Vildi grafa ofan í djúp sár í þjóðarsálinni

Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra, sagði í samtali við Sjókastið að …
Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra, sagði í samtali við Sjókastið að umræðan um sjávarútveg ætti að snúast um grein sem væri í raun og í grunninn svo öflug og svo sterk og til svo mikillar fyrirmyndar á heimsvísu að við ættum miklu meira að vera stolt af henni heldur en ósátt við hana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þegar ég kom inn í mat­vælaráðuneytið, sem var þá sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneytið og varð svo mat­vælaráðuneytið, þá hugsaði ég auðvitað heil­mikið um þessi átök sem hafa verið í kring­um sjáv­ar­út­veg á Íslandi.

Það eru svo djúp sár í þjóðarsál­inni út af sjáv­ar­út­vegi og mig langaði að grafa svo­lítið ofan í það og reyna að finna flöt­inn til þess að færa umræðuna um grein­ina svo­lítið áfram.“

Þetta sagði Svandís Svavars­dótt­ir, formaður Vinstri grænna og fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra og síðar mat­vælaráðherra í rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, í sam­tali við Arí­el Pét­urs­son, formann Sjó­mannadags­ráðs, í Sjókast­inu, hlaðvarpi Sjó­mannadags­ráðs á dög­un­um.

Arí­el sagði Svandísi hafa tekið slagi sem kannski ekki all­ir hafi þorað eða viljað taka í tengsl­um við sjáv­ar­út­veg og vildi heyra henn­ar hlið.

Hag­ur allra

Í viðtal­inu lýsti Svandís því hvernig hún vildi finna flöt með öll­um hlutaðeig­andi og að umræðan myndi ekki ein­göngu snú­ast um veiðigjöld sem ættu að vera svona eða svona há held­ur um grein sem væri í raun og í grunn­inn svo öfl­ug og sterk og til svo mik­ill­ar fyr­ir­mynd­ar á heimsvísu að við ætt­um miklu meira að vera stolt af henni held­ur en ósátt við hana.

„Þannig að ég leit svo á að það væri hag­ur bæði stjórn­mál­anna, al­menn­ings í land­inu og ekki síður grein­ar­inn­ar sjálfr­ar að finna þenn­an sam­eig­in­lega flöt,“ sagði Svandís.

Sagði hún enga op­in­bera stefnu hafa legið fyr­ir um sjáv­ar­út­veg þegar hún tók við sem mat­vælaráðherra og að lög­gjöf­in hafi verið mik­ill bútasaum­ur.

All­ir voru sam­mála um að nýta bæri nytja­stofna sjáv­ar með ábyrg­um hætti og tekj­um dreift á sann­gjarn­an hátt en hún taldi að skoða þyrfti grein­ina frá víðara sjón­ar­horni en þá þröngu af­mörkuðu þætti sem átök höfðu staðið um.

60 bráðabirgðatil­lög­ur og skýrsla

Hún setti af stað verk­efni í ráðuneyt­inu sem hét Auðlind­in okk­ar og kallaði alla, sem hags­muna áttu að gæta að borðinu.

Til þess að draga fram sam­eig­in­lega sýn voru vinnu­hóp­ar myndaðir. Í fram­hald­inu voru gefn­ar út 60 bráðabirgðatil­lög­ur sem fóru til um­sagn­ar og 2023 kom út skýrsl­an Auðlind­in okk­ar.

Í þeirri skýrslu var viðhorfs­könn­un þar sem kom í ljós meira ósætti um fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið á Norðvest­ur­landi en ann­ars staðar. Þar kom einnig í ljós meiri al­menn­ur stuðning­ur við strand­veiðar en haldið hafði verið fram.

Ein arf­leið þess­ar­ar vinnu má sjá í vinnu sem nú­ver­andi stjórn­völd eru að fram­kvæma eins og t.d. um gagn­sæ­isákvæði og tengsl og eign­ar­hald í sjáv­ar­út­vegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.5.25 515,33 kr/kg
Þorskur, slægður 14.5.25 557,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.5.25 408,87 kr/kg
Ýsa, slægð 14.5.25 429,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.5.25 224,50 kr/kg
Ufsi, slægður 14.5.25 274,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 14.5.25 263,89 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.5.25 Neró GK 13 Handfæri
Þorskur 609 kg
Ufsi 191 kg
Karfi 5 kg
Samtals 805 kg
14.5.25 Doddi RE 30 Handfæri
Þorskur 835 kg
Ufsi 114 kg
Langa 10 kg
Karfi 1 kg
Samtals 960 kg
14.5.25 Herborg HF 67 Handfæri
Þorskur 544 kg
Ufsi 120 kg
Samtals 664 kg
14.5.25 Kvika HF 56 Handfæri
Þorskur 262 kg
Ufsi 59 kg
Samtals 321 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.5.25 515,33 kr/kg
Þorskur, slægður 14.5.25 557,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.5.25 408,87 kr/kg
Ýsa, slægð 14.5.25 429,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.5.25 224,50 kr/kg
Ufsi, slægður 14.5.25 274,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 14.5.25 263,89 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.5.25 Neró GK 13 Handfæri
Þorskur 609 kg
Ufsi 191 kg
Karfi 5 kg
Samtals 805 kg
14.5.25 Doddi RE 30 Handfæri
Þorskur 835 kg
Ufsi 114 kg
Langa 10 kg
Karfi 1 kg
Samtals 960 kg
14.5.25 Herborg HF 67 Handfæri
Þorskur 544 kg
Ufsi 120 kg
Samtals 664 kg
14.5.25 Kvika HF 56 Handfæri
Þorskur 262 kg
Ufsi 59 kg
Samtals 321 kg

Skoða allar landanir »