Segir ræðu ráðherra stefnumarkandi

Stefán Jón Hafstein sækir ráðstefnuna fyrir hönd Landverndar. Hann segir …
Stefán Jón Hafstein sækir ráðstefnuna fyrir hönd Landverndar. Hann segir ræðu ráðherra hafa verið afdráttarlausa og stefnumarkandi. Samsett mynd/Stjórnarráð Íslands/Aðsend

Hafráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna (UNOC3) sem hald­in var þessa vik­una í Nice í Frakklandi lýk­ur í dag. Ein af megin­á­hersl­um ráðstefn­unn­ar er að vinna að full­gild­ingu samn­ings um líf­fræðilega fjöl­breytni í haf­inu utan efna­hagslög­sögu ríkja, svo­nefnds BBNJ-samn­ings, en 60 ríki þurfa að full­gilda samn­ing­inn til þess að hann verði að alþjóðalög­um.

Þrett­án manna sendi­nefnd sæk­ir ráðstefn­una fyr­ir Íslands hönd. Auk þess eru tveir full­trú­ar frá frjáls­um fé­laga­sam­tök­um en Stefán Jón Haf­stein full­trúi Land­vernd­ar er ann­ar þeirra. Blaðamaður heyrði í Stefáni til að kanna stöðuna á síðasta degi og hvort full­gild­ing BBNJ-samn­ings­ins væri í aug­sýn. „Það náðist ekki fyr­ir þessa ráðstefnu en það eru kom­in yfir fimm­tíu ríki og og og ég hef fulla trú á því að það ná­ist síðar á ár­inu að fara upp í sex­tíu. Ísland er til dæm­is ekki búið að full­gilda en ég hef heim­ild­ir fyr­ir því að Ísland ætli að gera það núna í haust og það munu fleiri detta inn. Þetta er inn­an seil­ing­ar.”

Erfið umræða um námugröft og plast­meng­un

Auk BBNJ-samn­ings­ins hafa umræður um námugröft á hafs­botni verið fyr­ir­ferðamikl­ar á ráðstefn­unni, að sögn Stef­áns. „Menn vildu ná sam­komu­lagi um stöðvun þangað til það næst sam­komu­lag um hvernig eigi að standa að mál­um og skipu­lagi og slíku,” seg­ir hann. Menn eru mjög marg­ir hrædd­ir við að rask, stór­kost­legt rask á hafs­botni, geti valdið óbæt­an­legu tjóni. En það náðist ekki og það þarf bara að vinna í því áfram.” Banda­rík­in hyggj­ast hraða því að kanna mögu­leika á námugreftri á hafs­botni og þá ákváðu norsk stjórn­völd á síðasta ári að gefa grænt ljós á að hluti norska land­grunns­ins yrði kannað með námugröft í huga.

Þriðja málið sem hef­ur farið hátt á ráðstefn­unni varðar plast­meng­un, sem Stefán seg­ir flókið mál. „Sá samn­ing­ur reynd­ist mun erfiðari held­ur en marg­ir óttuðust. Hann mun vænt­an­lega ekki vera í höfn á þessu ári og kannski bara á næsta eða síðar.” Ein ástæða þess að erfitt var að ná sam­komu­lagi seg­ir Stefán vera að til þess þurfi ríki að taka sér tak en lang­mesta plast­meng­un­in verði til í fá­tæk­ustu lönd­un­um þar sem erfiðara er að hrinda í fram­kvæmd þeim tak­mörk­un­um og regl­um sem þarf til að koma bönd­um á málið.

Ráðherra var af­drátt­ar­laus

Stóru frétt­ina hvað Ísland varðar seg­ir Stefán þó hafa verið af­drátt­ar­lausa yf­ir­lýs­ingu Jó­hanns Páls Jó­hanns­son­ar, um­hverf­is-, orku-, og lofts­lags­ráðherra, í ræðu sinni á þing­inu um að Ísland ætli að vernda vist­kerfi í hafi með hliðsjón af alþjóðleg­um mark­miðum. Þau mark­mið miða að því að 30% af út­höf­un­um verði að vernd­ar­svæðum fyr­ir árið 2030.

Ísland er með mjög fá vernduð svæði en við erum á leið upp á við,” seg­ir Stefán. Hann var mjög af­drátt­ar­laus, um­hverf­is­ráðherr­ann, um að Ísland vilji taka þátt í þessu ferli og leggja sitt af mörk­um. Hann setti sig svo­lítið að veði þarna. Ég er ekk­ert endi­lega viss um að Ísland nái þrjá­tíu pró­sent­un­um en það er mjög mik­il­vægt að það líf­ríki sem við vilj­um vernda - við erum ekki bara að tala um fisk, við erum að tala um líf­fræðilega erfðafjöl­breytni og fjöl­breyti­leika líf­rík­is­ins - að mik­il­væg­ir staðir og mik­il­væg svæði hafi for­gang og fái viðun­andi vernd og ræða um­hverf­is­ráðherra var mjög stefnu­mark­andi.”

Önnur ríki hafa þegar gripið til ým­issa aðgerða til að stuðla að auk­inni vernd sinna hafsvæða en Bret­ar til­kynntu meðal ann­ars á ráðstefn­unni að þeir hygg­ist banna botn­vörpu­veiðar á meira en helm­ingi verndaðra hafsvæða Eng­lands.

Þetta er þriðja hafráðstefn­an sem hald­in hef­ur verið. Síðast var ráðstefn­an hald­in í Lissa­bon í Portúgal 2022 en sú fyrsta var hald­in í New York árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.6.25 461,62 kr/kg
Þorskur, slægður 27.6.25 613,21 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.6.25 396,17 kr/kg
Ýsa, slægð 27.6.25 337,01 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.6.25 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.25 254,22 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 27.6.25 180,70 kr/kg
Litli karfi 25.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.6.25 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 677 kg
Samtals 677 kg
27.6.25 Stapafell SH 26 Dragnót
Þorskur 2.812 kg
Ýsa 1.480 kg
Skarkoli 1.400 kg
Sandkoli 104 kg
Steinbítur 72 kg
Samtals 5.868 kg
27.6.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.498 kg
Ýsa 290 kg
Steinbítur 56 kg
Karfi 15 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.862 kg
27.6.25 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 545 kg
Samtals 545 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.6.25 461,62 kr/kg
Þorskur, slægður 27.6.25 613,21 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.6.25 396,17 kr/kg
Ýsa, slægð 27.6.25 337,01 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.6.25 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.25 254,22 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 27.6.25 180,70 kr/kg
Litli karfi 25.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.6.25 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 677 kg
Samtals 677 kg
27.6.25 Stapafell SH 26 Dragnót
Þorskur 2.812 kg
Ýsa 1.480 kg
Skarkoli 1.400 kg
Sandkoli 104 kg
Steinbítur 72 kg
Samtals 5.868 kg
27.6.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.498 kg
Ýsa 290 kg
Steinbítur 56 kg
Karfi 15 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.862 kg
27.6.25 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 545 kg
Samtals 545 kg

Skoða allar landanir »