Norska lögfræðistofan Wikborg-Rein bendir í greiningu sinni, sem unnin var fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, á fjölmarga galla sem stofan telur vera á frumvarpi stjórnvalda um hækkun veiðigjalda með tilliti til álagningar á uppsjávartegundir. Meðal annars er vísað til þess að meðalverð á uppboðsmarkaði fyrir norsk-íslenska síld, makríl og kolmunna sé einmitt meðalverð og geti því ekki endurspeglað raunverulegt verðmæti afla sem skip landar hverju sinni. Auk þess er bent á ágalla í skráningarkerfum í Noregi sem dragi úr áreiðanleika gagna.
Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld er lagt til að veiðigjald á norsk-íslenska síld, kolmunna og makríl taki mið af uppboðsverði á mörkuðum í Noregi. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins hefði það í för með sér, miðað við álagningu síðasta árs, að veiðigjald á makríl yrði 1.705% hærra, 174% hærra á norsk-íslenska síld, en 9,5% lægra á kolmunna.
Í tilfelli þorsks og ýsu er hins vegar lagt til að aðeins verði miðað við verð á innlendum fiskmörkuðum og ekki tekið tillit til innri viðskipta útgerða sem bæði reka útgerð og vinnslu.
Fram kemur í greiningu Wikborg-Rein að eftirliti með löndun uppsjávarafla sé mjög ábótavant þar sem það er háð trausti til þeirra sem landa og þeirra sem kaupa. Ekkert formlegt eftirlit sé fyrir hendi eða rafræn aflaskráning og skapi það hættu á að afli sé ekki rétt skráður.
„Einkennandi fyrir norska uppsjávarmarkaðinn er að skráningarkerfi veiddra villtra sjávarfiska hefur eingöngu byggt á eigin tilkynningum og handvirkum skráningum eiganda eða notanda fiskiskips og viðtakanda og kaupanda aflans.
Þetta kerfi sem byggir á trausti felur í sér mikla hættu á að lögum og reglum sé ekki fylgt, sérstaklega í tengslum við van- og rangskráningu. Þrátt fyrir að nokkrar reglugerðarbreytingar hafi orðið á síðustu árum hefur innleiðing á sjálfvirkum vigtunar- og mælikerfum við löndun ekki enn verið tekin í gagnið,“ segir í greiningunni.
Wikborg-Rein hefur kortlagt þá þætti sem hafa áhrif á verð hverju sinni á norskum uppboðsmörkuðum sem skila ólíkum skipum ólíku verði hverju sinni. Bent er á árstíma, gæði, tegund skipa, vörutegund og fleiri þætti. Kveðst stofan gera ráð fyrir því að uppsjávarafli sem landað er á Íslandi verði einnig fyrir þessum áhrifum rétt eins og norskur afli í sömu tegundum.
„Þar sem nokkur áberandi munur er á norska uppsjávarmarkaðnum og íslenska uppsjávarmarkaðnum má færa sterk rök fyrir því að meðalverð á mánuði frá Noregi endurspegli ekki verð á ákveðnum degi eða tiltekinni afhendingu, á ákveðnum stöðum eða tilteknum gæðum á Íslandi,“ segir í greiningunni.
„Eins og við skiljum breytinguna felur hún í sér að íslensk yfirvöld, með því að nota norsk verð, séu að reyna að finna almennt kerfi til að greina grundvöll fyrirhugaðrar skattlagningar. Færa má rök fyrir því að slík nálgun sé ekki í samræmi við leiðbeiningar OECD um milliverðlagningu (e. OECD TP Guidelines), þar sem hún miðar að því að taka upp almennt og ekki endilega sambærilegt verð í stað þess að leitast við í raun að finna réttan grundvöll skattlagningar fyrir einstaka skattgreiðendur.“
Þá bendir Wikborg-Rein einnig á að þrátt fyrir að í frumvarpinu sé ætlunin að miða verð við gengi norsku krónunnar samkvæmt myntkörfu (SDR) felur það í sér gengisáhættu sem skapi aukna óvissu um hver raunverulegur grundvöllur skattlagningarinnar sé. „Spyrja má hvort rétt og nauðsynlegt sé að byggja inn slíkan viðbótarófyrirsjáanleika sem getur haft ófyrirséðar afleiðingar.“
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér tilkynningu á dögunum þar sem greint var frá því að samtökin hefðu sent atvinnuráðuneytinu athugasemdir vegna fyrirhugaðra breytinga á veiðigjöldum. Athugasemdum samtakanna fylgdu greiningar Jakobsson Capital, KPMG og Wikborg-Rein.
Svanur Guðmundsson, sem rekur greiningarfyrirtækið Bláa hagkerfið ehf., telur greiningarnar kalla á að hætt verði við innleiðingu breytinganna og farið verði í heildstæða lagaúttekt á samræmi frumvarps við stjórnarskrá og leiðbeiningar OECD. Jafnframt að nauðsynlegt sé að farið verði í sjálfstæða úttekt á forsendum útreikninga ráðuneytisins, til dæmis hjá Ríkisendurskoðun.
Þetta segir Svanur í greinargerð sem hann hefur birt á vef fyrirtækisins.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 6.5.25 | 477,85 kr/kg |
Þorskur, slægður | 6.5.25 | 605,98 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 6.5.25 | 346,52 kr/kg |
Ýsa, slægð | 6.5.25 | 210,71 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 6.5.25 | 172,93 kr/kg |
Ufsi, slægður | 6.5.25 | 164,26 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 6.5.25 | 260,06 kr/kg |
Litli karfi | 8.4.25 | 10,00 kr/kg |
6.5.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 13.956 kg |
Samtals | 13.956 kg |
6.5.25 Kvistur HF 550 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 475 kg |
Ufsi | 22 kg |
Karfi | 3 kg |
Ýsa | 3 kg |
Samtals | 503 kg |
6.5.25 Ársæll Sigurðsson HF 80 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 288 kg |
Samtals | 288 kg |
6.5.25 Nótt RE 36 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 152 kg |
Ufsi | 54 kg |
Samtals | 206 kg |
6.5.25 Neró GK 13 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 797 kg |
Ufsi | 15 kg |
Samtals | 812 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 6.5.25 | 477,85 kr/kg |
Þorskur, slægður | 6.5.25 | 605,98 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 6.5.25 | 346,52 kr/kg |
Ýsa, slægð | 6.5.25 | 210,71 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 6.5.25 | 172,93 kr/kg |
Ufsi, slægður | 6.5.25 | 164,26 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 6.5.25 | 260,06 kr/kg |
Litli karfi | 8.4.25 | 10,00 kr/kg |
6.5.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 13.956 kg |
Samtals | 13.956 kg |
6.5.25 Kvistur HF 550 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 475 kg |
Ufsi | 22 kg |
Karfi | 3 kg |
Ýsa | 3 kg |
Samtals | 503 kg |
6.5.25 Ársæll Sigurðsson HF 80 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 288 kg |
Samtals | 288 kg |
6.5.25 Nótt RE 36 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 152 kg |
Ufsi | 54 kg |
Samtals | 206 kg |
6.5.25 Neró GK 13 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 797 kg |
Ufsi | 15 kg |
Samtals | 812 kg |