Vildu nafnleynd í leyfissviptingum

Persónuvernd hefur úrskurðað að Fiskistofu sé heimilt að birta opinberlega …
Persónuvernd hefur úrskurðað að Fiskistofu sé heimilt að birta opinberlega ákvarðanir stofnunarinnar um sviptingu veiðileyfa og afturköllun vigtunarleyfa. mbl.is/RAX

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda leitaði til Per­sónu­vernd­ar og óskaði eft­ir því að tekið yrði fyr­ir birt­ingu upp­lýs­inga um m.a. heiti skips og út­gerð þess í ákvörðunum Fiski­stofu um veiðileyf­is­svipt­ing­ar sem aðgengi­leg­ar hafa verið á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Per­sónu­vernd úr­sk­urðaði ný­verið í mál­inu og komst að þeirri niður­stöðu að Fiski­stofu væri heim­ilt að birta op­in­ber­lega ákv­arðanir stofn­un­ar­inn­ar um svipt­ingu veiðileyfa og aft­ur­köll­un vigt­un­ar­leyfa á vefsíðu stofn­un­ar­inn­ar, þar sem meðal ann­ars koma fram upp­lýs­ing­ar um heiti skips, skipa­skrár­núm­er, út­gerð skips, til­efni leyf­is­svipt­ing­ar og til hvaða tíma­bils svipt­ing nái.

Tel­ur Per­sónu­vernd birt­ingu upp­lýs­ing­anna vera nauðsyn­lega til að full­nægja laga­skyldu sem hvíli á Fiski­stofu. Þar af leiðandi væri um­rædd vinnsla Fiski­stofu í sam­ræmi við ákvæði laga um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga, að því er fram kem­ur í úr­sk­urði sem birt­ur hef­ur verið á vef Per­sónu­vernd­ar.

Sögðu Fiski­stofu brjóta lög

Málið má rekja aft­ur til árs­ins 2022 en í nóv­em­ber það ár barst Per­sónu­vernd kvört­un frá Arth­uri Boga­syni, for­manni LS, yfir birt­ingu Fiski­stofu á per­sónu­upp­lýs­ing­um um fé­lags­menn LS í ákvörðunum á vefsíðu stofn­un­ar­inn­ar.

„Vísað er til þess að bæði séu ein­stak­ling­ar, sem sæta eiga refsi­kennd­um viður­lög­um, nafn­greind­ir í stjórn­valdsákvörðunum Fiski­stofu en einnig út­gerðir og fé­lög. Þegar um smá­báta­sjó­menn er að ræða þá jafn­gildi slík birt­ing þeirra eig­in nafn­birt­ingu þar sem fáir starfa um borð á veg­um slíkra út­gerða og fé­laga. Sé því að mati LS ljóst að um per­sónu­grein­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar sé að ræða sem birt­ar eru op­in­ber­lega í stjórn­valdsákvörðunum Fiski­stofu,“ seg­ir um sjón­ar­mið LS í máls­gögn­um.

Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, kvartaði til Persónuverndar fyrir hönd …
Arth­ur Boga­son, formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, kvartaði til Per­sónu­vernd­ar fyr­ir hönd fé­lags­manna sinna. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Met­ur LS það svo að nafn­birt­ing­ar í ákvörðunum Fiski­stofu séu hvorki nauðsyn­leg­ar til að full­nægja laga­skyldu sem hvíl­ir á stofn­unni né nauðsyn­leg­ar í þágu al­manna­hags­muna eða við beit­ingu op­in­bers valds sem Fiski­stofa fer með.

„Hvergi komi fram í 9. gr. laga nr. 36/​1992 um Fiski­stofu, eða í at­huga­semd­um við ákvæðið í frum­varpi því er varð að breyt­inga­lög­um nr. 85/​2022 og inn­leiddi fyrr­greinda 9. gr., að nafn­greina skuli þá ein­stak­linga, eða eft­ir at­vik­um út­gerðir, sem sæta refsi­kennd­um viður­lög­um í stjórn­valdsákvörðunum.“

Meint brot Fiski­stofu voru að mati LS „al­var­leg þar sem um íþyngj­andi stjórn­valdsákv­arðanir er að ræða sem varða at­vinnu­rétt­indi ein­stak­linga og geta vakið upp umræðu um mögu­lega refsi­verða hátt­semi þeirra án und­an­geng­inn­ar saka­mál­a­rann­sókn­ar“.

LS hef­ur áður kvartað til Per­sónu­vernd­ar vegna Fiski­stofu þegar stofn­un­in tók í notk­un dróna til eft­ir­lits. Gerð var breyt­ing á lög­um sem tryggði Fiski­stofu næg­ar heim­ild­ir til eft­ir­lits með slík­um tækj­um.

Skylt að birta

Fiski­stofa tel­ur hins veg­ar að um­rædd vinnsla per­sónu­upp­lýs­inga sé „nauðsyn­leg til að full­nægja laga­skyldu sem hvíl­ir á stofn­un­inni sem ábyrgðaraðila og sé nauðsyn­leg vegna verks sem unnið er í þágu al­manna­hags­muna eða við beit­ingu op­in­bers valds“.

Vísaði stofn­un­in til þess að skýrt sé kveðið á um í lög­um um um­gengni um nytja­stofna sjáv­ar að Fiski­stofu er skylt að birta op­in­ber­lega upp­lýs­ing­ar um svipt­ingu veiðiheim­ilda og til­greina þar heiti skips, skipa­skrár­núm­er, út­gerð skips, til­efni leyf­is­svipt­ing­ar og til hvaða tíma­bils svipt­ing nái.

