Fylla á í Færeyjum því Ísland er of dýrt

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að Gæslan hafi ekki …
Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að Gæslan hafi ekki efni á að kaupa olíu hér á landi. mbl.is/Árni Sæberg

Varðskip Land­helg­is­gæsl­unn­ar þurfa að sigla út úr ís­lenskri lög­sögu og alla leið til Fær­eyja til að sækja olíu því eldsneyti er of dýrt á Íslandi. Gæsl­an gæti ekki staðið straum af kostnaðinum sem myndi fylgja því að fylla á skip­in hér á landi. Þetta seg­ir Georg Kr. Lárus­son for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar í sam­tali við Arí­el Pét­urs­son, þátta­stjórn­anda hlaðvarps­ins Sjók­asts­ins.

Land­helg­is­gæsl­an fylg­ist vel með heims­markaðsverði olíu til að þaul­nýta það fjár­magn sem þeim er út­hlutað. „Við höf­um það hlut­verk að nýta pen­ing­inn sem allra best og mér ber sú skylda að kaupa hag­kvæm­ustu og ör­ugg­ustu vör­ur sem kost­ur er á,” seg­ir Georg, „þar á meðal olíu.” Jafn­vel þótt sigl­ing­in sé tal­in með seg­ir hann að það geti munað því sem sam­svari kaup­verði á fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík að fylla á í Fær­eyj­um í stað þess að kaupa ol­í­una á Íslandi.

Land­helg­is­gæsl­an er ekki und­anþegin virðis­auka­skatti við kaup á eldsneyti en Georg seg­ir að það myndi jafn­vel ekki breyta miklu þó svo væri. Álagn­ing olíu­fé­laga á Íslandi sé svo há að það myndi samt sem áður borga sig að leita til Fær­eyja. Væri gæsl­an skikkuð til að skipta við ís­lensk olíu­fyr­ir­tæki myndi það sliga starf­sem­ina. „Við bara get­um það ekki,” seg­ir Georg, „og und­ir minni stjórn mun­um við ekki gera það.”

Sjá má viðtalið við Georg í heild sinni hér fyr­ir neðan en umræða um olíu­verð hefst þegar 54 mín­út­ur og 54 sek­únd­ur eru liðnar af þætt­in­um. Einnig er hægt að hlusta á þátt­inn á Spotify.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.7.25 464,51 kr/kg
Þorskur, slægður 2.7.25 555,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.7.25 451,10 kr/kg
Ýsa, slægð 2.7.25 366,07 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.7.25 219,66 kr/kg
Ufsi, slægður 2.7.25 154,20 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 2.7.25 387,18 kr/kg
Litli karfi 25.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.844 kg
Samtals 1.844 kg
2.7.25 Heiða EA 66 Handfæri
Þorskur 772 kg
Samtals 772 kg
2.7.25 Fengur EA 207 Handfæri
Þorskur 786 kg
Samtals 786 kg
2.7.25 Edda SI 200 Handfæri
Þorskur 822 kg
Samtals 822 kg
2.7.25 Guðmundur Arnar EA 102 Handfæri
Þorskur 861 kg
Ufsi 61 kg
Samtals 922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.7.25 464,51 kr/kg
Þorskur, slægður 2.7.25 555,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.7.25 451,10 kr/kg
Ýsa, slægð 2.7.25 366,07 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.7.25 219,66 kr/kg
Ufsi, slægður 2.7.25 154,20 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 2.7.25 387,18 kr/kg
Litli karfi 25.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.844 kg
Samtals 1.844 kg
2.7.25 Heiða EA 66 Handfæri
Þorskur 772 kg
Samtals 772 kg
2.7.25 Fengur EA 207 Handfæri
Þorskur 786 kg
Samtals 786 kg
2.7.25 Edda SI 200 Handfæri
Þorskur 822 kg
Samtals 822 kg
2.7.25 Guðmundur Arnar EA 102 Handfæri
Þorskur 861 kg
Ufsi 61 kg
Samtals 922 kg

Skoða allar landanir »