13 ákærðir vegna brota á fiskveiðilögum

Morten Daae, varðstjóri hjá lögreglunni í Finnmörk, segir rannsókn málsins …
Morten Daae, varðstjóri hjá lögreglunni í Finnmörk, segir rannsókn málsins umfangsmikla. Ljósmynd/Politiet

Lög­regl­an í Finn­mörk í Nor­egi hef­ur ákært þrett­án ein­stak­linga og átta fyr­ir­tæki tengd sjáv­ar­út­vegi í tengsl­um við rann­sókn þarlendra yf­ir­valda á stór­felldu broti gegn ákvæðum norskra laga um nýt­ingu nátt­úru­auðlinda.

Í um­fangs­mikl­um aðgerðum norskra lög­reglu­yf­ir­valda, norsku fiski­stof­unn­ar (Fisker­idirek­toratet, þarlendra skatta- og tolla­yf­ir­valda og norsku strand­gæsl­unn­ar í síðustu viku voru fleiri hand­tekn­ir og fór fram hús­leit á fleiri stöðum.

Lagt var hald á mikið magn af fiski og kóngakrabba, en grun­ur leik­ur á að fyr­ir­tæk­in hafi af ásetn­ingi og í mikl­um mæli van­talið magn í lönd­un og sölu auk þess að skrá ekki rétt­ar teg­und­ir.

„Ég get ekki tjáð mig í smá­atriðum um það sem hef­ur komið fram í yf­ir­heyrsl­un­um, en eng­inn hinna ákærðu hef­ur játað sök og jafn­framt tel­ur lög­regl­an að nokkr­ir þeirra hafi með framb­urði sín­um tengt sig við aðstæður sem eru ólög­leg­ar og gætu leitt til refsi­á­byrgðar,“ seg­ir Morten Daae, varðstjóri hjá lög­regl­unni í Finn­mörk, í til­kynn­ingu á vef norsku lög­regl­unn­ar.

Látið var til skar­ar skríða eft­ir leyni­lega rann­sókn sem staðið hafði yfir frá sumr­inu 2024. Fóru fram hús­leit­ir í Le­bes­by, Gam­vik, Tana, Porsan­ger og Hammer­fest.

Biðja al­menn­ing um aðstoð

„Þetta virðist hafa verið gert kerf­is­bundið og skipu­lagt þannig að sjó­menn hafa af­hent meiri fisk og kóngakrabba, annað hvort sem hluti af kerf­inu eða fundið fyr­ir þrýst­ingi til að af­henda meira en fram hef­ur komið í lönd­un­ar- og sölu­skýrsl­um. Við erum að rann­saka alla mat­væla­keðjuna, frá sjó­mönn­um til kaup­enda, til að fá heild­stæða mynd af því hvernig þetta gerðist og ef ein­hver hef­ur þörf fyr­ir upp­lýs­ing­ar eða upp­lýs­ing­ar sem hann vill deila með lög­regl­unni, þá biðjum við viðkom­andi að hafa sam­band við lög­regl­una,“ seg­ir Daae.

Norska lög­regl­an upp­lýs­ir að lagt var hald á nokkra tugi tonna af sjáv­ar­fangi, bæði ferskt og frosið, og að unnið hafi verið að því að rýna í til­kynnt­ar lönd­un­ar­töl­ur til að kanna lög­mæti afl­ans. Jafn­framt er verið að at­huga hvort kóngakrabb­inn hafi veiðst á friðun­ar­tíma­bili.

Þá fannst tölu­vert af kóngakrabba og laxi sem hafði verið geymt fram yfir síðasta neyslu­dag í sömu geymsl­um og hafði verið komið fyr­ir öðrum fersk­um sjáv­ar­af­urðum. Þeim þætti máls­ins hef­ur verið vísað til mat­væla­eft­ir­lits Nor­egs.

