Framsal kvóta eina leiðin til hagræðingar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Ein mesta gagn­rýni sem komið hef­ur fram á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið er sala á kvóta eða framsal afla­heim­ilda. Oft bygg­ir sú gagn­rýni á því að fisk­ur­inn sé sam­eig­in­leg auðlind og því ætti ekki að vera hægt að selja kvóta. Stefán Þór­ar­ins­son sem kom mjög að ýms­um mál­um varðandi kvóta­kerfið þegar það var sett á var gest­ur Dag­mála Morg­un­blaðsins ný­verið og ræddi þar ýmis mál sjáv­ar­út­vegs­ins. Hvað seg­ir hann um framsal á kvóta?

    „Það varð að vera. Öðru­vísi verður eng­in hagræðing. Öðru­vísi gefa menn ekki neitt eft­ir. Þú gast held­ur ekki bara tekið þetta af mönn­um. Þeir áttu lögrétt til þess sam­kvæmt þessu fyr­ir­komu­lagi að veiðireynsla þess­ara skipa gaf þeim ákveðinn rétt. Á veiðireynslu. Þeir eiga ekk­ert fisk­inn. Það á eng­inn fisk­inn. Þetta er al­heims­eign þessi fisk­ur.“

    Nú hafa verið uppi kröf­ur um að  breyta stjórn­ar­skrá til að tryggja að fisk­ur­inn sé í sam­eig­in­legri eigu þjóðar­inn­ar.

    Fisk­ur­inn sam­eign mann­kyns­ins

    „Já. Ég held að það sé al­ger óþarfi. Við erum aðilar að Haf­rétt­ar­sátt­mála, Sam­einuðu þjóðanna. UN Law of the Sea sem samþykkt­ur var á Jamaica 1982. Þar var grund­völl­ur­inn sá að allt utan tólf mílna var sam­eign heims­ins. Líka landl­uktra ríkja. Þannig að það var ákveðið til þess að stuðla að skyn­sam­legri nýt­ingu þess­ara auðaæfa sem eru úti um all­an heim að búa til þessa 200 mílna efna­hagslög­sögu. Það eru mjög ströng skil­yrði um hvað þú mátt gera í þess­ari efna­hagslög­sögu,“ seg­ir Stefán. 

    Ísland var fyrsta vest­ræna ríkið til að full­gilda Haf­rétt­ar­sátt­mál­ann. Það seg­ir í inn­gangi samn­ings­ins: „...svo og auðlind­ir þeirra, væru sam­eig­in­leg arf­leifð mann­kyns­ins og skyldu rann­sókn­ir á þeim og hag­nýt­ing þeirra fara fram til hags­bóta fyr­ir mann­kynið í heild án til­lits til land­fræðilegr­ar legu ríkja.“

    Stefán bend­ir á að í staðinn fyr­ir að strand­rík­in hafi um­sjón með þess­um auðlind­um megi þau nýta auðlind­ir í sinni efna­hagslög­sögu en sam­kvæmt ströng­um skil­yrðum.

    En ef við mynd­um ekki veiða þorsk. Bara hætta því allt í einu?

    „Já. Þá mættu önn­ur ríki sem eru aðilar að þess­um samn­ingi banka á dyrn­ar og segja að á grund­velli þessa samn­ings vilj­um við fá að veiða. En við höf­um ennþá rétt­inn til að stýra þeim.“

    En þau hefðu þá eitt­hvað til síns máls?

    „Já. Þess vegna verðum við að nýta þetta.“ 

    Dag­málaþátt­ur­inn með Stefáni Þór­ar­ins­syni er aðgengi­leg­ur fyr­ir áskrif­end­ur með því að smella á hlekk­inn hér að neðan.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Afurð Dags. Meðalverð
    Þorskur, óslægður 9.5.25 380,09 kr/kg
    Þorskur, slægður 9.5.25 574,02 kr/kg
    Ýsa, óslægð 9.5.25 487,89 kr/kg
    Ýsa, slægð 9.5.25 98,01 kr/kg
    Ufsi, óslægður 9.5.25 143,74 kr/kg
    Ufsi, slægður 8.5.25 169,79 kr/kg
    Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
    Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
    Gullkarfi 9.5.25 266,30 kr/kg
    Litli karfi 9.5.25 10,00 kr/kg

    Fleiri tegundir »

    9.5.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
    Steinbítur 597 kg
    Þorskur 325 kg
    Ýsa 312 kg
    Hlýri 209 kg
    Skarkoli 51 kg
    Karfi 1 kg
    Samtals 1.495 kg
    9.5.25 Háey I ÞH 295 Lína
    Steinbítur 614 kg
    Þorskur 533 kg
    Keila 88 kg
    Skarkoli 21 kg
    Samtals 1.256 kg
    9.5.25 Sævaldur SI 38 Handfæri
    Þorskur 673 kg
    Ýsa 7 kg
    Steinbítur 2 kg
    Samtals 682 kg

    Skoða allar landanir »

    Fleira áhugavert
    Afurð Dags. Meðalverð
    Þorskur, óslægður 9.5.25 380,09 kr/kg
    Þorskur, slægður 9.5.25 574,02 kr/kg
    Ýsa, óslægð 9.5.25 487,89 kr/kg
    Ýsa, slægð 9.5.25 98,01 kr/kg
    Ufsi, óslægður 9.5.25 143,74 kr/kg
    Ufsi, slægður 8.5.25 169,79 kr/kg
    Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
    Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
    Gullkarfi 9.5.25 266,30 kr/kg
    Litli karfi 9.5.25 10,00 kr/kg

    Fleiri tegundir »

    9.5.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
    Steinbítur 597 kg
    Þorskur 325 kg
    Ýsa 312 kg
    Hlýri 209 kg
    Skarkoli 51 kg
    Karfi 1 kg
    Samtals 1.495 kg
    9.5.25 Háey I ÞH 295 Lína
    Steinbítur 614 kg
    Þorskur 533 kg
    Keila 88 kg
    Skarkoli 21 kg
    Samtals 1.256 kg
    9.5.25 Sævaldur SI 38 Handfæri
    Þorskur 673 kg
    Ýsa 7 kg
    Steinbítur 2 kg
    Samtals 682 kg

    Skoða allar landanir »