SFS gagnrýna Hönnu Katrínu fyrir pukur

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kynna …
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kynna áform um hækkun veiðigjalda. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) saka at­vinnu­vegaráðherra um óðagot og puk­ur í stjórn­sýslu varðandi fyr­ir­hugaða tvö­föld­un á veiðigjöld­um. Sam­tök­in birtu í dag bréf til ráðherra, þar sem gagn­rýnd er „tregða til að upp­lýsa um og af­henda und­ir­liggj­andi gögn, skort á grein­ing­um og áhrifamati“, en skamm­ur um­sagn­ar­frest­ur brjóti í bága við regl­ur stjórn­ar­ráðsins og geri mál­efna­lega umræðu ómögu­lega.

Í bréf­inu er minnt á að SFS kaus í liðinni viku að veita ekki um­sögn um frum­varps­drög ráðherra um hækk­un veiðigjalds inn­an viku­frests, sem sam­tök­in telja allt of stutt­an fyr­ir jafn­um­fangs­mikið mál. Ráðherra synjaði hins veg­ar beiðni SFS um fram­leng­ingu til 11. apríl án rök­stuðnings.

Í fram­haldi af þeirri yf­ir­lýs­ingu SFS birti ráðherra eig­in at­huga­semd­ir, sem SFS er að nokkru leyti að svara í þessu opna bréfi til ráðherr­ans.

Upp­lýs­inga­beiðnir ekki virt­ar

SFS gagn­rýn­ir einnig að ráðuneytið hafi neitað að af­henda und­ir­liggj­andi gögn og út­reikn­inga, þrátt fyr­ir ít­rekaðar beiðnir. Sam­tök­in benda á vill­ur í töl­um ráðuneyt­is­ins en segja óger­legt að leiðrétta þær án aðgangs að gögn­um, sem hindri gagn­sæja umræðu.

Enn frem­ur tel­ur SFS að ráðuneytið hafi ekki metið áhrif frum­varps­ins, sem byggi á norsk­um veru­leika án nægi­legr­ar grein­ing­ar á ís­lensk­um aðstæðum. Frum­varpið feli í sér skatt­lagn­ingu á ís­lensk fyr­ir­tæki út frá verðmati í Nor­egi, sem SFS tel­ur brjóta gegn stjórn­ar­skrá. Ráðherra er sakaður um að hafa van­rækt efn­is­lega um­fjöll­un um þetta álita­mál.

SFS hafn­ar full­yrðing­um ráðuneyt­is­ins frá 4. apríl um að gagna­beiðnum hafi verið svarað í sam­ræmi við upp­lýs­inga­lög. Sam­tök­in segja eng­an rök­studda synj­un hafa borist, eins og lög kveða á um, og að vinnu­gögn sem ráðuneytið vís­ar til ættu að vera aðgengi­leg sam­kvæmt und­an­tekn­ing­ar­á­kvæði upp­lýs­ingalaga.

Farið gegn regl­um rík­is­stjórn­ar

Þá er sam­ráðsferlið gagn­rýnt fyr­ir að brjóta gegn regl­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þar sem aðeins vika var gef­in til um­sagna í stað lág­marks tveggja til fjög­urra vikna, án sér­staks rök­stuðnings.

SFS skor­ar á ráðuneytið að bæta úr ágöll­um í stjórn­sýslu, auka gagn­sæi og virða upp­lýs­inga­lög. Vinnu­brögð ráðherra eru sögð óvönduð og mark­miðin óljós, sem grafi und­an trausti í mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.4.25 520,81 kr/kg
Þorskur, slægður 13.4.25 696,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.4.25 443,77 kr/kg
Ýsa, slægð 13.4.25 423,08 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.4.25 199,48 kr/kg
Ufsi, slægður 13.4.25 250,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 13.4.25 260,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.4.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet
Þorskur 9.784 kg
Ýsa 216 kg
Sandkoli 41 kg
Grásleppa 17 kg
Steinbítur 14 kg
Hlýri 14 kg
Skarkoli 11 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 10.098 kg
12.4.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 5.520 kg
Steinbítur 30 kg
Ýsa 19 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 5.575 kg
12.4.25 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 494 kg
Þorskur 55 kg
Samtals 549 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.4.25 520,81 kr/kg
Þorskur, slægður 13.4.25 696,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.4.25 443,77 kr/kg
Ýsa, slægð 13.4.25 423,08 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.4.25 199,48 kr/kg
Ufsi, slægður 13.4.25 250,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 13.4.25 260,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.4.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet
Þorskur 9.784 kg
Ýsa 216 kg
Sandkoli 41 kg
Grásleppa 17 kg
Steinbítur 14 kg
Hlýri 14 kg
Skarkoli 11 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 10.098 kg
12.4.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 5.520 kg
Steinbítur 30 kg
Ýsa 19 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 5.575 kg
12.4.25 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 494 kg
Þorskur 55 kg
Samtals 549 kg

Skoða allar landanir »