„Þátttakan er okkur mikilvæg“

Spánn Edda Rut Björnsdóttir framkvæmdastjóri innanlandssviðs og Vilhelm Þorsteinsson forstjóri …
Spánn Edda Rut Björnsdóttir framkvæmdastjóri innanlandssviðs og Vilhelm Þorsteinsson forstjóri hér stödd á sýningunni í Barcelona.

„Sýn­ing­in í Barcelona er einn af suðupott­um sjáv­ar­út­vegs í heim­in­um. Þar grein­ir maður strauma og stefn­ur í sjáv­ar­út­vegi víða frá í heim­in­um, styrk­ir sam­bönd við nú­ver­andi viðskipta­vini og kynn­ist nýj­um. Þátt­taka þarna er okk­ur því afar mik­il­væg,“ seg­ir Edda Rut Björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri inn­an­lands­sviðs Eim­skips. Fyr­ir­tækið mætti með full­skipað lið, ef svo mætti að orði kom­ast, á alþjóðlegu sjáv­ar­út­veg­sýn­ing­una Sea­food Expo Global sem hald­in var í Barcelona á Spáni í síðustu viku.

Mikið er um­leikis í fisk­flutn­ing­um

Full­trú­ar Eim­skips ytra voru alls 38 og komu frá starfs­stöðvum í 11 lönd­um af 20. Kem­ur þar til að fyr­ir­tækið er í leiðandi stöðu í flutn­ing­um á Norður-Atlants­haf­inu, það er í lönd­um þar sem sjáv­ar­út­veg­ur er mik­il­væg und­ir­staða og at­vinnu­grein í sí­felldri þróun. Alls tóku þátt í sýn­ing­unni um 2.000 fyr­ir­tæki frá um 90 lönd­um og end­ur­spegla þær töl­ur ágæt­lega að sýn­ing­in er mik­il­vægt markaðstorg og manna­mót. Þarna eru samn­ing­ar gerðir og lín­ur lagðar.

Mikið er um­leikis hjá Eim­skip um þess­ar mund­ir í flutn­ing­um á fiski. Strand­veiðar eru hafn­ar og þeim fylgja mikl­ir flutn­ing­ar á landi, hvort held­ur er á hrá­efni eða unn­um afurðum. Allt í keðjunni þarf að ganga upp.

Lax­inn flutt­ur í órof­inni kælikeðju

„Við sjá­um að blik­ur eru á lofti í sjáv­ar­út­veg­in­um á Íslandi, sam­an­ber að loðnu­veiði hef­ur brugðist tvö ár í röð og minna er um mak­ríl og þorsk. Þá fer fisk­ur­inn æ hraðar frá lönd­un til út­flutn­ings og stopp­ar minna við í frystigeymsl­um. Þá breyt­ast starfs­skil­yrðin ef hækk­un veiðigjalda verður að veru­leika. Áskor­an­irn­ar eru því marg­ar. En á móti kem­ur að lax­eldið á Íslandi er að vaxa og vek­ur at­hygli eins og við sáum vel í Barcelona,“ seg­ir Edda Rut og vík­ur þá að flutn­ing­un­um sem eld­islax­in­um fylgja.

„Viðfangs­efn­in eru í sjálfu sér alltaf hin sömu í flutn­ing­um á fersk­um afurðum. Hraði og áreiðan­leiki skipt­ir þar öllu máli ásamt ör­uggri kælikeðju. Hvað lax­inn varðar þá breytt­ust flutn­ing­ar á þeirri afurð tölu­vert í heims­far­aldr­in­um. Þá fóru fram­leiðend­ur að gera til­raun­ir með að flytja lax sjó­leiðina þegar minna fram­boð var af flugi og ferðir fáar. Marg­ar gæðapróf­an­ir hafa verið gerðar í þessu sam­bandi sem hafa komið flott út. Var­an er sett í kæld­an gám strax eft­ir fram­leiðslu og kælikeðjan helst órof­in allt þar til hún kemst á áfangastað. Þannig má tryggja gæði vör­unn­ar,“ til­tek­ur Edda Rut.

Hratt og ör­ugg­lega

Sjó­flutn­ing­ar á sjáv­ar­af­urðum, svo sem laxi, milli landa eru hag­kvæm­ari kost­ur en flugið og kol­efn­is­spor er minna. „Eld­islax vex mikið sem mik­il­væg út­flutn­ings­vara. Um slíkt mun­ar, til dæm­is í flutn­inga­starf­semi. Við flytj­um mikið með okk­ar áætl­un­ar­skip­um héðan frá Íslandi og eins frá Fær­eyj­um inn á markað á meg­in­landi í Evr­ópu og í Banda­ríkj­un­um. Eig­um þá í mjög góðu sam­starfi við okk­ar viðskipta­vini til að koma þess­ari verðmætu vöru hratt á áfangastað,“ seg­ir Edda Rut að síðustu.

Flutningar Gámar með alls konar varningi fluttir til skips á …
Flutn­ing­ar Gám­ar með alls kon­ar varn­ingi flutt­ir til skips á hafn­ar­bakka. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi
Fiskeldi Grein skilar æ meiru. Hliðaráhrifin eru m.a. í flutningastarfsemi.
Fisk­eldi Grein skil­ar æ meiru. Hliðaráhrif­in eru m.a. í flutn­inga­starf­semi. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.5.25 476,51 kr/kg
Þorskur, slægður 22.5.25 590,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.5.25 453,05 kr/kg
Ýsa, slægð 22.5.25 352,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.5.25 175,53 kr/kg
Ufsi, slægður 22.5.25 188,47 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 22.5.25 256,39 kr/kg
Litli karfi 22.5.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 10.642 kg
Ýsa 1.081 kg
Steinbítur 986 kg
Langa 291 kg
Hlýri 238 kg
Ufsi 131 kg
Keila 92 kg
Skarkoli 61 kg
Karfi 15 kg
Samtals 13.537 kg
22.5.25 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 781 kg
Samtals 781 kg
22.5.25 Kvikur EA 20 Handfæri
Þorskur 795 kg
Samtals 795 kg
22.5.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 2.772 kg
Þorskur 1.182 kg
Karfi 59 kg
Samtals 4.013 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.5.25 476,51 kr/kg
Þorskur, slægður 22.5.25 590,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.5.25 453,05 kr/kg
Ýsa, slægð 22.5.25 352,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.5.25 175,53 kr/kg
Ufsi, slægður 22.5.25 188,47 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 22.5.25 256,39 kr/kg
Litli karfi 22.5.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 10.642 kg
Ýsa 1.081 kg
Steinbítur 986 kg
Langa 291 kg
Hlýri 238 kg
Ufsi 131 kg
Keila 92 kg
Skarkoli 61 kg
Karfi 15 kg
Samtals 13.537 kg
22.5.25 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 781 kg
Samtals 781 kg
22.5.25 Kvikur EA 20 Handfæri
Þorskur 795 kg
Samtals 795 kg
22.5.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 2.772 kg
Þorskur 1.182 kg
Karfi 59 kg
Samtals 4.013 kg

Skoða allar landanir »