„Vísað er til þess að í lög­skýr­ing­ar­gögn­um komi fram að ákvæði 21. gr. lag­anna sé byggt á því sjón­ar­miði að al­menn­ing­ur skuli að öðru jöfnu eiga aðgang að upp­lýs­ing­um í stjórn­sýsl­unni. Þörf hafi verið tal­in á því að sem flest­ir geti átt kost á að fylgj­ast með fram­kvæmd laga á þessu sviði þar sem með því móti megi bú­ast við að brot á lög­un­um upp­lýs­ist. Þá sé mark­mið laga nr. 57/​1996 að bæta um­gengni um nytja­stofna sjáv­ar og stuðla að því að þeir verði nýtt­ir með sjálf­bær­um hætti sem tryggi til langs tíma há­marks­a­frakst­ur fyr­ir ís­lensku þjóðina.“

Fiskistofa hefur tekið í notkun öfluga dróna til að sinna …
Fiski­stofa hef­ur tekið í notk­un öfl­uga dróna til að sinna eft­ir­liti með veiðum. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Afstaða lög­gjaf­ans skýr

Jafn­framt er greint frá því að með breyt­ing­um sem hafi verið gerðar á lög­um um Fiski­stofu hafi verið meðal mark­miða að auka gagn­sæi í störf­um Fiski­stofu sem og fyr­ir­sjá­an­leika fyr­ir þá sem starfa í grein­inni og veita bæði þeim og Fiski­stofu til­hlýðilegt aðhald.

Í ljósi þessa seg­ir Fiski­stofa ljóst að „lög­gjaf­inn hafi einnig tekið af­stöðu til þess að um­rædd birt­ing sé nauðsyn­leg í þágu lög­mætra hags­muna hins op­in­bera og að þeir vegi þyngra en þeir hags­mun­ir sem eru af leynd um upp­lýs­ing­arn­ar“.

Þó tek­ur stofn­un­in fram að upp­lýs­ing­ar um heim­il­is­fang út­gerðaraðila séu afmáðar í ákvörðunum Fiski­stofu fyr­ir birt­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar og í til­felli ein­stak­linga sem eru út­gerðaraðilar séu kenni­töl­ur þeirra einnig afmáðar.

Nafn skip­stjóra og kennitala viðkom­andi sé al­mennt afmáð ef það kem­ur fram í ákvörðun­inni en „Fiski­stofa tek­ur fram að í einu til­viki hafi nafn skip­stjóra ekki verið afmáð úr birtri ákvörðun þar sem hann var jafn­framt út­gerðaraðili og eig­andi skips­ins sem svipt var veiðileyfi og nafn­hreins­un því ekki tal­in hafa þýðingu í því til­viki. Þá séu ákv­arðanir stofn­un­ar­inn­ar ekki birt­ar fyrr en nokkru eft­ir að málsaðili hef­ur átt þess kost að kynna sér ákvörðun­ina.“

Ekki heim­ilt að víkja frá skyldu

Í niður­stöðu Per­sónu­vernd­ar kem­ur meðal ann­ars fram að það sé mat henn­ar að ákvæði laga séu „af­drátt­ar­laus og gefa til kynna skýr­an vilja lög­gjaf­ans um birt­ingu til­greindra upp­lýs­inga, gagn­sæi með fram­kvæmd um­ræddra laga­bálka, aðgang al­menn­ings að upp­lýs­ing­um í stjórn­sýsl­unni og aðhald gagn­vart hlutaðeig­andi aðilum.“

Per­sónu­vernd tel­ur enn frem­ur ekki vera neitt sem gefi Fiski­stofu heim­ild til að víkja frá skyldu sinni til op­in­berr­ar birt­ing­ar ákv­arðana um svipt­ingu veiðileyfa eða aft­ur­köll­un vigt­un­ar­leyfa. Gild­ir það óháð því hvort skip eða út­gerð ber nafn út­gerðar­manns eða er rekið sem einkafirma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.5.25 477,85 kr/kg
Þorskur, slægður 6.5.25 605,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.5.25 346,52 kr/kg
Ýsa, slægð 6.5.25 210,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.5.25 172,93 kr/kg
Ufsi, slægður 6.5.25 164,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 6.5.25 260,06 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.5.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 13.956 kg
Samtals 13.956 kg
6.5.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 475 kg
Ufsi 22 kg
Karfi 3 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 503 kg
6.5.25 Ársæll Sigurðsson HF 80 Handfæri
Þorskur 288 kg
Samtals 288 kg
6.5.25 Nótt RE 36 Handfæri
Þorskur 152 kg
Ufsi 54 kg
Samtals 206 kg
6.5.25 Neró GK 13 Handfæri
Þorskur 797 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 812 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.5.25 477,85 kr/kg
Þorskur, slægður 6.5.25 605,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.5.25 346,52 kr/kg
Ýsa, slægð 6.5.25 210,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.5.25 172,93 kr/kg
Ufsi, slægður 6.5.25 164,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 6.5.25 260,06 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.5.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 13.956 kg
Samtals 13.956 kg
6.5.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 475 kg
Ufsi 22 kg
Karfi 3 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 503 kg
6.5.25 Ársæll Sigurðsson HF 80 Handfæri
Þorskur 288 kg
Samtals 288 kg
6.5.25 Nótt RE 36 Handfæri
Þorskur 152 kg
Ufsi 54 kg
Samtals 206 kg
6.5.25 Neró GK 13 Handfæri
Þorskur 797 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 812 kg

Skoða allar landanir »