Hegðunarmynstur og dreifing grásleppu á Íslandsmiðum gerir mögulegt að veiða tegundina í nægilegu magni með botnvörpu til að hægt sé að byggja stofnmat tegundarinnar meðal annars á niðurstöðum úr togararalli. Þetta er mat vísindamanna Hafrannsóknastofnunar.
Gráleppusjómenn hafa kvartað sáran undan lítilli ráðgjöf stofnunarinnar um hámarksafla á vertíðinni 2025, en ráðgjöfin nam aðeins 2.760 tonnum sem er 32% minni hámarksafli en í ráðgjöf stofnunarinnar fyrir síðasta ár.
Hafa grásleppusjómenn m.a. haldið því fram að ekki sé hægt að taka ráðgjöfina alvarlega þar sem hún byggist á trollveiðum en grásleppa sé uppsjávarfiskur sem veiddur er í net. Jafnframt benda grásleppusjómenn á að mjög góð veiði hefur verið á miðunum þessa grásleppuvertíð.
Leitað var til Guðmundar J. Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, og James Kennedy fiskifræðings hjá stofnuninni og þeir inntir álits á gagnrýni grásleppusjómanna.
„Vissulega veiðist grásleppa í net grásleppusjómanna jafnan grynnra en togstöðvarnar okkar voru á í stofnmælingu botnfiska að vori (marsrall). Hins vegar sýna niðurstöður mælinganna að grásleppu er að finna á öllu landgrunninu – síst suðaustan lands – og til viðbótar stundar grásleppa lóðrétt far frá yfirborði sjávar alveg niður á botn og syndir nálægt botni í átt að ströndum samkvæmt rannsóknum okkar með rafeindamerkjum, sem gerir hana veiðanlega í botnvörpu,“ segir í svari þeirra.
Þá hafi verið gerð skýrsla 2021 þar sem rýnt var í aðferðafræði við stofnmat grásleppu, eru þar raktar þær tímaraðir sem stofnunin hafi úr að velja við gerð matsins en þær fást úr marsralli, haustralli, þorskanetaralli og skráðum afla á sóknareiningu í grásleppuveiðum.
„Líkt og kemur fram í skýrslunni var niðurstaðan að veiði grásleppu í marsralli (stofnmælingu botnfiska að vori) gefur gagnlega vísitölu um stærð stofnsins og veiðiráðgjöf bæri að miðast við hana. Vísitalan kemur frá togstöðvum allt í kringum landið,“ segir í svarinu.
Telja þeir magn grásleppu í marsralli endurspegla stærð hrygningarstofns grásleppu. Þá sýna gögn stofnunarinnar fylgni milli vísitölu frá marsrallinu og aflabragða sjómanna sem styðji við mat vísindamanna. Aflabrögð sjómanna gefa þó ekki ein og sér endilega rétta mynd af stöðu fiskistofna.
„Það hefur verið sýnt fram á það með marga nytjastofna hérlendis og erlendis, að afli á sóknareiningu er ekki ákjósanlegur mælikvarði á stærð stofns með tilliti til stofnmats vegna fjölmargra þátta sem hafa þar áhrif á, svo sem þróun og beiting veiðarfæra, aukin þekking og reynsla sjómanna og veiðiálag.
Við teljum að það eigi við í ár, þ.e.a.s. að gögn frá yfirstandandi vertíð um mikinn afla á sóknareiningu (þ.e. afli í net) sé ekki að endurspegla stærð stofnsins. Ástæðan er lítið veiðiálag þar sem meðalfjöldi dreginna neta úr sjó er sá minnsti í 18 ár, en afli á sóknareiningu er hærri eftir því sem sóknin er minni. Af þessum ástæðum viljum við nota staðlaðar aðferðir milli ára við stofnmat þegar það er mögulegt líkt og við gerum í stofnmælingu botnfiska að vori og flestum öðrum stofnmatsleiðöngrum. Miðað við vísitölu stofnmatsmælingar botnfiska að vori árið 2025 er grásleppustofninn nálægt sögulegu lágmarki, sem skýrir lága veiðiráðgjöf.“
Við spurningu um það hvort áreiðanlegri gögn um stöðu grásleppustofnins myndu fást við beitingu annarra veiðarfæra en botntrolls svara þeir Guðmundur og James:
„Við höfum vissulega rætt hvort aðrar aðferðir eða tímaraðir gætu mögulega verið betri í að meta stærð grásleppustofnsins. Einn leiðangur sem hefur verið skoðaður í því samhengi er svokallaður makrílleiðangur í júlí sem nær yfir stórt svæði Norðaustur-Atlantshafsins. Þar erum við að fá hrognkelsi í flestum yfirborðstogum líkt og skýrslur okkar hafa getið um, en hins vegar er óvissa um dreifingu, far og stofngerð þess, þ.e.a.s. hvaða hrygningarstofni þau tilheyri – t.d. frá Íslandi, Grænlandi, Noregi, Danmörku – og hvernig far þeirra er. Við getum því ekki notað þá tímaröð allavega ennþá til að ákvarða vísitölu um stærð grásleppustofnsins við Ísland.“
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.5.25 | 488,61 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.5.25 | 605,73 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.5.25 | 396,19 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.5.25 | 398,19 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.5.25 | 194,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.5.25 | 259,50 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.5.25 | 248,06 kr/kg |
Litli karfi | 13.5.25 | 10,00 kr/kg |
21.5.25 Hafey HF 33 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 660 kg |
Ufsi | 9 kg |
Karfi | 2 kg |
Samtals | 671 kg |
21.5.25 Gréta VE 95 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 734 kg |
Ufsi | 130 kg |
Samtals | 864 kg |
21.5.25 Sigurey ÍS 46 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 555 kg |
Ufsi | 66 kg |
Karfi | 15 kg |
Ýsa | 5 kg |
Samtals | 641 kg |
21.5.25 Óli í Holti KÓ 10 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 682 kg |
Ufsi | 64 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 749 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.5.25 | 488,61 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.5.25 | 605,73 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.5.25 | 396,19 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.5.25 | 398,19 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.5.25 | 194,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.5.25 | 259,50 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.5.25 | 248,06 kr/kg |
Litli karfi | 13.5.25 | 10,00 kr/kg |
21.5.25 Hafey HF 33 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 660 kg |
Ufsi | 9 kg |
Karfi | 2 kg |
Samtals | 671 kg |
21.5.25 Gréta VE 95 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 734 kg |
Ufsi | 130 kg |
Samtals | 864 kg |
21.5.25 Sigurey ÍS 46 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 555 kg |
Ufsi | 66 kg |
Karfi | 15 kg |
Ýsa | 5 kg |
Samtals | 641 kg |
21.5.25 Óli í Holti KÓ 10 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 682 kg |
Ufsi | 64 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 749 kg |