„Það er algjör snilld að róa á grásleppu í þessu veðri,“ segir Arnþór Hermannsson, skipstjóri á Sæþóri EA 101, en hann fór nýverið með bróður sínum Heimi og Þorgeiri Baldurssyni, ljósmyndara og sjómanni, á veiðar í einmuna blíðu.
„Við fórum út klukkan hálfsjö um morguninn í algjöru logni og fórum út með bjarginu út undir múlann í átt að Ólafsfirði. Þar voru dregin einhver 45-50 net og við vorum komnir í land aftur klukkan hálfellefu og búnir að öllu,“ segir Arnþór sem landaði rúmlega tveimur tonnum af grásleppu í Dalvík eftir túrinn.
Arnþór segir að tíðin fyrir norðan hafi verið einstök í vetur.
„Þegar við byrjuðum 8. febrúar á grásleppunni var logn næstum því í tvo mánuði, og af og til örlítil suðvestangola. Maður man ekki eftir öðru eins veðri hér á þessum árstíma,“ segir hann og bætir við að aðeins hafi í dymbilvikunni komið smá bræla. „Það er það eina sem við höfum séð af norðanátt síðan í byrjun febrúar.“
Þegar Arnþór er spurður að því hvernig honum lítist á að grásleppukvótinn hafi verið minnkaður um þriðjung milli ára hnussar hann. „Hafró virðist ekki finna neina grásleppu frekar en nokkuð annað í sjónum. Það hefur aldrei verið jafn góð veiði miðað við netafjölda og í ár, en við höfum verið með líklega helmingi færri net en undanfarin ár en erum samt að veiða betur,“ segir hann og bætir við að í ljósi minni kvóta séu menn ekki að beita sér eins og þeir gætu.
Arnþór segir að það verði að hafa betra samband við þá sem stunda veiðarnar og sjái hvernig fiskgengdin frekar en að láta Hafrannsóknastofnun alfarið sjá um að kveða upp með kvótann. „Það á bara að hafa þetta á svipuðu róli og það hefur verið undanfarin ár. Svo er ekki nógu gott hvað Hafró gefur seint upp kvótann. Þegar vertíðin byrjar í byrjun febrúar er ansi seint að gefa það ekki frá sér fyrr en komið er fram í apríl.“
Þegar Arnþór er spurður hvort Hafrannsóknastofnun verði ekki að passa upp á ofveiði fiskstofna spyr hann að bragði: „Já, og hvernig hefur þeim gengið með það? Humarinn hefur dottið alveg niður og rækjan er dottin niður, svo maður minnist ekki á þorskinn hérna um árið, svo að það er eitthvað annað sem veldur þessu. Svo vilja þeir djöflast við að leita að loðnu, þegar þorskur og fleiri fiskar lifa á henni. Ég held að það væri nær að banna loðnuveiðar næstu árin og sjá hvort staðan lagist ekki umtalsvert. Ekkert vit í því að vera að leita að æti fisksins.“
Nú er Arnþór að verða búinn með grásleppukvótann fyrir þessa vertíð. „Við eigum 2-3 tonn eftir til að fylla kvótann, svo að við klárum þetta núna. Þá eru eftir 48 dagar í strandveiðar, ef valkyrjurnar standa við orð sín. Maður verður að vona það,“ segir hann og bætir við að þá fari sumarið í strandveiðar á Sæþóri og á Guðmundi Arnari EA 102 í netaveiðar á þorski og ýsu.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 13.5.25 | 516,03 kr/kg |
Þorskur, slægður | 13.5.25 | 559,00 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 13.5.25 | 410,67 kr/kg |
Ýsa, slægð | 13.5.25 | 318,09 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 13.5.25 | 227,67 kr/kg |
Ufsi, slægður | 13.5.25 | 288,92 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 13.5.25 | 247,69 kr/kg |
Litli karfi | 13.5.25 | 10,00 kr/kg |
13.5.25 Silfurborg SU 22 Dragnót | |
---|---|
Steinbítur | 7.676 kg |
Ýsa | 1.992 kg |
Skarkoli | 1.197 kg |
Þorskur | 229 kg |
Samtals | 11.094 kg |
13.5.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 9.004 kg |
Ýsa | 1.641 kg |
Steinbítur | 362 kg |
Ufsi | 52 kg |
Langa | 16 kg |
Samtals | 11.075 kg |
13.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 5.518 kg |
Þorskur | 4.406 kg |
Ýsa | 1.776 kg |
Skarkoli | 191 kg |
Hlýri | 37 kg |
Langa | 25 kg |
Samtals | 11.953 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 13.5.25 | 516,03 kr/kg |
Þorskur, slægður | 13.5.25 | 559,00 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 13.5.25 | 410,67 kr/kg |
Ýsa, slægð | 13.5.25 | 318,09 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 13.5.25 | 227,67 kr/kg |
Ufsi, slægður | 13.5.25 | 288,92 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 13.5.25 | 247,69 kr/kg |
Litli karfi | 13.5.25 | 10,00 kr/kg |
13.5.25 Silfurborg SU 22 Dragnót | |
---|---|
Steinbítur | 7.676 kg |
Ýsa | 1.992 kg |
Skarkoli | 1.197 kg |
Þorskur | 229 kg |
Samtals | 11.094 kg |
13.5.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 9.004 kg |
Ýsa | 1.641 kg |
Steinbítur | 362 kg |
Ufsi | 52 kg |
Langa | 16 kg |
Samtals | 11.075 kg |
13.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 5.518 kg |
Þorskur | 4.406 kg |
Ýsa | 1.776 kg |
Skarkoli | 191 kg |
Hlýri | 37 kg |
Langa | 25 kg |
Samtals | 11.953 kg |