Tókst að ljúka 34 milljarða fjármögnun

Samherja hf. hefur tekist að ljúka fjármögnun fyrsta áfanga landeldisstöðvar …
Samherja hf. hefur tekist að ljúka fjármögnun fyrsta áfanga landeldisstöðvar Samherja fiskeldi ehf. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Sam­herji fisk­eldi ehf., dótt­ur­fé­lag Sam­herja hf., hef­ur lokið fjár­mögn­un fyrsta áfanga Eld­is­garðs, nýrr­ar land­eld­is­stöðvar við Reykja­nes­virkj­un, með út­gáfu nýs hluta­fjár og sam­bankaláni, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef Sam­herja.

Fram kem­ur að fjár­mögn­un fyrsta áfanga nem­ur 235 millj­ón­um evra, jafn­v­irði 34 millj­arða króna. Verk­efnið er stærsta fjár­fest­ing fé­lags­ins frá upp­hafi.

Jarðvegs­fram­kvæmd­ir við Eld­is­garð hóf­ust í októ­ber 2024 og er land­eld­is­stöðin staðsett í auðlindag­arði HS Orku við Reykja­nes­virkj­un með aðgang að 100% end­ur­nýj­an­legri orku frá virkj­un­inni sem þar er. Stöðin verður byggð í þrem­ur áföng­um.

Þegar lokið verður við að reisa fyrsta áfanga eld­is­stöðvar­inn­ar mun hún fram­leiða 10.000 tonn af slægðum laxi en stefnt er að því að taka stöðina í notk­un á fyrsta árs­fjórðungi 2027. Áætlað er að eitt hundrað ný störf verða til í stöðinni og ann­ar eins fjöldi af­leiddra starfa.

Full­byggð eld­is­stöð mun ná fram­leiðslu­af­köst­um upp á 30.000 tonn á ári, en til stend­ur að nýta hliðar­af­urðir sem falla til við fram­leiðsluna inn­an auðlindag­arðs HS Orku.

Jarðvegsframkvæmdir við Eldisgarð hófust í október 2024. Landeldisstöðin verður staðsett …
Jarðvegs­fram­kvæmd­ir við Eld­is­garð hóf­ust í októ­ber 2024. Land­eld­is­stöðin verður staðsett í auðlindag­arði HS Orku við Reykja­nes­virkj­un. Ljós­mynd/​Sam­herji

Bygg­ir á reynslu úr Öxarf­irði

„Það er afar ánægju­legt að fjár­mögn­un nýju land­eld­is­stöðvar­inn­ar, Eld­is­garðs, sé í höfn. Inn­lend­ir og er­lend­ir bank­ar og fjár­fest­ar sýna okk­ur mikið traust með sinni þátt­töku. Við sett­um okk­ur skýrt mark­mið strax í upp­hafi að fá ut­anaðkom­andi fjár­festa að þessu verk­efni og það hef­ur nú náðst. Við vænt­um þess að land­eldi á Íslandi skili um­tals­verðri hag­sæld fyr­ir þjóðarbúið, rétt eins og ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur gert und­an­farna ára­tugi,“ seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formaður Sam­herja fisk­eld­is, í til­kynn­ing­unni.

„Eld­is­garður bygg­ir á reynslu okk­ar af land­eldi í Öxarf­irði. Frá ár­inu 2023 höf­um við fjár­fest í stöðinni í Öxarf­irði fyr­ir rúm­lega fjóra millj­arða króna. Sú fjár­fest­ing fólst í stækk­un og inn­leiðingu á nýrri tækni sem verður notuð í Eld­is­garði. Árang­ur­inn af þess­um breyt­ing­um hef­ur ekki látið á sér standa og styrk­ir vænt­ing­ar okk­ar um rekst­ur nýju land­eld­is­stöðvar­inn­ar,“ seg­ir Þor­steinn Már.

Þorsteinn Már Baldvinsson.
Þor­steinn Már Bald­vins­son. mbl.is/​Há­kon Páls­son

Vek­ur hann at­hygli á því að teymi hafi unnið í lang­an tíma að und­ir­bún­ingu þessa stóra og fjár­freka verk­efn­is og þannig lagt grunn­inn að þvi sem Þor­steinn Már tel­ur verða landa­ledi í fremstu röð á heimsvísu.

