Bæði evrópskar og skoskar útgerðir harma og mótmæla því að umhverfissamtök hafi mælt gegn neyslu makríls af Norðaustur-Atlantshafi. Þær evrópsku segja Evrópusambandið fyrirmynd í sjálfbærum veiðum og benda á ábyrgð annarra strandríkja, þær skosku segja Breta til fyrirmyndar og vísar í ábyrga samninga við Norðmenn og Færeyjar.
Noregur og Færeyjar hafa sætt mikilli gagnrýni undanfarin ár fyrir að einhliða stórauka makrílkvóta til sinna skipa. Hafa evrópskar útgerðir kallað eftir því að Evrópusambandið beiti þessum ríkjum viðskiptaþvingunum vegna málsins.
Yfirlýsingarnar nú má rekja til þess að Marine Conservation Society (MCS) og Alþjóðasjóður villtra dýra (WWF) ráðleggja nú neytendum að sniðganga makríl úr Norðaustur-Atlantshafi vegna viðvarandi ofveiði.
Ekki hefur verið samkomulag um skiptingu hlutdeilda í makríl milli strandríkjanna svokölluðu um árabil. Gefa því ríkin sjálfstætt út kvóta til sinna skipa á grundvelli þess hlutfalls sem ríkin telja sig eiga tilkall til á hverjum tíma. Vegna þessa hefur veiði síðustu ára verið langt umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES).
„Sjávarútvegur ESB harmar og gagnrýnir illa upplýsta ákvörðun fiskneysluleiðbeiningarit fyrir ESB, rekin af umhverfisverndarsamtökum eins og GoodFish og World Wildlife Fund (WWF), um að ráðleggja neytendum gegn því að kaupa og neyta makríls úr Norðaustur-Atlantshafi. Við skiljum einstaklega vel og deilum helstu áhyggjum af minnkandi lífmassa makríls, en með því að „rauðskrá“ tegundina er vikið frá núverandi vísindaráðgjöf sem setur stofninn yfir upphafspunkt varúðarstjórnunar. Ef kaupendur og smásalar fylgja ráðleggingum þessara félagasamtaka mun það ekki auka líkurnar á farsælum strandríkjaviðræðum. Það mun hins vegar skila höggi á síðasta flotann sem sýnir aðhald og ábyrgð í þessum veiðum: ESB flotanum,“ sagði í yfirlýsingu samtaka evrópskra útgerða, Europeche.
Samtökin segja ábyrga stjórnun makrílveiða hafa verið stefnt í hættu vegna skorts á samningum milli strandríkja um skiptingu hlutdeilda í ráðlögðum heildarafla, en strandríkin eru auk Evrópusambandsins Bretland, Noregur, Ísland, Grænland, Færeyjar og Rússland.
Fullyrt er að sjávarútvegurinn í Evrópusambandinu hafi stöðugt kallað eftir því að komist verði að heildarsamkomulagi sem tryggir sjálfbæra nýtingu makrílstofnsins. Jafnframt kallað eftir aðgerðum gegn því sem Eurpeche kallar viðvarandi úthlutun óhóflegra makrílkvóta af ríkjum utan Evrópusambandsins. Nefnt er í því samhengi allt að 55% aukningu milli ára og eru það aðeins Norðmenn og Færeyingar sem hafa stundað slíkt.
„Þessar útvíkkuðu kröfur eru byggðar á meintu breyttu flutningsmynstri og landfræðilegri dreifingu stofnsins,“ segir í yfirlýsingu Europeche sem beinir gagnrýni sinni einnig að þeirri aðferðarfræði sem Noregur beitir til að réttlæta stóraukinn makrílkvóta til sinna skipa. Um er að ræða svokallaða svæðistengingarnálgun sem byggir á að hlutdeild í deilistofninum endurspegli hlutfall fiskistofns innan lögsögu hvers ríkis, vegið með tíma sem hann eyðir á svæði hvers aðila.
Flest strandríki hafna þessari aðferðarfræði, þar á meðal Ísland.
Samtök skoskra uppsjávarútgerða, Scottish Pelagic Fishermen’s Association (SPFA), sendu einnig frá sér yfirlýsingu á dögunum vegna ráðlegginga umhverfissamtakanna þar sem aðferðir þeirra voru gagnrýndar.
