Fleiri en 300 fengið strandveiðileyfi

Fjöldi báta hafa þegar fengið strandveiðileyfi vegna veiða sumarsins, en …
Fjöldi báta hafa þegar fengið strandveiðileyfi vegna veiða sumarsins, en frestur til umsóknar er 22. apríl. mbl.is/Þorgeir

Í lok síðustu viku var Fiski­stofa búin að veita fleiri en 300 strand­veiðileyfi vegna veiða sum­ars­ins, e aðeins hafði verið opið fyr­ir skrán­ingu í tvo sól­ar­hringa.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á Face­book-síðu stofn­un­ar­inn­ar og seg­ir þar að alls höfðu borist um 400 um­sókn­ir um strand­veiðileyfi. At­hygli vek­ur að opnað var fyr­ir um­sókn­ir um há­degi miðviku­dag í síðustu viku, en frest­ur renn­ur ekki út fyrr en 22. apríl.

Fá all­ir 400 bát­arn­ir leyfi sem hafa sótt um eru það meira en helm­ing­ur þess fjölda sem fengu leyfi vegna strand­veiða á síðasta ári. Þá fengu 764 út­gef­in strand­veiðileyfi en 756 bát­ar sóttu afla á grund­velli strand­veiðileyf­is.

Bú­ast má við því að fleiri um­sókn­ir ber­ist Fiski­stofu á kom­andi dög­um, en nýj­ar regl­ur gilda um veiðarn­ar sem gæti gert það að verk­um að bát­um fækki milli ára. Fyr­ir­heit rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að öll­um bát­um verði tryggðir 48 veiðidag­ar í sum­ar er þó talið að auka hvata til þátt­töku í veiðunum og því óljóst hve mörg leyfi verða gef­in út.

Eig­end­ur með meira en 50%

Sam­kvæmt nýju reglu­gerðinni um strand­veiðar þarf einn ein­stak­ling­ur að eiga beint eða óbeint meira en 50% hlut í bát sem gerður er út á strand­veiðar. Jafn­framt þarf sá sem á meira en 50% í bátn­um að vera lög­skráður á bát­inn og um borð í hverri veiðiferð.

„Í ljósi þess hversu seint reglu­gerðin kom út verður hægt að sækja um strand­veiðileyfi fyr­ir þetta strand­veiðitíma­bil þó svo skil­yrði um eign­ar­hald og haf­færi séu ekki upp­fyllt,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef Fiski­stofu. Bent er þó á að leyfi verði ekki gefið út fyrr en skil­yrði hafa verið upp­fyllt.

Breyt­ing­in hef­ur verið um­deild og hafa gagn­rýn­end­ur henn­ar bent á að þetta setji í upp­nám út­gerð strand­veiðibáta sem vin­ir, hjón eða fólk tengt fjöl­skyldu­bönd­um gera út í sam­ein­ingu. Stuðnings­menn breyt­ing­anna hafa hins veg­ar fagnað því að tekið sé fyr­ir út­gerð strand­veiðibáta sem eig­end­ur róa ekki sjálf­ur held­ur greiði öðrum fyr­ir að sinna út­gerðinni, sem sagt er stríða gegn til­gangi strand­veiðikerf­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.4.25 509,35 kr/kg
Þorskur, slægður 27.4.25 568,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.25 354,96 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.25 396,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.25 199,39 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.25 273,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.25 211,90 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 16.160 kg
Steinbítur 3.366 kg
Ýsa 321 kg
Langa 259 kg
Skarkoli 138 kg
Hlýri 45 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 20.300 kg
26.4.25 Garri BA 90 Handfæri
Þorskur 110 kg
Samtals 110 kg
26.4.25 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 977 kg
Þorskur 571 kg
Skarkoli 184 kg
Samtals 1.732 kg
26.4.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 2.472 kg
Ýsa 2.288 kg
Steinbítur 348 kg
Ufsi 45 kg
Keila 28 kg
Langa 14 kg
Karfi 3 kg
Samtals 5.198 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.4.25 509,35 kr/kg
Þorskur, slægður 27.4.25 568,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.25 354,96 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.25 396,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.25 199,39 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.25 273,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.25 211,90 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 16.160 kg
Steinbítur 3.366 kg
Ýsa 321 kg
Langa 259 kg
Skarkoli 138 kg
Hlýri 45 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 20.300 kg
26.4.25 Garri BA 90 Handfæri
Þorskur 110 kg
Samtals 110 kg
26.4.25 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 977 kg
Þorskur 571 kg
Skarkoli 184 kg
Samtals 1.732 kg
26.4.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 2.472 kg
Ýsa 2.288 kg
Steinbítur 348 kg
Ufsi 45 kg
Keila 28 kg
Langa 14 kg
Karfi 3 kg
Samtals 5.198 kg

Skoða allar landanir »