Ragnar segir auglýsingu SFS „korter í siðleysi“

Heitar umræður hafa spunnist á samfélagsmiðlum í kringum auglýsingu SFS.
Heitar umræður hafa spunnist á samfélagsmiðlum í kringum auglýsingu SFS. Samsett mynd

Ragn­ar Braga­son leik­stjóri hraun­ar yfir „skelfi­lega aug­lýs­ingu“ Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi fyr­ir „klént og illa af­greitt hand­rit“. Hann tel­ur að sam­tök­un­um hafi orðið fr­eu­dísk­ur fóta­skort­ur.

Sak­ar hann sam­tök­in um áróður sem sé „kort­er í siðleysi“ og minni á það sem viðgekkst í aðdrag­anda banka­hruns.

Aug­lýs­ing­in, sem er hluti af her­ferð SFS gegn hækk­un veiðigjalda, fjall­ar um tvo Norðmenn sem sitja á veit­ingastað, jakkafa­ta­klædd­ir og bind­is­laus­ir líkt og Exit-auðmenn­irn­ir, og ræða sam­an um hve mik­il „gull­náma“ fisk­ur­inn sé.

Ann­ar þeirra bend­ir á að ís­lend­ing­ar nýti nær allt í fiskn­um, fram­leiði jafn­vel úr hon­um gos­drykki, og verða Norðmenn­irn­ir þá hvumsa yfir því hvers vegna Íslend­ing­ar vilji „fara norsku leiðina“.

Það eru þeir Jon Øig­ar­den, sem lék ein­mitt í Exit, og Odd­geir Thune, sem lék m.a. í Blind­so­ne, sem leika í Norðmenn­ina tvo, sem þykja skír­skot­un í Exit.

Fr­eu­dísk mis­mæli?

Ekki var öll­um skemmt. Sér­stak­lega ekki Ragn­ari Braga­syni, sem leik­stýrði m.a. Næt­ur­vakt­inni (2007) og verðlauna­kvik­mynd­inni Gull­reng (2020), en hann sting­ur niður penna.

„Kald­hæðnis­leg­ast er að það er “fr­eudi­an slip” í leiktexta, eða: “Hér er mögu­leiki á að græða hell­ing af pen­ing­um” sem gæti verið slog­an fyr­ir verstu af­leiðing­ar kvóta­kerf­is­ins, þ.e hrun margra smárra sjáv­arþorpa á lands­byggðinni vegna græðgi er fram­kvæmd var und­ir merkj­um “hagræðing­ar,“ skrif­ar Ragn­ar í færslu á Face­book. „En það má þekkja þá sem drekka á þeim fé­lög­um sem þeir þekkja.“

Hann tel­ur að SFS eyði tug­um, jafn­vel hundruðum millj­óna í aug­lýs­inga­her­ferðir og áróður  „fyr­ir málstað sem ENG­IN nema frændi þeirra“ hafi samúð með.

„Áróður sem er byggður á rang­hug­mynd­um, rang­færsl­um og er kort­er í siðleysi. Þetta minn­ir á það allra versta sem var í gangi í bruðli og veru­leika­fyrr­ingu á tíma­bil­inu fyr­ir banka­hrun,“ seg­ir hann.

Hafi lesið sal­in rangt

Nokk­ur hundruð manns brugðust við færsl­unni og hafa sum­ir lagt orð í belg. Þar á meðal er Eg­ill Helga­son sem tek­ur und­ir með leik­stjór­an­um í at­huga­semda­kerf­inu.

Jón Gn­arr, þingmaður Viðreisn­ar og meðhöf­und­ur Ragn­ars að Vaktaserí­un­um, seg­ir að aug­lýs­ing­in sé „mjög fag­mann­lega gerð“ en hand­ritið að vísu ekki gott. „All­ur þessi áróður er fram­leidd­ur af fólki sem finnst svo þrengt að sér og rekstri sín­um, sem sé nú þegar í járn­um. Samt er hreinn rekstr­ar­hagnaður þeirra 93 millj­arðar,“ skrif­ar þingmaður meiri­hlut­ans.

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir, leik­kona og fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðandi, bend­ir á að alltaf séu til mann­eskj­ur fal­ar fyr­ir fé, jafn­vel leik­stjór­ar og leik­ar­ar.

Rúm­lega hundrað hafa einnig deilt færsl­unni, þar á meðal Pálmi Gests­son leik­ari og nafni hans, Pálmi Gunn­ars­son leik­ari.

Odd­ný Harðardótt­ir, sem var þingmaður fram að 2024, skrif­ar á Face­book að SFS sé ekki að lesa sal­inn rétt „ef þau halda að aug­lýs­ing­ar með ein­um af aðalleik­ur­um Exit þátt­anna muni gagn­ast þeim“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.5.25 516,03 kr/kg
Þorskur, slægður 13.5.25 559,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.5.25 410,67 kr/kg
Ýsa, slægð 13.5.25 318,09 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.5.25 227,67 kr/kg
Ufsi, slægður 13.5.25 288,92 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 13.5.25 247,69 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.5.25 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 7.676 kg
Ýsa 1.992 kg
Skarkoli 1.197 kg
Þorskur 229 kg
Samtals 11.094 kg
13.5.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 9.004 kg
Ýsa 1.641 kg
Steinbítur 362 kg
Ufsi 52 kg
Langa 16 kg
Samtals 11.075 kg
13.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.518 kg
Þorskur 4.406 kg
Ýsa 1.776 kg
Skarkoli 191 kg
Hlýri 37 kg
Langa 25 kg
Samtals 11.953 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.5.25 516,03 kr/kg
Þorskur, slægður 13.5.25 559,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.5.25 410,67 kr/kg
Ýsa, slægð 13.5.25 318,09 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.5.25 227,67 kr/kg
Ufsi, slægður 13.5.25 288,92 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 13.5.25 247,69 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.5.25 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 7.676 kg
Ýsa 1.992 kg
Skarkoli 1.197 kg
Þorskur 229 kg
Samtals 11.094 kg
13.5.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 9.004 kg
Ýsa 1.641 kg
Steinbítur 362 kg
Ufsi 52 kg
Langa 16 kg
Samtals 11.075 kg
13.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.518 kg
Þorskur 4.406 kg
Ýsa 1.776 kg
Skarkoli 191 kg
Hlýri 37 kg
Langa 25 kg
Samtals 11.953 kg

Skoða allar landanir »