn­inga fram­an við Horna­fjarðarós sem hafa tak­markað djúpristu skipa sem sigla yfir þau.

Grynnsl­in eru sandrif sem mynd­ast fyr­ir fram­an sjáv­ar­falla­ósa við Horna­fjörð þar sem sterk­ir straum­ar bera með sér sand frá Suður­fjör­um og Aust­ur­fjör­um. Þess­ir sand­flutn­ing­ur og öfl­ug­ir sjáv­ar­fall­a­straum­ar frá Horna­fjarðarósi, ásamt út­hafs­öld­um, móta ósa svæðis­ins. Sjáv­ar­falla­ós­ar mynd­ast þegar straum­ar bera efni að ósn­um, sem fell­ur til botns og mynd­ar sandrif.

Vega­gerðin hef­ur nú birt matsáætl­un vegna fram­kvæmd­anna, sem VSÓ ráðgjöf hef­ur unnið. Þar kem­ur fram að unnið sé að lang­tíma­áætl­un sem feli í sér að allt að fimm millj­ón­ir rúm­metra verði fjar­lægðar á tíu árum.

Skil­greint los­un­ar­svæði er um fimm km suðaust­an af Hvann­ey. Í matsáætl­un­inni seg­ir að við los­un mynd­ist efn­is­haug­ar á efn­is­los­un­ar­svæðum. Haug­arn­ir fletj­ist út með tím­an­um en það fari eft­ir aðstæðum hversu lang­an tíma það taki. Með því að hafa ríf­legt los­un­ar­svæði sé hægt að dreifa los­un­inni yfir stærra svæði og koma í veg fyr­ir að haug­ar bygg­ist upp.

Óviðun­andi aðstæður

Til­gang­ur fram­kvæmd­ar­inn­ar er að dýpka sigl­ing­ar­ás um Grynnsl­in niður í allt að 11 metra svo að skip geti siglt í flest­um veðrum. Skip sem sigla um svæðið rista nú um 6,8-7,4 metra en til sam­an­b­urðar rista nýj­ustu upp­sjáv­ar­skip ís­lenska flot­ans allt að 10 metra.

Í matsáætl­un­inni seg­ir að Grynnsl­in séu mik­ill áhrifaþátt­ur í sigl­ing­um og hafi öldu­hæð tak­mark­andi áhrif á sigl­ing­ar um þau. Nú­ver­andi aðstæður við Grynnsl­in hafi þannig áhrif á skipu­lagn­ingu veiða og vinnslu á Hornafirði og áhrif á þró­un­ar­mögu­leika út­gerðar á Hornafirði. Reglu­lega yfir vetr­ar­mánuðina séu taf­ir á sigl­ing­um um Ósinn og Grynnsl­in vegna öldu­hæðar en upp­sjáv­ar­skip­in sem risti mest á sigl­ingu sinni yfir Grynnsl­in geti ekki siglt ef öldu­hæð fari upp fyr­ir 3-4 metra. Það geti verið hamlandi í út­gerð yfir vetr­ar­mánuðina.

Þrátt fyr­ir þess­ar höml­ur vegna öldu­hæðar rek­ist skip­in oft niður á sigl­ingu sinni yfir Grynnsl­in og eigi það einnig til að stöðvast á miðjum Grynnsl­un­um. Aðstæðurn­ar séu óviðun­andi og dragi úr því sam­keppn­is­for­skoti sem út­gerðin hafi vegna ná­lægðar við gjöf­ul fiski­mið. Ef sam­keppn­is­hæfni út­gerðar­inn­ar minnki muni það hafa áhrif á sam­fé­lagið á Hornafirði og at­vinnu­mögu­leika í þétt­býl­inu.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.25 380,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.25 574,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.25 487,89 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.25 98,01 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.25 143,74 kr/kg
Ufsi, slægður 8.5.25 169,79 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.25 266,30 kr/kg
Litli karfi 9.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 597 kg
Þorskur 325 kg
Ýsa 312 kg
Hlýri 209 kg
Skarkoli 51 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.495 kg
9.5.25 Háey I ÞH 295 Lína
Steinbítur 614 kg
Þorskur 533 kg
Keila 88 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 1.256 kg
9.5.25 Sævaldur SI 38 Handfæri
Þorskur 673 kg
Ýsa 7 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 682 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.25 380,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.25 574,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.25 487,89 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.25 98,01 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.25 143,74 kr/kg
Ufsi, slægður 8.5.25 169,79 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.25 266,30 kr/kg
Litli karfi 9.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 597 kg
Þorskur 325 kg
Ýsa 312 kg
Hlýri 209 kg
Skarkoli 51 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.495 kg
9.5.25 Háey I ÞH 295 Lína
Steinbítur 614 kg
Þorskur 533 kg
Keila 88 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 1.256 kg
9.5.25 Sævaldur SI 38 Handfæri
Þorskur 673 kg
Ýsa 7 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 682 kg

Skoða allar landanir »