Jens Garðar: „Við verðum að staldra við“

Jens Garðar Helgason þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi frumvarp um hækkun veiðigjalds …
Jens Garðar Helgason þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi frumvarp um hækkun veiðigjalds í þinginu í kvöld og tók sjávarútvegsfyrirtækið Odda hf. á Patreksfirði sem dæmi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veiðigjöld sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Odda hf. á Pat­reks­firði yrðu 125 millj­ón­ir eft­ir breyt­ingu þá sem ligg­ur í loft­inu með frum­varpi þar um, en eru nú 83 millj­ón­ir.

Þetta kom fram í ræðu Jens Garðars Helga­son­ar þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á Alþingi í kvöld þar sem tek­ist var á um frum­varpið, sem stjórn Sam­taka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga ræddi á fundi sín­um í gær og gerði um sér­staka bók­un þar sem stjórn­in kvaðst undr­ast tregðu stjórn­valda til að veita aðgang að lyk­il­gögn­um sem varpi ljósi á raun­veru­leg áhrif frum­varps­ins.

Sagði Jens í ræðu sinni að ósk­andi hefði verið að ein­hverj­ir úr meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar hefðu séð sér fært að vera viðstadd­ir í þingsaln­um þar sem hann hefði fengið nýj­ar töl­ur frá end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu Deloitte um hvaða áhrif veiðigjaldið nýja hefði á Odda sem er meðal­stórt fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi.

Marg­ar krón­ur á kíló

Sagði Jens þessa nýju tölu, 125 millj­ón­ir, vera út­kom­una eft­ir hækk­un frí­tekju­marks og spurði hvernig á því skyldi standa. Þar væri skýr­ing­in breytt­ur reikni­stofn.

„Þetta eru marg­ar krón­ur á kíló fyr­ir þorsk og ýsu. Hann [reikni­stofn­inn] breytt­ist og hann snar­hækkaði sem verður til þess að þetta er 50 pró­senta hækk­un með öll­um þeim mögu­legu af­slátt­um sem til eru í kerf­inu. Þetta er 50 pró­senta hækk­un á veiðigjöld­um, 50 pró­senta hækk­un, en þar með er ekki öll sag­an sögð um þetta litla meðal­stóra fyr­ir­tæki, virðuleg­ur for­seti,“ sagði þingmaður­inn í ræðu sinni.

Þar sem nú­ver­andi veiðigjald tæki 75 til 80 pró­sent af ráðstöf­un­ar­tekj­um Odda, að greidd­um rekstri, fjár­magns­gjöld­um og nauðsyn­leg­um viðhalds­fjár­fest­ing­um, færi það sem eft­ir stæði í nýja gjaldið, fé fyr­ir­tækja sem for­sæt­is­ráðherra hafi á fundi með íbú­um á Vest­fjörðum í gær talað um að búið væri að koma í var.

Nýj­ar töl­ur, nýj­ar grein­ing­ar

Töl­urn­ar segðu hins veg­ar sitt og sagði Jens það bein­lín­is rangt að búið væri að koma til móts við litl­ar og meðal­stór­ar út­gerðir. „Það er bein­lín­is rangt. Af því að við erum að fá núna inn nýj­ar töl­ur, nýj­ar grein­ing­ar, frá Deloitte og ég get tekið það fram að Deloitte er ekki einu sinni end­ur­skoðandi þessa fé­lags, Odda á Pat­reks­firði,“ sagði þingmaður­inn.

Kvað Jens málið stóral­var­legt og biðlaði und­ir lok ræðu sinn­ar til rík­is­stjórn­ar­inn­ar og meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar.

„Við verðum að staldra við. Það get­ur vel verið að hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra standi í þeirri trú að þetta hafi átt að hafa til­ætlaðan ár­ang­ur, að koma til móts við þess­ar út­gerðir. En það ger­ir það bara ekki og töl­urn­ar tala sínu máli. Við verðum að staldra við,“ lauk Jens Garðar Helga­son máli sínu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,96 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 2.980 kg
Skarkoli 1.189 kg
Skrápflúra 1.071 kg
Steinbítur 190 kg
Sandkoli 180 kg
Ýsa 161 kg
Samtals 5.771 kg
12.7.25 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 151 kg
Samtals 151 kg
12.7.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 56 kg
Ýsa 31 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 105 kg
12.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,96 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 2.980 kg
Skarkoli 1.189 kg
Skrápflúra 1.071 kg
Steinbítur 190 kg
Sandkoli 180 kg
Ýsa 161 kg
Samtals 5.771 kg
12.7.25 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 151 kg
Samtals 151 kg
12.7.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 56 kg
Ýsa 31 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 105 kg
12.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg

Skoða allar landanir »