Fjöldi stofnana og eftirlitsaðila komu að aðgerðunum. Meðal annars norska …
Fjöldi stofn­ana og eft­ir­litsaðila komu að aðgerðunum. Meðal ann­ars norska strand­gæsl­an, norksa fiski­stof­an og lög­regl­an. Ljós­mynd/​Fisker­i­driek­toratet

Einnig lagt hald á bók­halds­gögn, tölv­ur og síma, en unnið er að því að fara í gegn­um þær upp­lýs­ing­ar sem í gögn­un­um finn­ast sem kunna að varpa ljósi á málið.

„Við mun­um nú fara yfir bók­halds­bæk­ur, dag­bæk­ur, skýr­ing­ar­gögn og svo fram­veg­is, til að bera sam­an við töl­ur sem veitt­ar eru fisk­veiðiyf­ir­völd­um, skattyf­ir­völd­um, í út­flutn­ings­skjöl­um og fleira þess hátt­ar. Þetta er um­tals­vert verk sem mun halda áfram í marga mánuði. Fiski­stofa, skattyf­ir­völd og tol­lyf­ir­völd munu einnig leggja sitt af mörk­um til þessa verks,“ út­skýr­ir Daae.

Hann seg­ir ekki úti­lokað að fleiri hand­tök­ur kunna að eiga sér stað vegna máls­ins.

Vinna með lög­regl­unni

Norska fiski­stof­an, Fisker­idirek­toratet, var með mann­skap sem tók þátt í aðgerðunum í síðustu viku, sem hóf­ust 23. apríl.

„Við ber­um ábyrgð á eft­ir­liti og eft­ir­liti í fisk­veiðum og aðstoðum lög­regl­una þegar þörf er á fag­legri þekk­ingu okk­ar við rann­sókn­ir. Við höf­um því sent út reynslu­mikla og hæfa skoðun­ar­menn til að stuðla að ít­ar­legri fram­kvæmd,“ út­skýr­ir Kari­anne Moen, deild­ar­stjóri hjá norsku stofn­un­inni, í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Karianne Moen, deildarstjóri hjá Fiskeridirektoratet.
Kari­anne Moen, deild­ar­stjóri hjá Fisker­idirek­toratet. Ljós­mynd/​Fisker­idirek­toratet: Marius Fisk­um

Hún seg­ir norsku fiski­stof­una vinna kerf­is­bundið gegn brot­um á fisk­veiðilög­gjöf­inni og bygg­ir sú vinna á áhættu­grein­ingu og söfn­un mik­illa upp­lýs­inga. „Þetta er sérþekk­ing sem er mik­il­væg til að fram­kvæma aðgerðir sem þess­ar vel og sem nýt­ist í sam­starfi við aðrar stofn­an­ir.“

Stofn­un­in vinn­ur nú náið með norsku lög­regl­unni að frek­ari rann­sókn máls­ins meðal ann­ars með því að fara yfir þau gögn sem lagt hef­ur verið hald á og veita ít­ar­leg­ar grein­ing­ar á þeim gögn­um og upp­lýs­ing­um sem liggja fyr­ir í mál­inu, að sögn Moen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.25 471,80 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.25 588,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.25 390,85 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.25 378,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.25 158,49 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.25 248,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.25 238,19 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.5.25 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 90 kg
Samtals 90 kg
16.5.25 Hafdís SK 44 Dragnót
Steinbítur 3.290 kg
Skarkoli 1.878 kg
Þorskur 1.766 kg
Ýsa 90 kg
Sandkoli 48 kg
Samtals 7.072 kg
16.5.25 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Samtals 608 kg
16.5.25 Auðbjörg NS 200 Handfæri
Þorskur 1.089 kg
Ufsi 77 kg
Samtals 1.166 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.25 471,80 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.25 588,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.25 390,85 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.25 378,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.25 158,49 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.25 248,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.25 238,19 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.5.25 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 90 kg
Samtals 90 kg
16.5.25 Hafdís SK 44 Dragnót
Steinbítur 3.290 kg
Skarkoli 1.878 kg
Þorskur 1.766 kg
Ýsa 90 kg
Sandkoli 48 kg
Samtals 7.072 kg
16.5.25 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Samtals 608 kg
16.5.25 Auðbjörg NS 200 Handfæri
Þorskur 1.089 kg
Ufsi 77 kg
Samtals 1.166 kg

Skoða allar landanir »