„Ég er af­skap­lega stolt­ur af starfs­fólki Sam­herja á þess­um tíma­mót­um og við telj­um okk­ur vel í stakk búin að tak­ast á við marg­falt stærra land­eldi,“ seg­ir hann.

Stækkuðu hluta­fjáraukn­ing­una

Í til­kynnign­unni seg­ir að fjár­mögn­un Eld­is­garðs hafi verið tvíþætt. Ann­ars veg­ar var um að ræða út­gáfu nýs hluta­fjár í Sam­herja fisk­eldi ehf. upp á 125 millj­ón­ir evra og hins veg­ar sam­bankaláni upp á 110 millj­ón­ir evra.

Vegna mik­ils áhuga á verk­efn­inu var ákveðið að auka um­fang hluta­fjárút­gáf­unn­ar og leggja þá grunn að næsta áfanga í upp­bygg­ingu land­eld­is­stöðvar­inn­ar. Bæði inn­lend­ir og er­lend­ir fjár­fest­ar taka þátt í þess­ari stækk­un út­gáf­unn­ar og er ráðgert að henni ljúki fyr­ir lok maí næst­kom­andi.

Um 100 manns koma til með að starfa í Eldisgarði …
Um 100 manns koma til með að starfa í Eld­is­garði og verður meiri­hluti þeirra þekk­ing­ar­störf, þar sem rík áhersla verður lögð á sjálf­virkni í stöðinni. Mynd/​Sam­herji

Greint er frá því að Sam­herji hf., sem er í dag eig­andi 99% hluta­fjár í Sam­herja fisk­eldi, mun leggja til um helm­ing hluta­fjáraukn­ing­ar­inn­ar á móti fjár­fest­ingu frá hópi fjár­festa. Þar er um að ræða AF3 slhf. (fram­taks­sjóð í rekstri Alfa Fram­taks ehf.), CCap (hol­lenskt fjár­fest­ing­ar­fé­lag í fjöl­skyldu­eigu) og Snæ­ból ehf. (ís­lenskt fjár­fest­ing­ar­fé­lag í fjöl­skyldu­eigu). Sam­bankalán uppá 110 millj­ón­ir evra er leitt af Íslands­banka með þátt­töku Lands­bank­ans, Nordea og Eks­fin – Ek­sport­fin­ansier­ing i Nor­egi.

Fyr­ir­tækjaráðgjöf Íslands­banka og Arctic Secu­rities í Osló voru ráðgjaf­ar Sam­herja fisk­eld­is í fjár­mögn­un­ar­ferl­inu.

Birt hef­ur verið kynn­ing­ar­mynd­band vegna áforma Sam­herja fisk­eldi ehf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.5.25 522,85 kr/kg
Þorskur, slægður 15.5.25 557,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.5.25 449,25 kr/kg
Ýsa, slægð 15.5.25 406,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.5.25 11,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.5.25 280,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 15.5.25 244,53 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 3.998 kg
Steinbítur 3.400 kg
Ýsa 3.052 kg
Skarkoli 195 kg
Langa 40 kg
Karfi 5 kg
Samtals 10.690 kg
15.5.25 Mardís ÍS 400 Handfæri
Þorskur 382 kg
Samtals 382 kg
15.5.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 7.386 kg
Ýsa 3.940 kg
Steinbítur 118 kg
Keila 80 kg
Skarkoli 32 kg
Karfi 20 kg
Samtals 11.576 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.5.25 522,85 kr/kg
Þorskur, slægður 15.5.25 557,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.5.25 449,25 kr/kg
Ýsa, slægð 15.5.25 406,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.5.25 11,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.5.25 280,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 15.5.25 244,53 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 3.998 kg
Steinbítur 3.400 kg
Ýsa 3.052 kg
Skarkoli 195 kg
Langa 40 kg
Karfi 5 kg
Samtals 10.690 kg
15.5.25 Mardís ÍS 400 Handfæri
Þorskur 382 kg
Samtals 382 kg
15.5.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 7.386 kg
Ýsa 3.940 kg
Steinbítur 118 kg
Keila 80 kg
Skarkoli 32 kg
Karfi 20 kg
Samtals 11.576 kg

Skoða allar landanir »