Binda vonir við vertíð í Grindavík

Stöðug löndun togara og línuskipa hefur verið í Grindavík undanfarið. …
Stöðug löndun togara og línuskipa hefur verið í Grindavík undanfarið. Þá var landaður bolfiskafli áttfaldur á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Ljósmynd/Grindavíkurbær

Á fyrstu þrem mánuðum árs­ins var landað 6.263 tonn­um af bol­fiski í Grinda­vík­ur­höfn og var verðmæti afl­ans 2.818,3 millj­ón­ir króna. Það er tæp­lega átt­falt meiri afli en á sama tíma­bili í fyrra og nán­ast tí­falt afla­verðmæti. Þó var afl­inn tölu­vert minni en á fyrstu þrem­ur mánuðum árs­ins 2023 þegar hann nam 10.670 tonn.

Þetta kem­ur fram í færslu á vef Grinda­vík­ur­bæj­ar þar sem er vak­in at­hygli á aukn­ing­unni frá því í fyrra.

„Þessi aukn­ing hef­ur orðið þrátt fyr­ir af­leit veður­skil­yrði í fe­brú­ar og viðvar­andi hættu­stig Al­manna­varna þar sem höfn­in missti marg­ar land­an­ir skipa í aðrar hafn­ir. Það má því segja með vissu að botn­in­um hafi verið náð í fyrra þar sem um­svif í Grinda­vík­ur­höfn hef­ur tekið um­tals­verðan kipp frá því sem þá var,“ seg­ir í færsl­unni.

335 tonn síðustu helgi

Greint er frá því aða fjór­ir tog­ar­ar lönduðu síðastliðna helgi og voru það Berg­ur VE-44, Vest­manna­ey VE-54, Áskell ÞH-48 og Vörður ÞH-44. Lönduðu þeir sam­an­lagt 335 tonn­um. Þá var landað um hundrað tonn­um úr Páli Jóns­syni GK-7 í gær­morg­un.

Í morg­un kom síðan ný­smíðin Hulda Björns­dótt­ir GK-11 til lönd­un­ar í Grinda­vík, en á næstu dög­um eru vænt­an­leg Sig­hvat­ur GK-57 og Jó­hanna Gísla­dótt­ir GK-357.

„Von er á að línu­bát­ar og hand­færa­bát­ar komi von bráðar til hafn­ar­inn­ar með öll­um þeim um­svif­um sem þeim fylg­ir. Það er því að verða sann­kölluð vertíðarstemn­ing í Grinda­vík ef allt geng­ur eft­ir,“ seg­ir í færsl­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.25 510,19 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.25 647,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.25 354,96 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.25 396,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.25 199,39 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.25 273,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.25 211,90 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 16.160 kg
Steinbítur 3.366 kg
Ýsa 321 kg
Langa 259 kg
Skarkoli 138 kg
Hlýri 45 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 20.300 kg
26.4.25 Garri BA 90 Handfæri
Þorskur 110 kg
Samtals 110 kg
26.4.25 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 977 kg
Þorskur 571 kg
Skarkoli 184 kg
Samtals 1.732 kg
26.4.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 2.472 kg
Ýsa 2.288 kg
Steinbítur 348 kg
Ufsi 45 kg
Keila 28 kg
Langa 14 kg
Karfi 3 kg
Samtals 5.198 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.25 510,19 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.25 647,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.25 354,96 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.25 396,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.25 199,39 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.25 273,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.25 211,90 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 16.160 kg
Steinbítur 3.366 kg
Ýsa 321 kg
Langa 259 kg
Skarkoli 138 kg
Hlýri 45 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 20.300 kg
26.4.25 Garri BA 90 Handfæri
Þorskur 110 kg
Samtals 110 kg
26.4.25 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 977 kg
Þorskur 571 kg
Skarkoli 184 kg
Samtals 1.732 kg
26.4.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 2.472 kg
Ýsa 2.288 kg
Steinbítur 348 kg
Ufsi 45 kg
Keila 28 kg
Langa 14 kg
Karfi 3 kg
Samtals 5.198 kg

Skoða allar landanir »