Brýnasta verkefni sjávarútvegsins er að ná betri samskiptum við stjórnvöld, að mati Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims hf., en Guðmundur var einróma kosinn formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á ársfundi á föstudag.
„Við þurfum samtal við þau, því stjórnvöld geta ekki spilað einleik þegar kemur að því hvernig lagaumhverfi sjávarútvegsins á að vera,“ segir Guðmundur við Morgunblaðið.
Hann segir að það þurfi að vera einfaldar og skýrar reglur í greininni og að það megi ekki íþyngja sjávarútveginum með reglugerðum, það veiki greinina og íslenskt atvinnulíf almennt.
Guðmundur segir að góður gangur atvinnulífsins sé forsenda velmegunar á Íslandi. Hann segir að ekki megi skattleggja frumatvinnuvegi, eins og sjávarútveginn, of mikið því þeir skapi mörg afleidd störf í samfélaginu.
„Stjórnvöld mega ekki gleyma því að markaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja er erlendis og við höfum ekki efni á að veikja okkar iðnað núna, þegar svo mikil óvissa er í heiminum og nú er,“ segir Guðmundur og bendir á þær væringar sem eru í gangi í heiminum í tollamálum og fleiru.
Hann segir að Hafrannsóknastofnun verði að vinna meira með greininni og að hún geti ekki aðeins verið ríkisstofnun. „Stofnunin verður að vinna miklu meira með okkur.“
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. Einnig má nálgast hana án endurgjalds í Mogganum, nýju appi Morgunblaðsins og mbl.is.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 11.4.25 | 487,63 kr/kg |
Þorskur, slægður | 11.4.25 | 530,66 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 11.4.25 | 460,60 kr/kg |
Ýsa, slægð | 11.4.25 | 273,48 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 11.4.25 | 198,08 kr/kg |
Ufsi, slægður | 11.4.25 | 257,69 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 11.4.25 | 248,73 kr/kg |
12.4.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 9.784 kg |
Ýsa | 216 kg |
Sandkoli | 41 kg |
Grásleppa | 17 kg |
Steinbítur | 14 kg |
Hlýri | 14 kg |
Skarkoli | 11 kg |
Rauðmagi | 1 kg |
Samtals | 10.098 kg |
12.4.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 5.520 kg |
Steinbítur | 30 kg |
Ýsa | 19 kg |
Skarkoli | 6 kg |
Samtals | 5.575 kg |
12.4.25 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 494 kg |
Þorskur | 55 kg |
Samtals | 549 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 11.4.25 | 487,63 kr/kg |
Þorskur, slægður | 11.4.25 | 530,66 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 11.4.25 | 460,60 kr/kg |
Ýsa, slægð | 11.4.25 | 273,48 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 11.4.25 | 198,08 kr/kg |
Ufsi, slægður | 11.4.25 | 257,69 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 11.4.25 | 248,73 kr/kg |
12.4.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 9.784 kg |
Ýsa | 216 kg |
Sandkoli | 41 kg |
Grásleppa | 17 kg |
Steinbítur | 14 kg |
Hlýri | 14 kg |
Skarkoli | 11 kg |
Rauðmagi | 1 kg |
Samtals | 10.098 kg |
12.4.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 5.520 kg |
Steinbítur | 30 kg |
Ýsa | 19 kg |
Skarkoli | 6 kg |
Samtals | 5.575 kg |
12.4.25 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 494 kg |
Þorskur | 55 kg |
Samtals | 549 kg |