Hanna Katrín: „Mér er nokkur vandi á höndum“

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins. Samsett mynd/mbl.is/María

„Spurn­ing­arn­ar voru býsna marg­ar en svo merki­legt sem það er þá voru rang­færsl­urn­ar eig­in­lega fleiri þannig að mér er nokk­ur vandi á hönd­um,“ sagði Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag.

Þar spurði Karl Gauti Hjalta­son, þingmaður Miðflokks­ins, ráðherra út í veiðigjöld­in.

Hann sagði að rík­is­stjórn­in boðaði 100% skatta­hækk­un í formi tvö­föld­un­ar veiðigjalda á sjáv­ar­út­veg­inn og þetta væri sagt vera fyrsta skrefið. Í til­felli veiðigjalds fyr­ir upp­sjáv­ar­teg­und­ir ætti að miða við verð sem sótt væri til Nor­egs.

Rík­is­stjórn­in þver­brjóti eig­in regl­ur

„Veitt­ur var ör­stutt­ur tími til at­huga­semda í sam­ráðsgátt og þar þver­brýt­ur rík­is­stjórn­in sín­ar eig­in verklags­regl­ur. Þar að auki virðist rík­is­stjórn­in bein­lín­is harðákveðin í að hafa að engu all­ar at­huga­semd­ir sem bár­ust í sam­ráðsgátt og liggja fyr­ir ótví­ræðar yf­ir­lýs­ing­ar í því efni. Loks er eng­in minnsta til­raun gerð til þess að meta áhrif­in á hag sveit­ar­fé­laga og sjáv­ar­byggðirn­ar eða yf­ir­leitt að ræða við þau sveit­ar­fé­lög sem hvað mest munu finna fyr­ir áhrif­um af hækk­un­inni. Með þessu virðist rík­is­stjórn­in staðráðin í að setja sjáv­ar­byggðir hring­inn í kring­um landið í full­komna óvissu,“ sagði Karl Gauti.

Hann spurði ráðherra hvernig rík­is­stjórn­in hygðist tengja álagn­ingu veiðigjalds við afurðaverð í Nor­egi.

 „Hvernig munu hugs­an­leg­ar sveifl­ur í gengi norsku krón­unn­ar spila þar inn í eða sveifl­ur í styrkj­um og niður­greiðslum í norsk­um sjáv­ar­út­vegi til veiða og vinnslu spila þar inn í? Má bú­ast við því að fleiri skatt­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar verði tengd­ir verðlagi í Nor­egi, t.d. skatt­ar í ferðamanna­geir­an­um, nú eða í fisk­eld­inu? Hvernig sér hæstv. ráðherra fyr­ir sér áhrif þess­ar­ar vænt­an­legu hækk­un­ar veiðigjalds­ins á skipta­hlut sjó­manna? Tel­ur ráðherra ekki ein­sýnt að sjó­menn muni krefjast sömu viðmiðunar og hæstv. rík­is­stjórn, þ.e. hið norska verð, þegar kem­ur að skipta­hlut sjó­manna,“ spurði Karl Gauti.

Þjóðin njóti raun­veru­legs verðmæt­is

Hanna Katrín þakkaði Karli Gauta fyr­ir fyr­ir­spurn­ina en bætti síðan við: „Spurn­ing­arn­ar voru býsna marg­ar en svo merki­legt sem það er þá voru rang­færsl­urn­ar eig­in­lega fleiri þannig að mér er nokk­ur vandi á hönd­um.“

Hún sagði að það kæmi skýrt fram í frum­varps­drög­un­um, sem hefðu verið í sam­ráði, að það væri brugðist við því að það gætu verið geng­is­sveifl­ur.

„Það er líka ástæða til að hafna þess­ari sí­end­ur­teknu full­yrðingu um að vinnsl­ur í Nor­egi séu al­mennt niður­greidd­ar. Það er ein­fald­lega rangt. Ætlum við að halda áfram þeirri veg­ferð að skatt­leggja sjáv­ar­út­veg­inn? Við erum að leiðrétta gjöld, við erum að fara að gera það sem rík­is­stjórn­um fyrri ára, fyrri kjör­tíma­bila, hef­ur annaðhvort mistek­ist að gera eða þær hafa ekki haft nokk­urn minnsta áhuga á að gera; að tryggja að ís­lensk þjóð njóti raun­veru­legs verðmæt­is fiskauðlind­ar­inn­ar. Þetta er staðreynd. Þetta er það sem lagt var af stað með þegar veiðigjöld voru sett á og núna er verið að fara ofan í grunn­inn og þá kem­ur þessi staðreynd í ljós, að það vant­ar gríðarlega mikið upp á,“ sagði hún.

Vís­ar sam­ráðsleysi á bug

Hvað varðar meint sam­ráðsleysi þá vísaði hún því á bug.

„Við höf­um átt í sam­töl­um við sveit­ar­fé­lög, við höf­um unnið grein­ing­ar­vinnu. Og það er al­veg rétt að þrátt fyr­ir að við höf­um mætt leiðrétt­ing­unni með því að hækka frí­tekju­markið og þrepa­skipta, sem kem­ur smærri út­gerðum til góða, þá get­ur verið að það séu mál­efna­leg­ar ástæður til að skoða það enn frek­ar og það er verið að skoða það núna í um­sögn­um.

Ég ætla að enda á að leiðrétta enn eina rang­færsl­una. Það er ekki þannig að meiri­hluti um­sagna sem kom inn, og þær voru fjöl­marg­ar, ríf­lega 100, hafi verið nei­kvæður. Það er ósk­hyggja stjórn­mála­manns og stjórn­mála­flokka sem standa ekki með þjóðinni í þessu mikla máli,“ sagði ráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.25 380,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.25 574,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.25 484,83 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.25 98,01 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.25 143,74 kr/kg
Ufsi, slægður 8.5.25 169,79 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.25 265,95 kr/kg
Litli karfi 9.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 597 kg
Þorskur 325 kg
Ýsa 312 kg
Hlýri 209 kg
Skarkoli 51 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.495 kg
9.5.25 Háey I ÞH 295 Lína
Steinbítur 614 kg
Þorskur 533 kg
Keila 88 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 1.256 kg
9.5.25 Sævaldur SI 38 Handfæri
Þorskur 673 kg
Ýsa 7 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 682 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.25 380,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.25 574,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.25 484,83 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.25 98,01 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.25 143,74 kr/kg
Ufsi, slægður 8.5.25 169,79 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.25 265,95 kr/kg
Litli karfi 9.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 597 kg
Þorskur 325 kg
Ýsa 312 kg
Hlýri 209 kg
Skarkoli 51 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.495 kg
9.5.25 Háey I ÞH 295 Lína
Steinbítur 614 kg
Þorskur 533 kg
Keila 88 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 1.256 kg
9.5.25 Sævaldur SI 38 Handfæri
Þorskur 673 kg
Ýsa 7 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 682 kg

Skoða allar landanir »