Allt of mikil og skyndileg hækkun

Þingmenn Suðurkjördæmis.
Þingmenn Suðurkjördæmis. mbl.is/Karítas/Brynjólfur Löve

„Mín afstaða hef­ur verið sú all­an tím­ann að ég tel þetta allt of geyst farið í hlut­ina. At­vinnu­lífið hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af þessu, í Hornafirði, Vest­manna­eyj­um og í Grinda­vík,“ seg­ir Karl Gauti Hjalta­son, þingmaður Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi, í sam­tali við mbl.is.

Hækk­un veiðigjalds­ins seg­ir hann að muni hafa mik­il áhrif í sínu kjör­dæmi, Suður­kjör­dæmi, en fjöldi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja starfar á Suður­landi.

Frum­varp um hækk­un veiðigjalda var ekki á dag­skrá þings­ins á síðasta þing­fundi, en það er eitt af þyngri mál­um sem liggja fyr­ir á Alþingi. Þingið kem­ur aft­ur sam­an á morg­un.

„Suður­kjör­dæmi er það kjör­dæmi sem greiðir lang­mest veiðigjöld og Vest­manna­eyj­ar eru á toppn­um þar í bæj­ar­fé­lög­um. Menn hafa áhyggj­ur af áhrif­um á sam­fé­lög­in og hafa viðrað þær áhyggj­ur í um­sögn­um. Skinn­ey-Þinga­nes var með um 600 millj­óna króna hagnað í fyrra. Nú sér fyr­ir­tækið fram á, ef veiðigjalda­frum­varpið verður samþykkt óbreytt, að það verði eng­inn hagnaður,“ seg­ir Karl Gauti.

„Ég er al­veg til­bú­inn að skoða að samþykkja jafn­vel ein­hverja hækk­un en þetta er allt of mik­il hækk­un sem kem­ur mjög skyndi­lega. Svo er bara ekki búið að greina áhrif­in á meðal­stór­ar og minni út­gerðir,“ seg­ir Karl.

Karl Gauti seg­ir að það verði að hugsa um at­vinnu­lífið og veita því viðun­andi skil­yrði þannig að það geti rekið sig áfram. „Þetta lend­ir á mjög mörg­um meðal­stór­um og litl­um út­gerðum,“ seg­ir hann. 

Góðar breyt­ing­ar­til­lög­ur

„Ég vona bara að þetta verði af­greitt sem fyrst. Það er búið að útræða þetta mál al­gjör­lega,“ seg­ir Eyj­ólf­ur Ármanns­son, innviðaráðherra og þingmaður Flokks fólks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi, við mbl.is.

Hann kveðst vera mjög ánægður með breyt­ing­ar­til­lög­urn­ar sem hafi verið gerðar og finnst nefndarálitið mjög sterkt. 

„Það voru góðar breyt­ing­ar­til­lög­ur um 65% af fyrstu 15 millj­ón­um og 45% af­slátt­ur af næstu 55 millj­ón­um,“ bend­ir Eyj­ólf­ur á. 

„Ég tel að þetta sé rétt­látt frum­varp. Það er mik­il­vægt að það komi rétt­látt af­gjald af auðlindar­ent­unni í sam­eig­in­lega sjóði lands­manna. Mér finnst það bara sann­gjarnt,“ seg­ir Eyj­ólf­ur Ármanns­son innviðaráðherra.

Tryggja verði fyr­ir­sjá­an­leika

Halla Hrund Loga­dótt­ir seg­ist telja rétt­látt að tryggja sann­gjarna dreif­ingu afrakst­urs á tak­mörkuðum gæðum og tel­ur að þjóðin eigi að fá auk­inn skerf. Halla Hrund er þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, en hún svaraði fyr­ir­spurn mbl.is um fyr­ir­hugaða hækk­un veiðigjalda.

Halla seg­ir svig­rúm vera til staðar til að hækka veiðigjöld­in en það verði að gera í góðri sam­vinnu og á grunni vandaðra grein­inga.

„Útgerðir eru mis­jafn­ar, stór­ar og litl­ar, og áhrif­in á sam­fé­lög­in sem þær starfa í eru ólík. Í mörg­um eru þær burðarás í at­vinnu­neti og ný­sköp­un, svo sem á Höfn og í Vest­manna­eyj­um, og bera mikla sam­fé­lags­lega ábyrgð. Um­gjörð auðlinda­mála, sem sagt auðlinda­gjöld, á al­mennt að vera hönnuð til að vera fyr­ir­sjá­an­leg,“ seg­ir Halla Hrund. Hún seg­ir mik­il­vægt að ekki séu kollsteyp­ur á milli kjör­tíma­bila held­ur fyr­ir­sjá­an­leiki fyr­ir rekst­ur í alþjóðlegri sam­keppni. 

„Ég er sann­færð um að hægt er að finna leið sem eyk­ur ábata af sjáv­ar­út­vegi til þjóðar­inn­ar og stuðlar að blóm­leg­um byggðum. Það krefst sam­ráðs og sam­vinnu milli allra flokka, fag­legra grein­inga og lang­tíma­sýn­ar. Þjóðin og sam­fé­lög­in hring­inn í kring­um landið eiga skilið að við vönd­um okk­ur,“ seg­ir Halla Hrund. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.7.25 487,32 kr/kg
Þorskur, slægður 9.7.25 504,21 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.7.25 438,34 kr/kg
Ýsa, slægð 9.7.25 392,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.7.25 191,44 kr/kg
Ufsi, slægður 9.7.25 163,20 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 9.7.25 268,22 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.7.25 Ásdís EA 89 Handfæri
Þorskur 566 kg
Ufsi 54 kg
Karfi 25 kg
Samtals 645 kg
9.7.25 Sólin RE 4 Handfæri
Þorskur 234 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 240 kg
9.7.25 Víkin EA 717 Handfæri
Þorskur 753 kg
Ufsi 160 kg
Karfi 1 kg
Samtals 914 kg
9.7.25 Edda SI 200 Handfæri
Þorskur 808 kg
Ufsi 63 kg
Karfi 12 kg
Samtals 883 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.7.25 487,32 kr/kg
Þorskur, slægður 9.7.25 504,21 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.7.25 438,34 kr/kg
Ýsa, slægð 9.7.25 392,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.7.25 191,44 kr/kg
Ufsi, slægður 9.7.25 163,20 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 9.7.25 268,22 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.7.25 Ásdís EA 89 Handfæri
Þorskur 566 kg
Ufsi 54 kg
Karfi 25 kg
Samtals 645 kg
9.7.25 Sólin RE 4 Handfæri
Þorskur 234 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 240 kg
9.7.25 Víkin EA 717 Handfæri
Þorskur 753 kg
Ufsi 160 kg
Karfi 1 kg
Samtals 914 kg
9.7.25 Edda SI 200 Handfæri
Þorskur 808 kg
Ufsi 63 kg
Karfi 12 kg
Samtals 883 kg

Skoða allar landanir »