Minnkandi þorskveiði og vorskapið byrjað

Vorskrapið er hafið hjá mörgum skipum. Páll Jónsson GK kom …
Vorskrapið er hafið hjá mörgum skipum. Páll Jónsson GK kom til hafnar í vikunni aðallega með löngu og keilu en lítið af þorski.

Páll Jóns­son GK og Sig­hvat­ur GK, línu­skip Vís­is lönduðu ný­lega í heima­höfn í Grind­vík nú í vik­unni. Þetta kem­ur fram á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar sem sló á þráðinn til skip­stjór­anna og spurði frétta.

Jón­as Ingi Sig­urðsson, skip­stjóri á Páli Jóns­syni var bratt­ur eft­ir túr­inn.

„Við lönduðum tæp­um 100 tonn­um sem feng­ust í fimm lögn­um. Við vor­um all­an tím­ann í Háfa­dýp­inu og erum þokka­lega sátt­ir við afla­brögðin. Nú minnk­ar þorskveiðin hjá okk­ur og vorskrapið byrjað, enda var megnið af afl­an­um í túrn­um langa og keila og þorsk­ur ein­ung­is um 20%. Við vor­um heppn­ir með veður, það var kaldi í eina tvo daga en ann­ars blíða. Það gerðist til til­breyt­ing­ar hjá okk­ur að þyrla frá land­helg­is­gæsl­unni kom og við æfðum okk­ur í að taka á móti sig­manni og lækni. Svona æf­ing­ar eru mik­il­væg­ar og það er virki­lega vel að þeim staðið,” sagði Jón­as Ingi.

Aðal­steinn Rún­ar Friðþjófs­son, skip­stjóri á Sig­hvati, bar sig einnig vel. „Við vor­um með um 70 tonn og veiðin hefði mátt vera dá­lítið meiri. Afl­inn var mest langa og síðan bland af ýms­um teg­und­um. Í túrn­um var byrjað á Landsuður­hrauni við Eyj­ar en síðan lá leiðin í Háfa­dýpi, á Síðugrunn og í Meðallands­bugt­ina. Staðreynd­in er sú að menn verða alltaf jafn hissa þegar veiðin minnk­ar á vor­in en það komu all­ir heil­ir heim úr skrap­inu og það er fyr­ir öllu,” sagði Aðal­steinn Rún­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.5.25 487,64 kr/kg
Þorskur, slægður 21.5.25 605,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.5.25 399,86 kr/kg
Ýsa, slægð 21.5.25 398,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.5.25 193,53 kr/kg
Ufsi, slægður 21.5.25 259,47 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.5.25 248,94 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.5.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 5.997 kg
Samtals 5.997 kg
21.5.25 Hafdís Júl EA 6 Línutrekt
Þorskur 610 kg
Samtals 610 kg
21.5.25 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 416 kg
Ufsi 52 kg
Keila 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 475 kg
21.5.25 Mardís AK 11 Handfæri
Þorskur 847 kg
Ufsi 111 kg
Karfi 1 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 960 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.5.25 487,64 kr/kg
Þorskur, slægður 21.5.25 605,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.5.25 399,86 kr/kg
Ýsa, slægð 21.5.25 398,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.5.25 193,53 kr/kg
Ufsi, slægður 21.5.25 259,47 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.5.25 248,94 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.5.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 5.997 kg
Samtals 5.997 kg
21.5.25 Hafdís Júl EA 6 Línutrekt
Þorskur 610 kg
Samtals 610 kg
21.5.25 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 416 kg
Ufsi 52 kg
Keila 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 475 kg
21.5.25 Mardís AK 11 Handfæri
Þorskur 847 kg
Ufsi 111 kg
Karfi 1 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 960 kg

Skoða allar landanir »