Kristján segir Alþingi engu ráða

Kristján Lofts­son segir Matvælastofnun „ausa út stjórnvaldssektum hér hægri vinstri“.
Kristján Lofts­son segir Matvælastofnun „ausa út stjórnvaldssektum hér hægri vinstri“. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf., seg­ir Alþingi engu ráða í dag. „Sjopp­ur“ á borð við Mat­væla­stofn­un og Fiski­stofu séu komn­ar með lög­reglu­vald.

Þetta er meðal þess sem Kristján seg­ir í Sjók­ast­inu, nýju hlaðvarpi á veg­um Sjó­mannadags­ráðs, þar sem fjallað er um mál­efni sjáv­ar­út­vegs og hafs­ins.

Arí­el Pét­urs­son, þátta­stjóri Sjók­asts­ins og formaður Sjó­mannadags­ráðs, bend­ir á að Kristján hafi þurft að finna fyr­ir mikl­um þrýst­ingi frá ýms­um hóp­um, þar á meðal inn­an Alþing­is, sem séu hon­um ósam­mála um hval­veiðar. Kristján hafi ekki látið und­an og hafi ein­hvern veg­inn alltaf lent á fót­un­um. 

„Þetta er bara slag­ur. Alþingi ræður engu í dag hér, meira og minna. Þeir eru bún­ir að „source-a“ þessu öllu í þess­ar stofn­an­ir. Þeir eru komn­ir með lög­reglu­vald líka,“ seg­ir Kristján.

„Taktu til dæm­is Mat­væla­stofn­un. Þeir ausa út stjórn­valds­sekt­um hér hægri vinstri. Þeim dett­ur þetta bara í hug og finnst þetta bara sniðugt,“ seg­ir Kristján og seg­ir svipaða sögu að segja með Fiski­stofu. Þar hafi sekt verið lögð á hálfu ári eft­ir meint brot.

Ætti að rétta í mál­um strax

Kristján bend­ir á að þegar land­helg­in var 12 og 50 míl­ur hafi Bret­ar og Þjóðverj­ar oft verið tekn­ir í land­helgi. Þeim hafi verið stefnt í höfn og sýslumaður réttað í mál­inu strax. Ákær­an hafi svo komið seinna.

„Að mínu mati ætti þetta að vera svona núna líka, ef að þess­ar sjopp­ur sem ég kalla, Mat­væla­stofn­un, Fiski­stofa og Vinnu­eft­ir­litið – þær eru all­ar með þess­ar heim­ild­ir í dag – að þá væri réttað í þessu strax. Ekki að þeir geti verið að leika sér með upp­tök­urn­ar og jafn­vel klippa þær til og gera all­an fjand­ann. Það er ekki hægt fyr­ir borg­ara að una því,“ seg­ir Kristján.

Sjá má viðtalið við Kristján í heild sinni hér að neðan en Sjók­astið er einnig aðgengi­legt á helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.7.25 455,14 kr/kg
Þorskur, slægður 3.7.25 472,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.7.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 3.7.25 336,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.7.25 182,86 kr/kg
Ufsi, slægður 3.7.25 226,90 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 3.7.25 316,09 kr/kg
Litli karfi 3.7.25 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.25 Helga Guðmunds BA 191 Handfæri
Þorskur 400 kg
Ufsi 9 kg
Ýsa 2 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 413 kg
3.7.25 Neisti HU 5 Handfæri
Þorskur 758 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 759 kg
3.7.25 Mardís ÍS 400 Handfæri
Þorskur 705 kg
Samtals 705 kg
3.7.25 Oddur Val SH 311 Handfæri
Þorskur 690 kg
Ufsi 24 kg
Karfi 1 kg
Samtals 715 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.7.25 455,14 kr/kg
Þorskur, slægður 3.7.25 472,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.7.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 3.7.25 336,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.7.25 182,86 kr/kg
Ufsi, slægður 3.7.25 226,90 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 3.7.25 316,09 kr/kg
Litli karfi 3.7.25 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.25 Helga Guðmunds BA 191 Handfæri
Þorskur 400 kg
Ufsi 9 kg
Ýsa 2 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 413 kg
3.7.25 Neisti HU 5 Handfæri
Þorskur 758 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 759 kg
3.7.25 Mardís ÍS 400 Handfæri
Þorskur 705 kg
Samtals 705 kg
3.7.25 Oddur Val SH 311 Handfæri
Þorskur 690 kg
Ufsi 24 kg
Karfi 1 kg
Samtals 715 kg

Skoða allar landanir »