Kristján segir Alþingi engu ráða

Kristján Lofts­son segir Matvælastofnun „ausa út stjórnvaldssektum hér hægri vinstri“.
Kristján Lofts­son segir Matvælastofnun „ausa út stjórnvaldssektum hér hægri vinstri“. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf., seg­ir Alþingi engu ráða í dag. „Sjopp­ur“ á borð við Mat­væla­stofn­un og Fiski­stofu séu komn­ar með lög­reglu­vald.

Þetta er meðal þess sem Kristján seg­ir í Sjók­ast­inu, nýju hlaðvarpi á veg­um Sjó­mannadags­ráðs, þar sem fjallað er um mál­efni sjáv­ar­út­vegs og hafs­ins.

Arí­el Pét­urs­son, þátta­stjóri Sjók­asts­ins og formaður Sjó­mannadags­ráðs, bend­ir á að Kristján hafi þurft að finna fyr­ir mikl­um þrýst­ingi frá ýms­um hóp­um, þar á meðal inn­an Alþing­is, sem séu hon­um ósam­mála um hval­veiðar. Kristján hafi ekki látið und­an og hafi ein­hvern veg­inn alltaf lent á fót­un­um. 

„Þetta er bara slag­ur. Alþingi ræður engu í dag hér, meira og minna. Þeir eru bún­ir að „source-a“ þessu öllu í þess­ar stofn­an­ir. Þeir eru komn­ir með lög­reglu­vald líka,“ seg­ir Kristján.

„Taktu til dæm­is Mat­væla­stofn­un. Þeir ausa út stjórn­valds­sekt­um hér hægri vinstri. Þeim dett­ur þetta bara í hug og finnst þetta bara sniðugt,“ seg­ir Kristján og seg­ir svipaða sögu að segja með Fiski­stofu. Þar hafi sekt verið lögð á hálfu ári eft­ir meint brot.

Ætti að rétta í mál­um strax

Kristján bend­ir á að þegar land­helg­in var 12 og 50 míl­ur hafi Bret­ar og Þjóðverj­ar oft verið tekn­ir í land­helgi. Þeim hafi verið stefnt í höfn og sýslumaður réttað í mál­inu strax. Ákær­an hafi svo komið seinna.

„Að mínu mati ætti þetta að vera svona núna líka, ef að þess­ar sjopp­ur sem ég kalla, Mat­væla­stofn­un, Fiski­stofa og Vinnu­eft­ir­litið – þær eru all­ar með þess­ar heim­ild­ir í dag – að þá væri réttað í þessu strax. Ekki að þeir geti verið að leika sér með upp­tök­urn­ar og jafn­vel klippa þær til og gera all­an fjand­ann. Það er ekki hægt fyr­ir borg­ara að una því,“ seg­ir Kristján.

Sjá má viðtalið við Kristján í heild sinni hér að neðan en Sjók­astið er einnig aðgengi­legt á helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.5.25 477,85 kr/kg
Þorskur, slægður 6.5.25 605,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.5.25 346,52 kr/kg
Ýsa, slægð 6.5.25 210,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.5.25 172,93 kr/kg
Ufsi, slægður 6.5.25 164,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 6.5.25 260,06 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.5.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 13.956 kg
Samtals 13.956 kg
6.5.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 475 kg
Ufsi 22 kg
Karfi 3 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 503 kg
6.5.25 Ársæll Sigurðsson HF 80 Handfæri
Þorskur 288 kg
Samtals 288 kg
6.5.25 Nótt RE 36 Handfæri
Þorskur 152 kg
Ufsi 54 kg
Samtals 206 kg
6.5.25 Neró GK 13 Handfæri
Þorskur 797 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 812 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.5.25 477,85 kr/kg
Þorskur, slægður 6.5.25 605,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.5.25 346,52 kr/kg
Ýsa, slægð 6.5.25 210,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.5.25 172,93 kr/kg
Ufsi, slægður 6.5.25 164,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 6.5.25 260,06 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.5.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 13.956 kg
Samtals 13.956 kg
6.5.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 475 kg
Ufsi 22 kg
Karfi 3 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 503 kg
6.5.25 Ársæll Sigurðsson HF 80 Handfæri
Þorskur 288 kg
Samtals 288 kg
6.5.25 Nótt RE 36 Handfæri
Þorskur 152 kg
Ufsi 54 kg
Samtals 206 kg
6.5.25 Neró GK 13 Handfæri
Þorskur 797 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 812 kg

Skoða allar landanir »