Páll Jónsson GK og Sighvatur GK, línuskip Vísis lönduðu nýlega í heimahöfn í Grindvík nú í vikunni. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar sem sló á þráðinn til skipstjóranna og spurði frétta.
Jónas Ingi Sigurðsson, skipstjóri á Páli Jónssyni var brattur eftir túrinn.
„Við lönduðum tæpum 100 tonnum sem fengust í fimm lögnum. Við vorum allan tímann í Háfadýpinu og erum þokkalega sáttir við aflabrögðin. Nú minnkar þorskveiðin hjá okkur og vorskrapið byrjað, enda var megnið af aflanum í túrnum langa og keila og þorskur einungis um 20%. Við vorum heppnir með veður, það var kaldi í eina tvo daga en annars blíða. Það gerðist til tilbreytingar hjá okkur að þyrla frá landhelgisgæslunni kom og við æfðum okkur í að taka á móti sigmanni og lækni. Svona æfingar eru mikilvægar og það er virkilega vel að þeim staðið,” sagði Jónas Ingi.
Aðalsteinn Rúnar Friðþjófsson, skipstjóri á Sighvati, bar sig einnig vel. „Við vorum með um 70 tonn og veiðin hefði mátt vera dálítið meiri. Aflinn var mest langa og síðan bland af ýmsum tegundum. Í túrnum var byrjað á Landsuðurhrauni við Eyjar en síðan lá leiðin í Háfadýpi, á Síðugrunn og í Meðallandsbugtina. Staðreyndin er sú að menn verða alltaf jafn hissa þegar veiðin minnkar á vorin en það komu allir heilir heim úr skrapinu og það er fyrir öllu,” sagði Aðalsteinn Rúnar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.5.25 | 487,64 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.5.25 | 605,24 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.5.25 | 399,86 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.5.25 | 398,16 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.5.25 | 193,53 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.5.25 | 259,47 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.5.25 | 248,94 kr/kg |
Litli karfi | 13.5.25 | 10,00 kr/kg |
22.5.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 5.997 kg |
Samtals | 5.997 kg |
21.5.25 Hafdís Júl EA 6 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 610 kg |
Samtals | 610 kg |
21.5.25 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 416 kg |
Ufsi | 52 kg |
Keila | 5 kg |
Karfi | 2 kg |
Samtals | 475 kg |
21.5.25 Mardís AK 11 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 847 kg |
Ufsi | 111 kg |
Karfi | 1 kg |
Ýsa | 1 kg |
Samtals | 960 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.5.25 | 487,64 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.5.25 | 605,24 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.5.25 | 399,86 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.5.25 | 398,16 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.5.25 | 193,53 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.5.25 | 259,47 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.5.25 | 248,94 kr/kg |
Litli karfi | 13.5.25 | 10,00 kr/kg |
22.5.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 5.997 kg |
Samtals | 5.997 kg |
21.5.25 Hafdís Júl EA 6 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 610 kg |
Samtals | 610 kg |
21.5.25 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 416 kg |
Ufsi | 52 kg |
Keila | 5 kg |
Karfi | 2 kg |
Samtals | 475 kg |
21.5.25 Mardís AK 11 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 847 kg |
Ufsi | 111 kg |
Karfi | 1 kg |
Ýsa | 1 kg |
Samtals | 960 kg |