Baldvin sestur í forstjórastólinn

Baldvin Þorsteinsson, nýr forstjóri Samherja.
Baldvin Þorsteinsson, nýr forstjóri Samherja. Ljóstmynd/Samherji/Axel Þórhallsson

Bald­vin Þor­steins­son hef­ur tekið við starfi for­stjóra Sam­herja hf. af föður sín­um, Þor­steini Má Bald­vins­syni, sem hef­ur gegnt embætt­inu frá stofn­un fé­lags­ins árið 1983. Skipt­in marka þátta­skil í sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Ný kyn­slóð tek­ur nú við for­ystu eins stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is lands­ins.

Bald­vin var ráðinn í starfið fyrr í mánuðinum af stjórn fé­lags­ins og lýs­ir hann miklu þakk­læti fyr­ir traustið sem hon­um er sýnt. „Eins og marg­ir Ak­ur­eyr­ing­ar byrjaði ég ung­ur að árum að vinna hjá Sam­herja og hef gegnt marg­vís­leg­um störf­um hjá fé­lag­inu í gegn­um árin. Ég hef því kynnst fé­lag­inu, innviðum þess og starfs­fólk­inu smám sam­an og nú síðustu tvö árin sem stjórn­ar­formaður Sam­herja. Þá hef­ur náið sam­starf okk­ar feðga verið mik­il­vægt og gef­andi. Ég bind von­ir við að þessi reynsla og ólík störf í at­vinnu­líf­inu á und­an­förn­um árum verði gott vega­nesti fyr­ir mig í starfi for­stjóra. Hjá fyr­ir­tæk­inu er mik­ill mannauður, það skipt­ir auðvitað mestu máli,“ seg­ir Bald­vin.

Við stjórn­ar­skipt­in tók Jón Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Öss­ur­ar hf., við for­mennsku í stjórn Sam­herja. Jón er eng­inn nýgræðing­ur í þess­um efn­um, en hann sat áður í stjórn fé­lags­ins á ár­un­um 2002–2006.

Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja ásamt stjórn: Kristján Vilhelmsson, Dagný Linda …
Bald­vin Þor­steins­son for­stjóri Sam­herja ásamt stjórn: Kristján Vil­helms­son, Dagný Linda Kristjáns­dótt­ir vara­formaður, Jón Sig­urðsson formaður, Ásta Dís Óla­dótt­ir, Óskar Magnús­son. Ljós­mynd/​Sam­herji

Fólkið lyk­il­inn að ár­angri

Sam­herji stend­ur í dag á traust­um grunni, að sögn Bald­vins, og hann hyggst halda áfram á þeirri braut sem lögð hef­ur verið. Hann seg­ir að áfram­hald­andi ár­ang­ur fé­lags­ins muni byggj­ast á öfl­ugri liðsheild. „Hjartað í rekstr­in­um er að sjálf­sögðu starfs­fólkið. Árang­ur­inn bygg­ist fyrst og fremst á þekk­ingu og metnaði þess. Ég hlakka til að vinna við hlið öfl­ugr­ar áhafn­ar, þar sem val­inn maður er í hverju rúmi og marg­ar áskor­an­ir í far­vatn­inu. Við kepp­um á alþjóðleg­um mörkuðum og ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur alla burði til að vera áfram leiðandi á heimsvísu að því gefnu að ís­lensk stjórn­völd búi grein­inni gott og fyr­ir­sjá­an­legt rekstr­ar­um­hverfi,“ seg­ir Bald­vin.

Bald­vin Þor­steins­son er fædd­ur árið 1983 á Ak­ur­eyri og er menntaður iðnaðar­verk­fræðing­ur frá Há­skóla Íslands. Hann hóf störf hjá Sam­herja eft­ir út­skrift árið 2007 en hafði áður sinnt ýms­um störf­um hjá fé­lag­inu frá barns­aldri. Hann var for­stjóri Jarðbor­ana hf. um þriggja ára skeið og leiddi stofn­un og upp­bygg­ingu Alda Sea­food í Hollandi. Und­an­far­in ár hef­ur hann stýrt skrif­stofu þess fé­lags í Osló, Nor­egi.

Auk þess hef­ur hann setið í stjórn­um fjöl­margra fyr­ir­tækja, þar á meðal sem stjórn­ar­formaður Eim­skips og Olís, og sinn­ir nú stjórn­ar­setu í bæði inn­lend­um og er­lend­um fyr­ir­tækj­um tengd­um sjáv­ar­út­vegi og mat­vælaiðnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,96 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 2.980 kg
Skarkoli 1.189 kg
Skrápflúra 1.071 kg
Steinbítur 190 kg
Sandkoli 180 kg
Ýsa 161 kg
Samtals 5.771 kg
12.7.25 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 151 kg
Samtals 151 kg
12.7.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 56 kg
Ýsa 31 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 105 kg
12.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,96 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 2.980 kg
Skarkoli 1.189 kg
Skrápflúra 1.071 kg
Steinbítur 190 kg
Sandkoli 180 kg
Ýsa 161 kg
Samtals 5.771 kg
12.7.25 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 151 kg
Samtals 151 kg
12.7.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 56 kg
Ýsa 31 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 105 kg
12.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg

Skoða allar landanir »