Atvinnuvegaráðuneytið býr ekki yfir upplýsingum um hverjar tekjur sveitarfélaga eru af útsvari strandveiðileyfishafa vegna strandveiða.
Þetta má lesa úr svari Hönnu Katrínar Friðrikssonar atvinnuvegaráðherra við fyrirspurnar Vilhjálms Árnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur spurði hve miklum strandveiðiafla var landað árin 2016 til 2024 sundurliðað eftir sveitarfélögum og um hversu margir strandveiðibátar voru gerðir út í viðkomandi sveitarfélögum.
Þá spurði Vilhjálmur einnig hversu háar útsvarsgreiðslur strandveiðileyfishafa vegna strandveiða árin 2016 til 2024 voru. Óskaði hann eftir upplýsingunum sundurliðað eftir sveitarfélögum auk þess sem var beðið um miðgildi sem og efri og neðri fjórðungsmörk.
„Málefnasvið sem tengist lögum um tekjustofna sveitarfélaga heyrir ekki undir atvinnuvegaráðuneytið og því er engar upplýsingar um útsvarsgreiðslur að finna í ráðuneytinu né í undirstofnunum þess,“ segir í svari atvinnuvegaráðherra.
Árin 2016 til 2024 var mestum strandveiðiafla landað í Vesturbyggð og nam aflinn 9.325 tonnum. Á eftir fylgir Snæfellsbær með 8.803 tonn og svo Ísafjarðarbær með 7.971 tonn.
Á síðasta ári tóku 763 bátar þátt í strandveiðum og hafa þeir ekki verið fleiri á tímabilinu. Voru þetta sex bátum fleiri en árið á undan og 45 bátum fleiri en 2022. Fæstir voru þeir 2018 þegar aðeins 557 bátar voru gerðir út á strandveiðar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 25.4.25 | 510,19 kr/kg |
Þorskur, slægður | 25.4.25 | 647,23 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 25.4.25 | 354,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 25.4.25 | 396,90 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 25.4.25 | 199,39 kr/kg |
Ufsi, slægður | 25.4.25 | 273,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 25.4.25 | 211,90 kr/kg |
Litli karfi | 8.4.25 | 10,00 kr/kg |
26.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 16.160 kg |
Steinbítur | 3.366 kg |
Ýsa | 321 kg |
Langa | 259 kg |
Skarkoli | 138 kg |
Hlýri | 45 kg |
Ufsi | 11 kg |
Samtals | 20.300 kg |
26.4.25 Garri BA 90 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 110 kg |
Samtals | 110 kg |
26.4.25 Hilmir ST 1 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 977 kg |
Þorskur | 571 kg |
Skarkoli | 184 kg |
Samtals | 1.732 kg |
26.4.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 2.472 kg |
Ýsa | 2.288 kg |
Steinbítur | 348 kg |
Ufsi | 45 kg |
Keila | 28 kg |
Langa | 14 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 5.198 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 25.4.25 | 510,19 kr/kg |
Þorskur, slægður | 25.4.25 | 647,23 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 25.4.25 | 354,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 25.4.25 | 396,90 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 25.4.25 | 199,39 kr/kg |
Ufsi, slægður | 25.4.25 | 273,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 25.4.25 | 211,90 kr/kg |
Litli karfi | 8.4.25 | 10,00 kr/kg |
26.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 16.160 kg |
Steinbítur | 3.366 kg |
Ýsa | 321 kg |
Langa | 259 kg |
Skarkoli | 138 kg |
Hlýri | 45 kg |
Ufsi | 11 kg |
Samtals | 20.300 kg |
26.4.25 Garri BA 90 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 110 kg |
Samtals | 110 kg |
26.4.25 Hilmir ST 1 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 977 kg |
Þorskur | 571 kg |
Skarkoli | 184 kg |
Samtals | 1.732 kg |
26.4.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 2.472 kg |
Ýsa | 2.288 kg |
Steinbítur | 348 kg |
Ufsi | 45 kg |
Keila | 28 kg |
Langa | 14 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 5.198 kg |