Vísa fullyrðingum til föðurhúsanna

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Samtökin hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Samtökin hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á veiðigjöldum. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) sendu í dag at­vinnu­vegaráðuneyt­inu at­huga­semd­ir við frum­varps­drög um breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjald. Þar vísa þau full­yrðing­un at­vinnu­vegaráðherra til föður­hús­anna og skora á stjórn­völd að íhuga að stíga skref til baka

„Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur get­ur og vill áfram leggja ríku­lega til sam­fé­lags­ins, með heil­brigðum rekstri og góðum störf­um um allt land, þannig að all­ir njóti ávaxt­anna. Ef rétt verður á spil­um haldið má leysa mikla verðmæta­aukn­ingu úr læðingi á kom­andi árum. Því er skorað á stjórn­völd að íhuga að stíga skref til baka og hug­leiða hvort fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á veiðigjaldi nái þessu mik­il­væga mark­miði.“

Þetta seg­ir í frétta­til­kynn­ingu sem SFS hef­ur sent fjöl­miðlum í dag.

Sam­tök­in segj­ast hafa látið vinna grein­ing­ar á áhrif­um frum­varps­ins, en bent er á að þær geti ekki tal­ist tæm­andi þar sem of skamm­ur tími hafi verið gef­inn til þess. „Stjórn­völd höfðu í litlu reynt að átta sig á íþyngj­andi áhrif­um frum­varps­ins á af­komu fyr­ir­tækja, fólks og sveit­ar­fé­laga víða um land áður en það var birt. Því var brýnt að ráðist yrði í þessa vinnu.“

Kalla enn eft­ir gögn­um

Áður hafði SFS til­kynnt að sam­tök­in hygðust ekki skila inn um­sögn um frum­varps­drög sem at­vinnu­vegaráðuneytið birti í sam­ráðsgátt stjórn­valda þar sem um­sagn­ar­frest­ur­inn var aðeins ein vika. Lengri tíma þyrfti til að greina áhrif­in.

Einnig sögðu sam­tök­in ráðuneytið ekki hafa sýnt vilja til að af­henda öll þau gögn sem óskað var eft­ir um for­send­ur þeirra breyt­inga sem lagðar eru til í frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar um hækk­un veiðigjalda.

Hanna Katrín Friðriks­son, at­vinnu­vegaráðherra, hef­ur hafnað ásök­un­um SFS en sam­tök­in ít­reka nú full­yrðing­ar sín­ar og segja ráðuneyt­in enn ekki hafa af­hent öll umbeðin gögn.

„Aug­ljóst er að fyr­ir­liggj­andi drög upp­fylla ekki þær grund­vall­ar­kröf­ur sem gera verður til slíkra skjala um und­ir­bún­ing, rann­sókn, mat á áhrif­um og sam­ráð við hagaðila. All­ir þess­ir þætt­ir eru ein­ir og sér al­var­leg­ir ágall­ar. Þannig er til dæm­is rétt að draga fram að at­vinnu­vegaráðuneytið virðist ekki hafa reiknað rétti­lega þá heild­ar­hækk­un á veiðigjaldi sem boðuð er. Þar skeik­ar millj­örðum í van­mati ráðuneyt­is­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Ber­högg við stjórn­ar­skrá“

Í at­huga­semd­um sem SFS hef­ur af­hent at­vinnu­vegaráðuneyt­inu nú eru meðal ann­ars „færð fyr­ir því rök að frum­varps­drög ráðherra gangi í ber­högg við stjórn­ar­skrá. Þá er sýnt fram á að hug­taka­notk­un ráðherra um leiðrétt­ingu á verðlagn­ingu stenst enga skoðun. Greitt afla­verðmæti til skips hef­ur um ára­tuga­skeið verið í föst­um skorðum og byggst á lög­um um Verðlags­stofu skipta­verðs, kjara­samn­ing­um og ákvæðum tekju­skattslaga um milli­verðlagn­ingu. Verð til skips og upp­gjör til sjó­manna hafa því verið rétt. Öllum ásök­un­um um van­mat eða röng verð er því al­farið hafnað.“

Einnig segj­ast sam­tök­in sýna fram á mikla ágalla þess að byggja skatt­stofn á verðum á upp­boðsmörkuðum, hvort held­ur hér heima eða í Nor­egi. Auk þess sem þau telja frá­leitt að leggja að jöfnu þau verðmæti sem verða til í Nor­egi og á Íslandi í til­felli upp­sjáv­ar­teg­unda.

