„Hvers vegna liggur svona mikið á?“

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, …
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tókust á um veiðigjöldin á þingi í dag. Samsett mynd/mbl.is/María

„Rík­is­stjórn­in er í raun­heim­um með al­menn­ingi. Má bjóða minni hlut­an­um að koma með okk­ur,“ sagði Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra á Alþingi í dag. 

Jens Garðar Helga­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, spurði ráðherra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma út í veiðigjalda­frum­varpið og benti á að for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar hefðu sagt að tvö­föld­un veiðigjalds gæti komið til á ára­tug.

Rétt skal vera rétt

„Nú eru allt í einu nokkr­ir mánuðir til stefnu, talað um leiðrétt­ingu og að hér sé aðeins um að ræða fyrsta skrefið. Það ligg­ur fyr­ir að sér­fræðing­ar ráðuneyt­is hæst­virts ráðherra ráðlögðu rík­is­stjórn­inni að leggja mat á áhrif­in, ekki aðeins á mögu­leg­ar aukn­ar tekj­ur af breyttu veiðigjaldi held­ur einnig áhrif þess á rekstr­ar­for­send­ur í sjáv­ar­út­vegi og þannig aðra tekju­öfl­un rík­is­sjóðs. Það er ekki nóg að áætla tekju­nám í tóma­rúmi. Við lif­um nefni­lega í raun­heim­um, frú for­seti. Rétt skal vera rétt, sagði einn hæst­virt­ur ráðherra. Að mati ótal sér­fræðinga í stjórn­sýsl­unni sem og sam­kvæmt ótal varnaðarorðum frá sveit­ar­stjórn­um um allt land er rík­is­stjórn­in ekki að gera rétt,“ sagði Jens Garðar.

Hann spurði ráðherra því næst hvort það stæði enn til að leggja málið fram óbreytt „keyra það í gegn á loka­dög­um þings þrátt fyr­ir alla þá ágalla sem bent hef­ur verið á? Hvers vegna ligg­ur svona mikið á?“

Ein­falt svar

Hanna Katrín sagði að málið væru drög og í sam­ráði. Nú væri verið að vinna úr þeim ríf­lega 100 um­sögn­um sem hefðu borist.

„Það eru sam­töl í gangi, hafa verið í gangi á meðan málið hef­ur verið í sam­ráðsgátt. Það er verið að vinna úr um­sögn­um. Það er verið að skoða hvort ástæða þyki til að breyta frum­varp­inu áður en það kem­ur hingað inn í þing­lega meðferð þar sem það fer sinn gang, fær von­andi mál­efna­lega umræðu, fer í þing­nefnd­ina, ann­an um­sagn­ar­frest og síðan verður það klárað. En af því að hátt­virt­ur þingmaður spyr: Á að klára þetta? þá er svarið ein­falt: Já.

Síðan hitt: Af hverju er rík­is­stjórn­in ekki í raun­heim­um? Ég ætla bara að segja þetta: Rík­is­stjórn­in er í raun­heim­um með al­menn­ingi. Má bjóða minni hlut­an­um að koma með okk­ur,“ spurði ráðherra.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.25 510,19 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.25 647,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.25 354,96 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.25 396,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.25 199,39 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.25 273,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.25 211,90 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.25 Stormur ST 69 Grásleppunet
Grásleppa 3.087 kg
Þorskur 62 kg
Skarkoli 15 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 3.172 kg
26.4.25 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 4.178 kg
Þorskur 28 kg
Skarkoli 20 kg
Samtals 4.226 kg
26.4.25 Kristleifur ST 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.029 kg
Samtals 1.029 kg
26.4.25 Simma ST 7 Grásleppunet
Grásleppa 98 kg
Þorskur 51 kg
Samtals 149 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.25 510,19 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.25 647,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.25 354,96 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.25 396,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.25 199,39 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.25 273,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.25 211,90 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.25 Stormur ST 69 Grásleppunet
Grásleppa 3.087 kg
Þorskur 62 kg
Skarkoli 15 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 3.172 kg
26.4.25 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 4.178 kg
Þorskur 28 kg
Skarkoli 20 kg
Samtals 4.226 kg
26.4.25 Kristleifur ST 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.029 kg
Samtals 1.029 kg
26.4.25 Simma ST 7 Grásleppunet
Grásleppa 98 kg
Þorskur 51 kg
Samtals 149 kg

Skoða allar landanir »

Loka