„MCS hefur orð á sér fyrir að „tala í fyrirsögnum“ þegar kemur að útgáfu árlegra ráðlegginga um fiskneyslu ig það er sannarlega tilfellið í ráðgjöf þeirra fyrir makríl úr Norðaustur-Atlantshafi. Á síðasta ári var það töskukrabbi sem þeir beittu sér gegn og árið á undan var það kjaftagelgjur, og það var því hugsanlega óhjákvæmilegt að þeir myndu beina sjónum sínum að makrílnum næst,“ segir Ian Gatt framkvæmdastjóri SPFA í yfirlýsingunni.
Hann viðurkennir að ofveiði makríls eigi sér stað, það sé þó alls ekki breskum útgerðum að kenna.
„Ofveiði á sér stað vegna þess að önnur strandríki veiða á grundvelli eigin einhliða kvóta án alþjóðlegra samninga, en staðreyndin er sú að Bretland hefur haldið upprunalegri makrílhlutdeild sinni en ekki aukið hana og hefur unnið hörðum höndum að því að draga úr veiðiþrýstingi, meðal annars með nýlegum samningum við Noreg og Færeyinga. MCS hefur ekki gert sér grein fyrir þessu með því að lækka matseinkunn sína fyrir stöðu makríls,“ segir Gatt.
Athygli vekur að hann vísi til samninga Bretlands við Noreg og Færeyjar, en þeim samningum hefur verið mótmælt af öðrum strandríkjum og hefur verið bent á að Norðmenn nýti hluta af umfangsmikilli aukningu veiðiheimilda sinna til að kaupa aðgang að breskri lögsögu.
Sumarið 2023 sömdu Bretland, Noregur og Færeyjar um makrílveiðar bæði í þríhliðasamningum og svo í tvíhliðasamningum milli ríkjanna þriggja. Samningarnir voru til næstu þriggja ára með möguleika á fr% af makrílkvóta sínum í breskri lögsögu, en Bretar fá í staðinn þrjú prósentustig af þeirri hlutdeild sem Norðmenn gera tilkall til af ráðlögðum heildarafla.
Gatt gagnrýnir MCS fyrir að líta aðeins á veiðiálag makrílstofnsins en líta fram hjá raunverulegu ástandi hans. Fullyrðir hann að stofninn sé í góðu standi og stofnstærðin heilbrigð.
Að lokum bendir hann á að unnið sé að því hjá ICES að endurskoða stofnmat makríls og því ekki ljóst hvort tilefni sé til þess að fullyrða um slaka stöðu hans. „Það hefði verið mun skynsamlegra fyrir MCS að hafa beðið eftir útgáfu skýrslu þessarar vinnu frekar en að gefa út þeirra eigin fljótfæru og illa upplýsta mat.“
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.5.25 | 380,09 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.5.25 | 574,02 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.5.25 | 487,89 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.5.25 | 98,01 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.5.25 | 143,74 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.5.25 | 169,79 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.5.25 | 266,30 kr/kg |
Litli karfi | 9.5.25 | 10,00 kr/kg |
9.5.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 597 kg |
Þorskur | 325 kg |
Ýsa | 312 kg |
Hlýri | 209 kg |
Skarkoli | 51 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 1.495 kg |
9.5.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 614 kg |
Þorskur | 533 kg |
Keila | 88 kg |
Skarkoli | 21 kg |
Samtals | 1.256 kg |
9.5.25 Sævaldur SI 38 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 673 kg |
Ýsa | 7 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 682 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.5.25 | 380,09 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.5.25 | 574,02 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.5.25 | 487,89 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.5.25 | 98,01 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.5.25 | 143,74 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.5.25 | 169,79 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.5.25 | 266,30 kr/kg |
Litli karfi | 9.5.25 | 10,00 kr/kg |
9.5.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 597 kg |
Þorskur | 325 kg |
Ýsa | 312 kg |
Hlýri | 209 kg |
Skarkoli | 51 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 1.495 kg |
9.5.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 614 kg |
Þorskur | 533 kg |
Keila | 88 kg |
Skarkoli | 21 kg |
Samtals | 1.256 kg |
9.5.25 Sævaldur SI 38 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 673 kg |
Ýsa | 7 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 682 kg |