Björg EA 7 vígir endurbyggða Torfunefsbryggju

Björg EA 7 var fyrsta skipið til að leggja að …
Björg EA 7 var fyrsta skipið til að leggja að nýju bryggjunni. Ljósmynd/Samherji/Hörður Geirsson

End­ur­bygg­ingu Torfu­nefs­bryggju við Poll­inn á Ak­ur­eyri lauk ný­verið og var bryggj­an form­lega vígð í dag. Fán­um prýdd í til­efni dags­ins var Björg EA 7, tog­ari Sam­herja, fyrsta skipið til að leggja að nýju bryggj­unni. Á staðnum tóku full­trú­ar Hafn­ar­sam­lags Norður­lands og Sam­herja á móti land­fest­um, þau Ásthild­ur Sturlu­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Ak­ur­eyr­ar, og Kristján Vil­helms­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðarsviðs Sam­herja. Það var svo Bald­vin Þor­steins­son for­stjóri Sam­herja sem leysti land­fest­arn­ar að vígslu lok­inni.

Mark­miðið með end­ur­bygg­ingu Torfu­nes­bryggju er að byggja upp sam­komu­svæði í ná­lægð við hafið en þar stend­ur til að opna bæði veit­ingastaði og versl­an­ir. Hvala­skoðun­ar­skip hafa haft aðstöðu við bryggj­una en með end­ur­nýj­un henn­ar munu smærri skemmti­ferðaskip einnig geta lagt að. Bryggj­an er beint fyr­ir neðan Gilið og stutt í miðbæ­inn.

Viðeig­andi að ak­ur­eyrskt skip vígi bryggj­una

„Þetta er stór dag­ur fyr­ir okk­ur Ak­ur­eyr­inga,“ sagði Ásthild­ur í ræðu sem hún flutti við vígsluna. Hún sagði svæðið eiga eft­ir að verða líf­legt og spenn­andi og sagðist vona að það yrði í lík­ingu við Aker Bryg­ge í Ósló, „iðandi af mann­lífi og skemmti­leg­heit­um.“ Hún bætti við að það væri al­veg við hæfi að glæsi­legt skip eins og Björg EA hefði lagt að fyrst allra skipa.

Baldvin Þorsteinsson leysir landfestar.
Bald­vin Þor­steins­son leys­ir land­fest­ar. Ljós­mynd/​Sam­herji/​Hörður Geirs­son

Guðmund­ur Freyr Guðmunds­son, skip­stjóri á Björgu EA, sagði það heiður að taka þátt í þess­um merku tíma­mót­um. „Ak­ur­eyri er út­gerðarbær og því viðeig­andi að ak­ur­eyskt skip vígi þetta mann­virki. Björg EA er glæsi­legt, vel búið skip og áhöfn­in sem var með mér í þessu verk­efni gerði það með ánægju og stolti. Ég óska Ak­ur­eyr­ing­um til ham­ingju með end­ur­gerða Torfu­nefs­bryggju og það verður spenn­andi að fylgj­ast með frek­ari fram­kvæmd­um hérna á svæðinu. Þetta er ánægju­leg­ur dag­ur, sem ef­laust verður lengi í minn­um hafður. Ég þakka Hafn­ar­sam­lagi Norður­lands fyr­ir að bjóða okk­ur að vígja bryggj­una.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.8.25 519,26 kr/kg
Þorskur, slægður 26.8.25 498,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.8.25 287,94 kr/kg
Ýsa, slægð 26.8.25 278,93 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.8.25 186,34 kr/kg
Ufsi, slægður 26.8.25 226,30 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 26.8.25 194,93 kr/kg
Litli karfi 20.8.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.8.25 220,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.8.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.561 kg
Þorskur 691 kg
Skarkoli 16 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 6.276 kg
26.8.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 5.049 kg
Skarkoli 734 kg
Þorskur 107 kg
Steinbítur 83 kg
Sandkoli 70 kg
Langlúra 52 kg
Karfi 35 kg
Langa 3 kg
Þykkvalúra 2 kg
Samtals 6.135 kg
26.8.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 3.355 kg
Steinbítur 167 kg
Þorskur 154 kg
Hlýri 18 kg
Ufsi 9 kg
Sandkoli 3 kg
Keila 1 kg
Samtals 3.707 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.8.25 519,26 kr/kg
Þorskur, slægður 26.8.25 498,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.8.25 287,94 kr/kg
Ýsa, slægð 26.8.25 278,93 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.8.25 186,34 kr/kg
Ufsi, slægður 26.8.25 226,30 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 26.8.25 194,93 kr/kg
Litli karfi 20.8.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.8.25 220,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.8.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.561 kg
Þorskur 691 kg
Skarkoli 16 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 6.276 kg
26.8.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 5.049 kg
Skarkoli 734 kg
Þorskur 107 kg
Steinbítur 83 kg
Sandkoli 70 kg
Langlúra 52 kg
Karfi 35 kg
Langa 3 kg
Þykkvalúra 2 kg
Samtals 6.135 kg
26.8.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 3.355 kg
Steinbítur 167 kg
Þorskur 154 kg
Hlýri 18 kg
Ufsi 9 kg
Sandkoli 3 kg
Keila 1 kg
Samtals 3.707 kg

Skoða allar landanir »