„Þurfum að horfast í augu við staðreyndir“

Verkalýðsforinginn segir nauðsynlegt fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að staldra við …
Verkalýðsforinginn segir nauðsynlegt fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að staldra við þar sem frumvarpið byggi á röngum útreikningum. Samsett mynd/mbl.is

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins, seg­ir að veiðigjalda­frum­varpið sé byggt á skekkt­um út­reikn­ingi og sé hættu­leg stefna gegn lands­byggðinni.

„Þegar stjórn­völd kynntu fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á veiðigjöld­um var því haldið fram að um sann­gjarna og hóf­lega hækk­un væri að ræða. En þegar málið er skoðað nán­ar – og rýnt til gagn­rýn­inn­ar skoðunar með aðkomu þeirra stofn­ana sem hafa yf­ir­um­sjón með gjald­inu sjálfu – blas­ir við óþolandi skekkja og al­var­leg­ar af­leiðing­ar.“

Þetta kem­ur fram í færslu Vil­hjálms á Face­book. 

Rúm­lega 120% hækk­un veiðigjalda

Hann seg­ir skekkj­una staðfesta og hana vera gríðarlega. Upp­haf­lega hafi verið kynnt að veiðigjaldið myndi hækka úr 29 krón­um í 47 krón­ur á hvert þorskí­gildis­kíló. Aft­ur á móti meti Skatt­ur­inn, sem reikn­ar ár­lega út veiðigjöld­in, að gjaldið fari í 64 krón­ur. Það sé 36,2% hærra en frum­varpið sagði. Úr 29 krón­um í 64 krón­ur er því 120,7% hækk­un.

„Þetta er ekki minni­hátt­ar villa í mati – þetta er tvö­föld­un og rúm­lega það á gjaldi sem leggst þungt á grunn­atvinnu­grein þjóðar­inn­ar,“ skrif­ar hann og bæt­ir við:

„Lands­byggðin und­ir árás. Það er langt frá því að þessi gjald­taka legg­ist jafnt á sam­fé­lagið. Um 86% af öll­um skatt­tekj­um af sjáv­ar­út­vegi koma frá lands­byggðinni. Þessi breyt­ing bitn­ar mest á fólki í fisk­vinnslu, sjó­mennsku og í af­leidd­um störf­um í sjáv­ar­pláss­um um allt land.“

Skatt­lagn­ing­in skap­ar hvata­leysi

Hann bend­ir á það að fjöldi sveit­ar­fé­laga hafi lýst yfir áhyggj­um af þess­ari veru­legu skatta­hækk­un og að menn ótt­ist samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi.

„Það sem ger­ir málið enn al­var­legra er það hvata­leysi sem skatt­lagn­ing­in skap­ar. Með veiðigjaldi sem geng­ur nærri öll­um hagnaði, hverf­ur hvati til fjár­fest­inga í ný­sköp­un og búnaði, fjölg­un­ar starfa og hækk­un­ar launa í grein­inni.

Ég tel að stjórn­völd eigi alltaf að skapa fyr­ir­tækj­um góð rekstr­ar­skil­yrði – þannig verða þau sam­keppn­is­hæf, geta vaxið, fjölgað störf­um og borgað starfs­fólki góð laun. Það ger­ist ekki með of­ur­skatt­lagn­ingu,“ skrif­ar hann.

„Þetta frum­varp er van­reiknað“

Hann seg­ir nauðsyn­legt að staldra við þar sem frum­varpið sé byggt á röng­um for­send­um, skatt­ur­inn sé mun hærri en stjórn­völd hafa boðað.

„Við þurf­um að horf­ast í augu við staðreynd­ir: þetta frum­varp er van­reiknað, það bitn­ar fyrst og fremst á lands­byggðinni og það dreg­ur úr mögu­leik­um grein­ar­inn­ar til að vaxa og dafna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.7.25 461,99 kr/kg
Þorskur, slægður 15.7.25 488,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.7.25 404,58 kr/kg
Ýsa, slægð 15.7.25 460,80 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.7.25 144,45 kr/kg
Ufsi, slægður 15.7.25 150,82 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 15.7.25 164,04 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.7.25 Teista AK 16 Handfæri
Þorskur 640 kg
Ufsi 28 kg
Karfi 5 kg
Ýsa 2 kg
Samtals 675 kg
15.7.25 Erla AK 52 Handfæri
Þorskur 281 kg
Samtals 281 kg
15.7.25 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 128 kg
Ufsi 32 kg
Ýsa 14 kg
Samtals 174 kg
15.7.25 Stefanía SH 136 Handfæri
Ufsi 30 kg
Karfi 6 kg
Samtals 36 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.7.25 461,99 kr/kg
Þorskur, slægður 15.7.25 488,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.7.25 404,58 kr/kg
Ýsa, slægð 15.7.25 460,80 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.7.25 144,45 kr/kg
Ufsi, slægður 15.7.25 150,82 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 15.7.25 164,04 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.7.25 Teista AK 16 Handfæri
Þorskur 640 kg
Ufsi 28 kg
Karfi 5 kg
Ýsa 2 kg
Samtals 675 kg
15.7.25 Erla AK 52 Handfæri
Þorskur 281 kg
Samtals 281 kg
15.7.25 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 128 kg
Ufsi 32 kg
Ýsa 14 kg
Samtals 174 kg
15.7.25 Stefanía SH 136 Handfæri
Ufsi 30 kg
Karfi 6 kg
Samtals 36 kg

Skoða allar landanir »