„Sam­tök­in vara sér­stak­lega við því að tek­inn verði upp hátt­ur Norðmanna, sem flytja stærst­an hluta bol­fisks óunn­inn úr landi. Slíkt mun hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir af­komu fólks víða um land og byggðafestu. Sam­kvæmt grein­ingu KPMG eru 10 sveit­ar­fé­lög sem hafa yfir 30% af at­vinnu­tekj­um frá fisk­veiðum og -vinnslu. Hækk­un veiðigjalds kann að auka tekj­ur rík­is­ins til skamms tíma, en draga úr mik­il­væg­um tekj­um sveit­ar­fé­laga sem reiða sig á sjáv­ar­út­veg.“

Arðsemi eig­in­fjár hvorki meiri né minni

Þá benda sam­tök­in á að arðsemi eig­in fjár í sjáv­ar­út­vegi sé hvorki meiri né minni en í öðrum at­vinnu­grein­um og að arðgreiðslur sem hlut­fall af hagnaði séu að meðaltali á liðnum árum hlut­falls­lega lægri en í viðskipta­hag­kerf­inu.

„Full­yrðing­um at­vinnu­vegaráðherra um að sjáv­ar­út­veg­ur „mali gull“ er vísað til föður­hús­anna. Sam­kvæmt grein­ingu Jak­obs­son Capital leiðir boðuð hækk­un á veiðigjaldi til þess að verðmæti ís­lensku sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna þriggja, sem eru skráð á markað, lækk­ar um 53,1 ma.kr. eða rúm­lega 13% og ávöxt­un lækk­ar niður í 7,9% hjá arðbær­ustu fé­lög­un­um. Slík ávöxt­un er ekki langt yfir ávöxt­un­ar­kröfu rík­is­bréfa. Tel­ur fyr­ir­tækið að áhrif­in verði veru­leg­ur sam­drátt­ur í fjár­fest­ingu, sem svo aft­ur dragi úr hag­vexti. SFS hafa enn til skoðunar áhrif á fleiri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, stór sem smá.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.25 510,19 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.25 647,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.25 354,96 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.25 396,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.25 199,39 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.25 273,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.25 211,90 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 16.160 kg
Steinbítur 3.366 kg
Ýsa 321 kg
Langa 259 kg
Skarkoli 138 kg
Hlýri 45 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 20.300 kg
26.4.25 Garri BA 90 Handfæri
Þorskur 110 kg
Samtals 110 kg
26.4.25 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 977 kg
Þorskur 571 kg
Skarkoli 184 kg
Samtals 1.732 kg
26.4.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 2.472 kg
Ýsa 2.288 kg
Steinbítur 348 kg
Ufsi 45 kg
Keila 28 kg
Langa 14 kg
Karfi 3 kg
Samtals 5.198 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.25 510,19 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.25 647,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.25 354,96 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.25 396,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.25 199,39 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.25 273,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.25 211,90 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 16.160 kg
Steinbítur 3.366 kg
Ýsa 321 kg
Langa 259 kg
Skarkoli 138 kg
Hlýri 45 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 20.300 kg
26.4.25 Garri BA 90 Handfæri
Þorskur 110 kg
Samtals 110 kg
26.4.25 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 977 kg
Þorskur 571 kg
Skarkoli 184 kg
Samtals 1.732 kg
26.4.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 2.472 kg
Ýsa 2.288 kg
Steinbítur 348 kg
Ufsi 45 kg
Keila 28 kg
Langa 14 kg
Karfi 3 kg
Samtals 5.198 kg

Skoða allar landanir »